Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins Jakob Bjarnar skrifar 27. janúar 2023 11:06 Aðkoman var allt annað en kræsileg þegar Sigríður kom að bíl sínum. aðsend Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum. „Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira
„Á þriðjudaginn var brotist inn í bílinn minn sem stóð við Hávallagötu vestur í bæ og bakpoka með fartölvu og fleiru var stolið. Ég hafði skroppið í hús,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún saknar glósubóka, vinnugagna sinna og tölvu sem er ársgömul. „Þetta er hrikalegt. Vinnugögn sem eru mér ómetanleg.“ Sigríður segir það auðvitað svo að fólki bregði í brún sem lendi í þessu og allskonar óhagræði fylgi en lyklar voru meðal þess sem hvarf og hún hefur nú látið skipta um skrá á húsi sínu sem og lykla og kort að háskólanum þar sem hún starfar. Vegabréf og önnur persónuleg gögn hurfu. Sigríður segir að þetta sé auðvitað áminning um að skilja verðmæti sem þessi ekki eftir í bílunum sínum. Og hún skilur ekki alveg hvaða gagn þjófar hafa af þýfinu því tölvan er læst og þetta eru í raun hlutir og gögn sem gagnast henni einni. Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor segir forvitnilegt að fá innsýn í þennan heim í gegnum þessa reynslu.hí Sigríður er að sjálfsögðu búin að tilkynna atvikið til lögreglu en hennar tilfinning er sú að lögreglan hafi ekki mikinn áhuga á því sem flokkast sem smábrot. Þetta var um klukkan ellefu að morgni og hafði bílrúðan, eins og áður sagði, verið mölvuð með járnröri. „Sjónarvottur sá manninn skömmu áður ofar í götunni að velja sér járnrör af kerru með lögnum,“ segir Sigríður. Og nú nýlega fannst mynd af þrjótinum úr öryggismyndavél sem staðsett er á horni Hávalla- og Blómvallagötu. „Hann sat á reiðhjóli á meðan hann valdi vopnið, íklæddur hvítri hettupeysu með einhverju rauðu í og með byrgt fyrir munninn. Þegar hann varð þess áskynja að fylgst væri með honum sagði hann: „Ég er ekki að fara að berja neinn. Ég lít bara skuggalega út.“ Sigríður segir að samkvæmt lýsingu sé maðurinn um þrítugt, hávaxinn og grannur. Allir sem hafa einhverjar upplýsingar um mann sem svarar til þessarar lýsingar eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Athugasemd. Fréttin hefur verið uppfærð en óljós mynd af manni hjá hjóli, hinum meinta brotamanni, hefur hefur verið fjarlægð að ósk rétthafa myndarinnar.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Sjá meira