Grasrót gegn útlendingafrumvarpi Hópur fólks innan Vinstri grænna skrifar 27. janúar 2023 11:31 Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Alþingi Vinstri græn Hólmfríður Árnadóttir Una Hildardóttir Daníel E. Arnarsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Enn er reynt að þröngva frumvarpi um útlendinga í gegn um þingið með örlitlum breytingum. Umrætt frumvarp einkennist af útlendingaandúð og virðist hafa það eitt að markmiði að neita fleirum, enn hraðar, um hæli. Um leið er viðkomandi refsað með ómannúðlegri og ómanneskjulegri meðferð, mögulega án læknisaðstoðar eða annarrar virðingar á grunnmannréttindum. Skortur er á samráði við þá aðila sem vinna og koma að málaflokknum, aðilum með sérþekkingu og reynslu, já og eldri kynslóðir útlendinga sem þekkja af eigin raun hvernig betur má að slíku standa. Það sanna ótal umsagnir frá fagaðilum og mannréttindahreyfingum sem hafa ekki ratað inn í frumvarpið. Það er mikilvægt að standa vel að málefnum innflytjenda og tryggja þeim réttláta málsmeðferð með tilliti til alþjóðlegra laga og reglugerða. Heildarstefnumótun þarf að eiga sér stað sem tekur á móttöku, þjónustu og aðlögun útlendinga og í kjölfar þess nauðsynlegar lagabreytingar. Tryggja þarf að lagabreytingar sem þessar séu unnar í þverfaglegu samráði fagaðila og annarra sérfræðinga, til þess að skapa sátt um stefnu og regluverk í málefnum útlendinga og ættu öll vinnubrögð að einkennast af mannúð. Einnig er mikilvægt að gera lagabreytingar til að bæta stöðu þeirra sem eru hér í umborinni dvöl árum saman án kennitölu og allra réttinda. Þá er endurskoðun atvinnuleyfa líkt og hefur verið boðuð lykilatriði í að auka virkni og þátttöku útlendinga, aukin íslenskukennsla og samstarf við atvinnulífið mikilvægt skref. Við stöndum framarlega í mörgum málum og erum jafnvel leiðandi í öðrum. Hvers vegna er metnaðurinn ekki meiri og við framúrskarandi í móttöku fólks á flótta, umsækjenda um alþjóðlega vernd og annarra útlendinga? Fjölbreytileiki auðgar öll samfélög og skilar okkur á endanum margfalt meira en við leggjum til. Það er mikilvægt að við tökum vel utan um þennan málaflokk en það gerum við ekki með því að gera þetta frumvarp að lögum. Undirrituð hafa flest, ásamt yfir 30 félögum Vinstri grænna, sent áskorun á þingflokk Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs þar sem skorað er á þingflokkinn að fella frumvarpið. Hólmfríður Árnadóttir, formaður svæðisfélags VG á Suðurnesjum og oddviti Suðurkjördæmis Daníel E. Arnarsson, varaþingmaður VG í Reykjavík suður Elín Oddný Sigurðardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Elva Hrönn Hjartardóttir, meðstjórnandi stjórnar VG Drífa Lýðsdóttir, formaður Ungra vinstri grænna Ásrún Ýr Gestsdóttir, varabæjarfulltrúi VG á Akureyri Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra Skagafirði Brynhildur Björnsdóttir, varaþingkona VG í Reykjavík suður Sædís Ósk Harðardóttir, meðstjórnandi VG í Árnessýslu og kjördæmisráði Suðurkjördæmis Una Hildardóttir, varaþingkona VG í Suðvesturkjördæmi Valgeir Bjarnason, formaður kjördæmisráðs VG í Suðurkjördæmi
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar