Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 13:45 Árásin átti sér stað innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. Árásin átti sér stað á mánudagskvöld en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Þó var kallaður til sjúkrabíll og lögregla kom einnig á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði árásarmaðurinn, sem afplánar þungan dóm fyrir tilraun til manndráps, útbúið eggvopnið með því að taka alla oddana af gaffli nema einn og síðan brýnt þann odd. Fórnarlambið var vistað á öðrum gangi í fangelsinu og hefði það ekki átt að vera mögulegt fyrir árásarmanninn að komast til hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtti árásarmaðurinn sér AA-fund til að komast að manninum. Tengist árásinni á Bankastræti Club Fórnarlambið var þó ekki á fundinum heldur maður af sama gangi. Árásarmaðurinn komst þannig af fundinum inn á gang fórnarlambsins. Árásin var ekki þaulskipulögð heldur tækifærisárás. Maðurinn ætlaði ekki að skaða fórnarlambið heldur einungis hræða það. Fangaverðir skárust síðan í leikinn þegar fórnarlambið kallaði á hjálp. Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkjast ekki en þeir tengjast sitthvorri klíkunni sem hafa deilt síðustu ár. Fórnarlambið situr inni á Hólmsheiði fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember en árásarmaðurinn er félagi fórnarlambanna í því máli. Í samtali við fréttastofu segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að það sé nokkuð algengt að lagt sé hald á heimagerð vopn. Þau séu gerð úr ótrúlegustu hlutum, til dæmis plastbútum sem festir hafa verið á heimilistæki. Farið vel yfir verkferla Fangelsið á Hólmsheiði er deildaskipt en þegar aðstæður bjóða upp á það geta fangar sótt sameiginlega þjónustu annars staðar í fangelsinu, líkt og AA-fundi. „Eftir svona uppákomur förum við yfir það sem aflaga fór og herðum á verklagi ef svo er nauðsynlegt. Þá tryggjum við enn betur að fangar geta ekki hitt aðra fanga sem þeir eiga ekki að geta komið í tæri við,“ segir Páll. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.Vísir/Vilhelm Að sögn Páls er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir svona árásir en oftast hafi aðgerðirnar áhrif á alla fanga fangelsisins. Því vilji fangelsin síður ráðast í svoleiðis aðgerðir en ef áframhald verður á vopnagerð eða aukning verður í agabrotum þá er ljóst að herða þurfi reglurnar. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ofbeldi komi upp í fanglesum landsins. Herða reglur ef það er nauðsynlegt, breyta verklagi ef það er nauðsynlegt og vinna eins vel og hægt er að aðskilja hópa fanga. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er að þetta eru býsna margir litlir hópar og þeir eru mjög breytilegir,“ segir Páll. Ekki alltaf ljóst með klíkuskiptingu Húsnæðið á Hólmsheiði býður upp á fullkominn aðskilnað en verði öllum skipt upp gæti það falið í sér einangrun ákveðinna hópa. Þá yrði það mikil frelsissvipting fyrir fanga. Aðspurður segir Páll að það sé ekki algengt að fangar eigi í átökum innan fangelsisins. „Það hefur ekki verið mikið um átök milli einstaklinga og það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir tilheyra hvað hóp, það er breytilegt. Það er ekki sjálfgefið að ef einstaklingur ræðst á annan aðila sem er í klíku að hann sé einnig í klíku,“ segir Páll. Reykjavík Fangelsismál Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Árásin átti sér stað á mánudagskvöld en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Þó var kallaður til sjúkrabíll og lögregla kom einnig á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði árásarmaðurinn, sem afplánar þungan dóm fyrir tilraun til manndráps, útbúið eggvopnið með því að taka alla oddana af gaffli nema einn og síðan brýnt þann odd. Fórnarlambið var vistað á öðrum gangi í fangelsinu og hefði það ekki átt að vera mögulegt fyrir árásarmanninn að komast til hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtti árásarmaðurinn sér AA-fund til að komast að manninum. Tengist árásinni á Bankastræti Club Fórnarlambið var þó ekki á fundinum heldur maður af sama gangi. Árásarmaðurinn komst þannig af fundinum inn á gang fórnarlambsins. Árásin var ekki þaulskipulögð heldur tækifærisárás. Maðurinn ætlaði ekki að skaða fórnarlambið heldur einungis hræða það. Fangaverðir skárust síðan í leikinn þegar fórnarlambið kallaði á hjálp. Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkjast ekki en þeir tengjast sitthvorri klíkunni sem hafa deilt síðustu ár. Fórnarlambið situr inni á Hólmsheiði fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember en árásarmaðurinn er félagi fórnarlambanna í því máli. Í samtali við fréttastofu segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að það sé nokkuð algengt að lagt sé hald á heimagerð vopn. Þau séu gerð úr ótrúlegustu hlutum, til dæmis plastbútum sem festir hafa verið á heimilistæki. Farið vel yfir verkferla Fangelsið á Hólmsheiði er deildaskipt en þegar aðstæður bjóða upp á það geta fangar sótt sameiginlega þjónustu annars staðar í fangelsinu, líkt og AA-fundi. „Eftir svona uppákomur förum við yfir það sem aflaga fór og herðum á verklagi ef svo er nauðsynlegt. Þá tryggjum við enn betur að fangar geta ekki hitt aðra fanga sem þeir eiga ekki að geta komið í tæri við,“ segir Páll. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.Vísir/Vilhelm Að sögn Páls er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir svona árásir en oftast hafi aðgerðirnar áhrif á alla fanga fangelsisins. Því vilji fangelsin síður ráðast í svoleiðis aðgerðir en ef áframhald verður á vopnagerð eða aukning verður í agabrotum þá er ljóst að herða þurfi reglurnar. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ofbeldi komi upp í fanglesum landsins. Herða reglur ef það er nauðsynlegt, breyta verklagi ef það er nauðsynlegt og vinna eins vel og hægt er að aðskilja hópa fanga. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er að þetta eru býsna margir litlir hópar og þeir eru mjög breytilegir,“ segir Páll. Ekki alltaf ljóst með klíkuskiptingu Húsnæðið á Hólmsheiði býður upp á fullkominn aðskilnað en verði öllum skipt upp gæti það falið í sér einangrun ákveðinna hópa. Þá yrði það mikil frelsissvipting fyrir fanga. Aðspurður segir Páll að það sé ekki algengt að fangar eigi í átökum innan fangelsisins. „Það hefur ekki verið mikið um átök milli einstaklinga og það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir tilheyra hvað hóp, það er breytilegt. Það er ekki sjálfgefið að ef einstaklingur ræðst á annan aðila sem er í klíku að hann sé einnig í klíku,“ segir Páll.
Reykjavík Fangelsismál Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira