Segir atburði síðustu helgar ekki hafa áhrif á aflýsingar dagsins Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. janúar 2023 13:16 Vél Icelandair. vísir/vilhelm Öllu flugi Icelandair í morgun var aflýst vegna veðurs en mikið hvassviðri var á landinu í nótt og í morgun. Verklag félagsins er óbreytt eftir að farþegar þurftu að sitja í vélum félagsins tímunum saman um síðustu helgi. Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“ Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Mikið hvassviðri var á landinu í nótt með tilheyrandi raski á samgöngum, gular viðvaranir eru enn gildi á suður og vesturlandi dregur úr úrkomu þegar líður á daginn. Haraldur Eiríksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Já semsagt það var hvöss suðvestan átt jafnvel stormur með éljum í nótt vindurinn verður áfram í dag en það dregur rólega úr honum seinni partinn. En svona élin, það verður lítið eftir af þeim eftir hádegi. Þessi vindstrengur hann gengur bara rólega niður í dag.“ En hvernig var veðrið í Keflavík? „Það voru einhverjar stöðvar sem voru yfir 25 metrar á sekúndu en í Keflavík þar var hvassviðrisstormur í nótt svona í kringum tuttugu metrana á sekúndu.“ Icelandair aflýsti öllum komum frá Norður-Ameríku i gærkvöldi en það hefur keðjuverkandi áhrif á flug félagsins til Evrópu. Félagið bauð fólki að taka flug deginum fyrr og um 1700 manns þáðu boðið. Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi félagsins og segir öryggi farþega vera í fyrirrúmi. „Veðurútlit var þannig að þegar að við tökum ákvörðun í gærkvöldi þá var eina vitið að fella niður flug frá Norður-Ameríku og við fylgjum ákveðnu verklagi við ákvörðunartöku. Við þurfum að taka ákvarðanir fyrir klukkan níu kvöldið áður. Þessar ákvarðanir eru auðvitað teknar með öryggi og hagsmuni okkar farþega að leiðarljósi,“ segir Ásdís. En litast varkárni félagsins af vandræðunum um síðustu helgi þegar farþegar sátu fastir í flugvélum á brautinni, jafnvel tímunum saman? „Nei, eins og ég segi þá fylgjum við bara alltaf ákveðnu verklagi. Við byggjum þar á spá um bæði vindstyrk og aðstæður sem liggja fyrir á þeim tíma sem við tökum ákvörðun. En svo búum við auðvitað á Íslandi og veðrið er óútreiknanlegt.“
Keflavíkurflugvöllur Icelandair Veður Fréttir af flugi Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira