Samúel: Kom mér á óvart að Sara hafi farið í Fram þar sem við vorum ekki að reyna losa okkur við hana Andri Már Eggertsson skrifar 28. janúar 2023 18:10 Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var svekktur eftir leik. Vísir/Vilhelm Samúel Ívar Árnason, þjálfari HK, var afar svekktur eftir ellefu marka tap gegn Haukum á heimavelli í Olís deild kvenna í handbolta, lokatölur 21-32. HK var aðeins með tólf leikmenn á skýrslu og Samúel var ekki bjartsýnn á að HK myndi styrkja hópinn. „Þetta var allt of stórt tap. Við lentum í meiðslum í miðjum leik og þurftum að breyta frá því sem við undirbjuggum. Það var erfitt að fá flot á boltann sóknarlega og árásirnar voru ekki góðar,“ sagði Samúel Ívar og bætti við að HK muni læra af þessu tapi. HK byrjaði leikinn afar illa og gerði aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. Þá gengu Haukar á lagið og komust sjö mörkum yfir. „Við komumst ekki framhjá þeim og vorum ekki að velja réttu augnablikin. Ég þurfti að breyta liðinu mikið þegar við lentum í meiðslum í miðjum leik og þá þurftu aðrir leikmenn að spila aðrar stöðu en venjulega.“ HK var aðeins með tólf leikmenn á skýrslu í dag. Samúel var spurður hvort HK muni styrkja liðið áður en félagaskiptaglugganum lokar og hvort hann hafi verið sáttur með að Sara Katrín Gunnarsdóttir hafi farið í Fram. „Það er ekki mitt að svara hvort við munum styrkja okkur. Ég ræð litlu um það. Ef það gerist þá yrði það kærkomið fyrir hópinn en ef ekki þá mun ég reyna mitt besta til að hjálpa þessum stelpum að taka næsta skref.“ „Það kom mér á óvart að Sara Katrín væri lánuð í Fram. Þið þurfið að spyrja hana hvers vegna það gerðist þar sem við vorum ekki að reyna losa okkur við hana,“ sagði Samúel Ívar Árnason eftir leik. HK Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur. 28. janúar 2023 18:27 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
„Þetta var allt of stórt tap. Við lentum í meiðslum í miðjum leik og þurftum að breyta frá því sem við undirbjuggum. Það var erfitt að fá flot á boltann sóknarlega og árásirnar voru ekki góðar,“ sagði Samúel Ívar og bætti við að HK muni læra af þessu tapi. HK byrjaði leikinn afar illa og gerði aðeins tvö mörk á fyrstu fimmtán mínútunum. Þá gengu Haukar á lagið og komust sjö mörkum yfir. „Við komumst ekki framhjá þeim og vorum ekki að velja réttu augnablikin. Ég þurfti að breyta liðinu mikið þegar við lentum í meiðslum í miðjum leik og þá þurftu aðrir leikmenn að spila aðrar stöðu en venjulega.“ HK var aðeins með tólf leikmenn á skýrslu í dag. Samúel var spurður hvort HK muni styrkja liðið áður en félagaskiptaglugganum lokar og hvort hann hafi verið sáttur með að Sara Katrín Gunnarsdóttir hafi farið í Fram. „Það er ekki mitt að svara hvort við munum styrkja okkur. Ég ræð litlu um það. Ef það gerist þá yrði það kærkomið fyrir hópinn en ef ekki þá mun ég reyna mitt besta til að hjálpa þessum stelpum að taka næsta skref.“ „Það kom mér á óvart að Sara Katrín væri lánuð í Fram. Þið þurfið að spyrja hana hvers vegna það gerðist þar sem við vorum ekki að reyna losa okkur við hana,“ sagði Samúel Ívar Árnason eftir leik.
HK Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur. 28. janúar 2023 18:27 Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: HK - Haukar 21-32 | Haukar í engum vandræðum með HK Haukar unnu sannfærandi sigur á HK í Kórnum 21-32. Gestirnir tóku frumkvæðið snemma og komust sjö mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. HK ógnaði aldrei forystu Hauka sem unnu á endanum ellefu marka sigur. 28. janúar 2023 18:27