Óréttmæt þvingunaraðgerð gegn lágtekjufólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 29. janúar 2023 18:00 Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Tengdar fréttir Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22 Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verður miðlunartillaga ríkissáttasemjara ekki felld nema 25 prósent félagsmanna í stéttarfélagi greiði atkvæði gegn henni. Í tilviki Eflingar þýðir þetta að jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en hún var hjá öðrum aðildarfélögum SGS í desember, og jafnvel þótt 5.000 félagsmenn tækju þátt í atkvæðagreiðslunni og allir greiddu atkvæði gegn miðlunartillögunni – þá teldist hún samt samþykkt. Allir hljóta að sjá hvílík skrumskæling á lýðræði slík atkvæðagreiðsla er, sérstaklega fyrir stéttarfélag eins og Eflingu þar sem félagsmenn eru dreifðir á óteljandi vinnustaði, margir erlendis frá og ómeðvitaðir um réttindi sín. Þetta er þvingunaraðgerð og nú er henni beitt gegn tekjulægsta fólkinu á höfuðborgarsvæðinu skömmu eftir að samningar losnuðu, án þess að samningaviðræður hafi verið fullreyndar og rétt áður en niðurstaða kosningar um verkfallsaðgerðir liggur fyrir. Þannig er í raun verkfallsvopnið slegið úr höndum stéttarfélags með valdboði, og niðurstaðan ekki ósvipuð því þegar lög eru sett á verkfall. Þá eru það hins vegar lýðræðislega kjörnir fulltrúar á Alþingi sem taka ákvörðunina og hægt að refsa þeim fyrir það í kosningum. Nú er það embættismaður, án lýðræðislegs umboðs, sem beitir slíku valdi, en það gerir hann í skjóli félagsmálaráðherra Vinstri grænna sem fer með vinnumarkaðsmál í ríkisstjórn Íslands. Framganga ríkissáttasemjara er ekki bara atlaga að frjálsum samningsrétti Eflingar og sjálfsákvörðunarrétti félagsmanna, heldur hættulegt fordæmi gagnvart verkalýðshreyfingunni í heild og til þess fallið að skaða traust og raska eðlilegum samskiptum á vinnumarkaði. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar, jafnaðarflokks Íslands.
Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. 28. janúar 2023 13:22
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar