Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:13 Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir SA ekki sýna nokkurn samningsvilja. Vísir/Ívar Fannar Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Samninganefnd félagsins samþykkti að boða til frekari verkfalla á fundi sínum í gær en í gærkvöldi lá fyrir niðurstaða úr atkvæðagreiðslu um fyrstu verkfallsaðgerðir félagsins. Þau hefjast 7. febrúar næstkomandi á hótelum Íslandshótela. Verkfallsboðun á Berjaya Hotels nær til á fjórða hundrað Eflingarfélaga. Um er að ræða hótel sem áður voru rekin undir nafninu Icelandair Hotels, þar á meðal Hotel Natura við Nauthólsveg og Hilton Nordica á Suðurlandsbraut. Á Reykjavík Edition starfa vel á annað hundrað Eflingarfélaga. Samþykki þessir félagar verkfall koma þeir til viðbótar við þá tæpu 300 félagsmenn sem þegar hafa samþykkt verkfall á Íslandshótelum. BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík „Verkfallsboðun hjá Samskip tekur til alls vörubifreiðaakstur sem gerður er út frá höfuðstöðvum fyrirtækisins við Sundahöfn. Verkfallsboðun hjá Olíudreifingu og Skeljungi nær til aksturs og annarra starfa við olíudreifingu en þessi fyrirtæki annast allan flutning á olíu frá stærstu olíubirgðastöð landsins í Örfirisey,“ segir í tilkynningunni. Þar segir að verkfallsboðuninni fylgi bókun um undanþágunefndir, sem skuli fjalla um undanþágubeiðnir frá verkfallsboðun í þágu almannaöryggis. Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur. Atkvæðagreiðsla um þessar verkfallsboðanir hefjast klukkan 12 á hádegi á föstudag, 3. febrúar og þeim lýkur klukkan 18 á þriðjudaginn, 7. febrúar.
BERJAYA HOTELS ICELAND hf. Alda Hotel Reykjavik - Laugavegi 66-68, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Marina Hotel - Mýrargötu 2-8, 101 ReykjavíkReykjavík Marina Residence - Mýrargötu 14-16, 101 ReykjavíkBerjaya Reykjavik Natura Hotel - Nauthólsvegi 52, 102 ReykjavíkCanopy by Hilton Reykjavik City Centre - Smiðjustíg 4, 101 ReykjavíkHilton Reykjavik Nordica - Suðurlandsbraut 2, 108 ReykjavíkReykjavik Konsúlat Hotel - Hafnarstræti 17-19, 101 Reykjavík Cambridge Plaza Hotel Comp ehf. The Reykjavik EDITION - Bryggjugötu 8, 101 Reykjavík
Viðauki um undanþágunefndir Samninganefnd Eflingar skal setja á fót undanþágunefndir sem taki við beiðnum um undanþágur frá ofangreindum vinnustöðvunum. Í tilvikum þar sem almannaöryggi krefst undanþágu frá vinnustöðvun að mati nefndanna skulu þær veita slíka undanþágu, að fenginni undanþágubeiðni þar sem þýðing undanþágunnar fyrir almannaöryggi er rökstudd með skýrum og sannfærandi hætti. Aðilum sem starfa við löggæslu, brunavarnir, sjúkragæslu og aðra starfsemi sem varðar almannaöryggi skal gert kunnugt um starfsemi undanþágunefnda og kynnt hvernig sótt er um undanþágur.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Ferðamennska á Íslandi Bensín og olía Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi Sjá meira
Stjórnvöld þurfi að sýna að þau standi með almenningi Verkefnastjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands segir að hið opinbera sé að kynda undir verðbólguna með ýmsum nýlegum hækkunum á opinberum gjöldum. Stjórnvöld þurfi að fara að sýna að þau standi með almenningi. 31. janúar 2023 10:33
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10