Sólveig Anna vonar að SA komist niður á jörðina Heimir Már Pétursson skrifar 31. janúar 2023 13:41 Sólveig Anna Jónsdóttir og Halldór Benjamín Þorbergsson sjá niðurstöður í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum gjörólíkum augum. Vísir/Hjalti Formaður Eflingar vonar að niðurstaða atkvæðagreiðslu um verkföll á sjö hótelum sem og nýboðaðar viðbótaraðgerðir verði til þess að koma Samtökum atvinnulífsins niður á jörðina. Eflingarfólki sé alvara með að samið verði við það á þeirra forsendum en því ekki gert að þiggja mylsnu af borði annarra. Efling boðaði í morgun til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá starfsmönnum félagsins hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi ásamt hjá starfsmönnum Berjaya hótelanna og Reykjavík Edition. Samtök atvinnulífsins ætla að stefna Eflingu til Félagsdóms fyrir boðun verkfalls hjá sjö hótelum Íslandshótela sem samþykkt var í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall á sjö hótelum mikinn sigur fyrir Eflingu.Vísir/Vilhelm Eftir að niðurstaða lá fyrir um samþykki starfsmanna sjö hótela Íslandshótela á verkfallsboðun lá fyrir í gærkvöldi kom samninganefnd Eflingar saman og samþykkti víðtækari aðgerðir. Þær ná til allra bílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi og starfsfólks Berjaya hótelanna, eða gömlu Icelandair hótelanna, og Edition hótelsins. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir á að hefjast á föstudag og ljúka hinn 7. febrúar, sama dag og verkföllin á Íslandshótelunum eiga að hefjast. Þann dag á Efling einnig að skila Hérðasdómi Reykjavíkur greinargerð vegna málshöfðunar ríkissáttasemjara til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tenglsum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í deilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. Ný verkfallsboðun mun víðtækari Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir nýju verkfallsboðunina ná til um 500 starfsmanna hótelanna og um 70 bílstjóra Samskipa og olíufyrirtækjanna. Verkföllin muni hafa mikil áhrif á eldsneytisflutninga til dæmis en sett verði á laggirnar undanþágunefnd vegna almannaöryggis. Þessar aðgerðir væru enn eitt skrefið en samninganefndin hafi áætlanir um fleiri aðgerðir, jafnvel allsherjarverkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir segir Eflingu hafa áætlanir um enn frekari aðgerðir en þær sem boðaðar voru í dag.Stöð 2/Sigurjón „Við skulum vona að Samtök atvinnulífsins komi núna loksins niður á jörðina og skilji það sem ég hef sagt aftur og aftur, ásamt félögum mínum í samninganefndinni. Að eflingarfólk er tilbúið til að berjast fyrir því að við það séu gerðir góðir og sanngjarnir kjarasamningar,” segir Sólveig Anna. Eflingarfólki verði ekki gert að taka við mylsnu annarra. „Um leið og menn átta sig á þessu, samþykkja þennan raunverueika, þá auðvitað lýkur þessum aðgerðum hjá okkur. Þannig að það má sannarlega segja að ábyrgðin sé öll þeirra meginn og það er auðvitað löngu tímabært að þeir axli hana,” segir formaður Eflingar. SA telur verkfallsboðun ólöglega Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar ákveðið að vísa þegar boðuðu verkfalli á sjö hótelum til Félagsdóms. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtakanna segir samtökin telja verkfallsboðunina ólöglega. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur yfirvofandi verkfall á þriðjudag ólöglegt.Stöð 2/Vísir „Þetta snýst fyrst og fremst um að verið sé að boða verkfall á meðan miðlunartillga frá Ríkissáttasemjara hefur komið fram. Þau eru í raun og veru að koma í veg fyrir að greidd verði atkvæði um þá miðlunartillögu. Það er kjarni málsins." Væntið þið þess að Félagsdómur komist fljótt að niðurstöðu? „Félagsdómur hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að hann bregst hratt og örugglega við. Og við gerum ráð fyrir að svo verði í þessu tilviki einnig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá hafi aðeins 43 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greitt atkvæði með verkfallinu. „Ég hef sagt að það hljóti að vera reiðarslag fyrir forystu Eflingar að aðeins 124 félagsmenn af 284 hafi samþykkt verkfall. Það finnst mér vera afskaplega veik niðurstaða og hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna segir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hins vegar mikinn sigur í þeim sjúku kringumstæðum sem atkvæðagreiðslan fór fram í. Með ólöglegum áróðri Samtaka atvinnulífsins, ofríki og hótunum inni á vinnustöðunum, stuðningi valdastéttarinnar og með fordæmalausu útspili ríkissáttasemjara. „Þá er augljóst að þarna vann Efling mikinn sigur. Það gerðist sem við vissum að myndi gerast. Að það fólk sem fékk þarna tækifæri til að ganga til atkvæða um hvort þau vildu leggja niður störf, tók þá ákvörðun. Alveg eins og við vorum búin að spá fyrir um,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33 Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Efling boðaði í morgun til atkvæðagreiðslu um verkfall hjá starfsmönnum félagsins hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi ásamt hjá starfsmönnum Berjaya hótelanna og Reykjavík Edition. Samtök atvinnulífsins ætla að stefna Eflingu til Félagsdóms fyrir boðun verkfalls hjá sjö hótelum Íslandshótela sem samþykkt var í gær. Sólveig Anna Jónsdóttir segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu um verkfall á sjö hótelum mikinn sigur fyrir Eflingu.Vísir/Vilhelm Eftir að niðurstaða lá fyrir um samþykki starfsmanna sjö hótela Íslandshótela á verkfallsboðun lá fyrir í gærkvöldi kom samninganefnd Eflingar saman og samþykkti víðtækari aðgerðir. Þær ná til allra bílstjóra hjá Samskipum, Olíudreifingu og Skeljungi og starfsfólks Berjaya hótelanna, eða gömlu Icelandair hótelanna, og Edition hótelsins. Atkvæðagreiðsla um þessar aðgerðir á að hefjast á föstudag og ljúka hinn 7. febrúar, sama dag og verkföllin á Íslandshótelunum eiga að hefjast. Þann dag á Efling einnig að skila Hérðasdómi Reykjavíkur greinargerð vegna málshöfðunar ríkissáttasemjara til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tenglsum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í deilu félagsins við Samtök atvinnulífsins. Ný verkfallsboðun mun víðtækari Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir nýju verkfallsboðunina ná til um 500 starfsmanna hótelanna og um 70 bílstjóra Samskipa og olíufyrirtækjanna. Verkföllin muni hafa mikil áhrif á eldsneytisflutninga til dæmis en sett verði á laggirnar undanþágunefnd vegna almannaöryggis. Þessar aðgerðir væru enn eitt skrefið en samninganefndin hafi áætlanir um fleiri aðgerðir, jafnvel allsherjarverkfall. Sólveig Anna Jónsdóttir segir Eflingu hafa áætlanir um enn frekari aðgerðir en þær sem boðaðar voru í dag.Stöð 2/Sigurjón „Við skulum vona að Samtök atvinnulífsins komi núna loksins niður á jörðina og skilji það sem ég hef sagt aftur og aftur, ásamt félögum mínum í samninganefndinni. Að eflingarfólk er tilbúið til að berjast fyrir því að við það séu gerðir góðir og sanngjarnir kjarasamningar,” segir Sólveig Anna. Eflingarfólki verði ekki gert að taka við mylsnu annarra. „Um leið og menn átta sig á þessu, samþykkja þennan raunverueika, þá auðvitað lýkur þessum aðgerðum hjá okkur. Þannig að það má sannarlega segja að ábyrgðin sé öll þeirra meginn og það er auðvitað löngu tímabært að þeir axli hana,” segir formaður Eflingar. SA telur verkfallsboðun ólöglega Samtök atvinnulífsins hafa hins vegar ákveðið að vísa þegar boðuðu verkfalli á sjö hótelum til Félagsdóms. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtakanna segir samtökin telja verkfallsboðunina ólöglega. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins telur yfirvofandi verkfall á þriðjudag ólöglegt.Stöð 2/Vísir „Þetta snýst fyrst og fremst um að verið sé að boða verkfall á meðan miðlunartillga frá Ríkissáttasemjara hefur komið fram. Þau eru í raun og veru að koma í veg fyrir að greidd verði atkvæði um þá miðlunartillögu. Það er kjarni málsins." Væntið þið þess að Félagsdómur komist fljótt að niðurstöðu? „Félagsdómur hefur sýnt það og sannað í gegnum tíðina að hann bregst hratt og örugglega við. Og við gerum ráð fyrir að svo verði í þessu tilviki einnig,“ segir framkvæmdastjóri SA. Þá hafi aðeins 43 prósent þeirra sem voru á kjörskrá greitt atkvæði með verkfallinu. „Ég hef sagt að það hljóti að vera reiðarslag fyrir forystu Eflingar að aðeins 124 félagsmenn af 284 hafi samþykkt verkfall. Það finnst mér vera afskaplega veik niðurstaða og hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir forystu Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Sólveig Anna segir niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar hins vegar mikinn sigur í þeim sjúku kringumstæðum sem atkvæðagreiðslan fór fram í. Með ólöglegum áróðri Samtaka atvinnulífsins, ofríki og hótunum inni á vinnustöðunum, stuðningi valdastéttarinnar og með fordæmalausu útspili ríkissáttasemjara. „Þá er augljóst að þarna vann Efling mikinn sigur. Það gerðist sem við vissum að myndi gerast. Að það fólk sem fékk þarna tækifæri til að ganga til atkvæða um hvort þau vildu leggja niður störf, tók þá ákvörðun. Alveg eins og við vorum búin að spá fyrir um,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir.
Kjaraviðræður 2022-23 Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33 Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13 SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10 Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Miðlunartillagan stenst að mati forsætisráðherra Forsætisráðherra metur það svo að miðlunartillaga ríkissáttasemjara í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins standist. Hún segist bera fullt traust til ríkissáttasemjara, þrátt fyrir að hann hafi verið harðlega gagnrýndur fyrir að vilja leggja miðlunartillögu sína í atkvæðagreiðslu. 31. janúar 2023 12:33
Boða fleiri verkföll á hótelum, í vörubílaakstri og olíudreifingu Samninganefnd Eflingar hefur boðað til fleiri verkfalla, sem taka til hótelkeðjanna Berjaya Hotels, hótelsins The Reykjavík Edition, til þeirra sem starfa við vörubílaakstur og olíudreifingu. Atkvæðagreiðsla meðal félagsfólks sem boðanirnar taka til verða auglýstar á vef Eflingar fyrir hádegi í dag. Aftur er um að ræða ótímabundna vinnustöðvun sem mun hefjast klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. 31. janúar 2023 11:13
SA stefna Eflingu fyrir Félagsdóm Samtök atvinnulífsins ætla að höfða mál fyrir Félagsdómi gegn Eflingu eftir að úrslit atkvæðagreiðslunnar á Íslandshótelum urðu ljós í gærkvöldi. 31. janúar 2023 08:10
Hafa samþykkt verkfallsboðun Starfsmenn Íslandshótela hafa samþykkt boðun um verkfallsaðgerðir. Rafræn atkvæðagreiðsla sem hófst á hádegi síðastliðinn þriðjudag lauk nú fyrir stuttu. Verkfall hefst í næstu viku, hafi samningar ekki náðst. 30. janúar 2023 22:04