Samkvæmt reglum sem gilda í alríkisfangelsum í Bandaríkjunum mega fangar gefa líffæri en aðeins til náinna skyldmenna. Fangar sem sitja í öðrum fangelsum geta almennt séð ekki gefið líffæri; að minnsta kosti eru engar reglur í gildi þar að lútandi.
Líffæragjafir fanga á dauðadeildum eru bannaðar.
Eins og stendur eru 104 þúsund manns að bíða líffæragjafar, þar af 59 þúsund á virkum biðlista.
Demókratinn Judith Garcia, annar þingmannanna, segir frumvarpinu ætlað að færa föngum aftur sjálfræði yfir eigin líkama. Jesse White, framkvæmdastjóri hjá Prisoners’ Legal Services of Massachusetts, segist hins vegar gjalda varhug við frumvarpinu, meðal annars vegna möguleikans á þvingunum.