„Ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn” Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 15:16 Þorkell bjóst við að skemmdirnar yrðu meiri en það sér þó á bílnum. Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson var að keyra á Suðurlandsvegi klukkan rétt rúmlega 16 í gær þegar hann mætti stærðarinnar snjóruðningstæki sem var að keyra á hinni akreininni. Bíll Þorkels varð fyrir skemmdum og hann leitar nú að ökumanni tækisins. „Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.” Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
„Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.”
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira