Stjórnarandstaðan vill sjá á spilin: „Mér er gjörsamlega misboðið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. febrúar 2023 18:35 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var allt annað en sáttur í þingsal í dag. Vísir/Vilhelm Önnur umræða um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra stendur nú yfir á Alþingi en ákveðið var að lengja þingfundinn í dag. Þingmenn Pírata og Samfylkingarinnar vildu að hlé yrði gert á umræðunni þar sem meirihlutinn hefur boðað breytingar. Einn þingmaður Pírata sagði þau eiga skilið að sjá á spilin og annar sagði stjórnarliðum ekki treystandi. Fjármálaráðherra sagði minnihlutann snúa öllu á hvolf. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir vonbrigðum með tillöguna um að lengja þingfundinn en hún sagði slíkt verða til þess að þingfundur myndi líklega standa fram á nótt. Þannig myndu eflaust margir ekki hafa tök eða vilja til að taka þátt í umræðunni. „Markmið mitt með þeirri umræðu sem á sér stað hér er að ræða frumvarpið vegna þess að ég mun ekki sofa rótt yfir því að þessi lög verði samþykkt nema ég viti með fullri vissu að fólk geri sér grein fyrir því hvað það er að samþykkja, því að ég efast í alvörunni um það. Mig langar til þess að eiga þetta samtal. Ég óska þess að við getum rætt þetta á eðlilegum tíma þegar við mætum öll hérna og erum öll hérna,“ sagði Arndís Anna. Þingmenn Pírata fóru aftur á móti fram á að hlé yrði gert á annarri umræðu og málinu tekið fyrir í nefnd til að ræða fyrirhugaðar breytingar stjórnarliða. Það geti ekki beðið til þriðju umræðu. „Til þess að við getum átt efnislega umræðu hér í annarri umferð þá hljótum við að eiga heimtingu á að sjá á spilin, sjá hvað felst í þessum tillögum. Ef þær eru þá yfir höfuð eitthvað sem stjórnarliðar geta náð saman um er eðlilegt að mæta með þær í aðra umræðu þannig að við getum rætt þær, frekar en að ýta þessu á undan sér og koma síðan kannski ekki með neitt í þriðju umræðu,“ sagði Andrés Ingi. „Hvaða vinnubrögð eru þetta eiginlega?“ Þetta tók Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, undir en fordæmi væru fyrir því að slíkt væri gert, sérstaklega þegar málin væru komin í hnút. Stjórnarliðar hafi ekki kynnt neinar breytingar þrátt fyrir heila viku af umræðum. „Þau vilja ekki upplýsa þingið um það hvaða breytingum þetta frumvarp kemur til með að taka í nefndinni. Hvernig er hægt að ætlast til þess að umræða hérna verði lýðræðisleg og efnisrík þegar þau halda bara einhverri leynd yfir þessum mögulegu breytingum. Hvaða vinnubrögð eru þetta eiginlega?,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi, Arndís Anna, Björn Leví og Helga Vala tjáðu sig um lengri umræðu um útlendingafrumvarpið í dag. Vísir/Samsett Þá bar á góma að um tafir væri að ræða af hálfu stjórnarandstöðunnar en Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að aðeins vika væri liðin af þinginu eftir áramót. „Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvaldið, tekur mál sem eru með endalaust mikið af neikvæðum umsögnum sem er ekkert brugðist við og ætlast til að það sé ekki talað um það. Auðvitað verður talað um allar þessar neikvæðu umsagnir sem meiri hlutinn er ekki að gera neitt við. Þess vegna, þegar ríkisstjórnin setur þetta mál sem fyrsta mál á dagskrá, tekur það þann tíma sem það þarf að taka. Ef sagt er að það sé að tefja önnur mál þá á bara að setja önnur mál fyrst á dagskrá,“ sagði Björn Leví. Mikið svigrúmhafi verið til umræðu og komið til móts við minnihlutann Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, tók upp varnir og vildi að því væri haldið til haga að frumvarpið hafi komið fram síðasta vor en samið um að það færi á dagskrá í haust. Fyrir jól hafi síðan verið samið um að málið kæmi aftur til umræðu í nefndaviku í upphafi árs. Þau hafi boðað framhaldsnefndarálit til að bregðast við gestakomum og ábendingum. „Þetta er mjög skýrt og það er ekkert því til fyrirstöðu að við klárum aðra umræðu svo við getum einhent okkur í það að taka málið aftur inn á milli annarrar og þriðju umræðu og bregðast við því sem fram hefur komið síðan þá. Þá getum við vonandi farið að klára þetta mál fljótlega svo við getum farið að snúa okkur að enn mikilvægari málum er varða umræðu um útlendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ítrekuðu þá aftur að málið væri vanreifað og stjórnarliðar hafi sjálfir sagt að ræða þyrfti málin betur. Björn Leví sagði stjórnarliðum ekki treystandi til að taka málið eftir aðra umræðu og gera nægilega góðar breytingar á málinu til þess að það uppfylli mannréttindasjónarmið. Að lokum var Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra nóg boðið og sagði þingmennina snúa öllu á hvolf í umræðunni. Málið hafi fengið verulegan tíma auk þess sem komið hafi verið til móts við sjónarmið minni hlutans, sem slái um sig með lýðræðishugtökum. „Þetta sama fólk telur sig þess umkomið að skipa fólki að koma í umræðuna hér á þingi eins og það eigi að lúta fyrirmælum Pírata eða annarra þingflokka um það hvort það tekur þátt í umræðunni. Mér er gjörsamlega misboðið hvernig þeir sem eru ekki í neinu öðru en margra daga málþófi í þinginu þykjast geta talað til annarra þingmanna um það hvernig þingstörfin eigi að fara fram,“ sagði Bjarni Benediktsson. Önnur umræða stendur nú yfir og er viðbúið að málið verði rætt fram á nótt. Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Grasrótin hristir upp í VG fyrir fund um útlendingamál Hópur fólks innan Vinstri grænna segir nýtt frumvarp um útlendinga einkennast af útlendingaandúð. Frumvarpið virðist hafa það að markmiði að neita fleirum um hæli á enn meiri hraða en áður. 27. janúar 2023 19:43 Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. 25. janúar 2023 11:41 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, lýsti yfir vonbrigðum með tillöguna um að lengja þingfundinn en hún sagði slíkt verða til þess að þingfundur myndi líklega standa fram á nótt. Þannig myndu eflaust margir ekki hafa tök eða vilja til að taka þátt í umræðunni. „Markmið mitt með þeirri umræðu sem á sér stað hér er að ræða frumvarpið vegna þess að ég mun ekki sofa rótt yfir því að þessi lög verði samþykkt nema ég viti með fullri vissu að fólk geri sér grein fyrir því hvað það er að samþykkja, því að ég efast í alvörunni um það. Mig langar til þess að eiga þetta samtal. Ég óska þess að við getum rætt þetta á eðlilegum tíma þegar við mætum öll hérna og erum öll hérna,“ sagði Arndís Anna. Þingmenn Pírata fóru aftur á móti fram á að hlé yrði gert á annarri umræðu og málinu tekið fyrir í nefnd til að ræða fyrirhugaðar breytingar stjórnarliða. Það geti ekki beðið til þriðju umræðu. „Til þess að við getum átt efnislega umræðu hér í annarri umferð þá hljótum við að eiga heimtingu á að sjá á spilin, sjá hvað felst í þessum tillögum. Ef þær eru þá yfir höfuð eitthvað sem stjórnarliðar geta náð saman um er eðlilegt að mæta með þær í aðra umræðu þannig að við getum rætt þær, frekar en að ýta þessu á undan sér og koma síðan kannski ekki með neitt í þriðju umræðu,“ sagði Andrés Ingi. „Hvaða vinnubrögð eru þetta eiginlega?“ Þetta tók Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, undir en fordæmi væru fyrir því að slíkt væri gert, sérstaklega þegar málin væru komin í hnút. Stjórnarliðar hafi ekki kynnt neinar breytingar þrátt fyrir heila viku af umræðum. „Þau vilja ekki upplýsa þingið um það hvaða breytingum þetta frumvarp kemur til með að taka í nefndinni. Hvernig er hægt að ætlast til þess að umræða hérna verði lýðræðisleg og efnisrík þegar þau halda bara einhverri leynd yfir þessum mögulegu breytingum. Hvaða vinnubrögð eru þetta eiginlega?,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi, Arndís Anna, Björn Leví og Helga Vala tjáðu sig um lengri umræðu um útlendingafrumvarpið í dag. Vísir/Samsett Þá bar á góma að um tafir væri að ræða af hálfu stjórnarandstöðunnar en Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, benti á að aðeins vika væri liðin af þinginu eftir áramót. „Það er meiri hlutinn sem fer með dagskrárvaldið, tekur mál sem eru með endalaust mikið af neikvæðum umsögnum sem er ekkert brugðist við og ætlast til að það sé ekki talað um það. Auðvitað verður talað um allar þessar neikvæðu umsagnir sem meiri hlutinn er ekki að gera neitt við. Þess vegna, þegar ríkisstjórnin setur þetta mál sem fyrsta mál á dagskrá, tekur það þann tíma sem það þarf að taka. Ef sagt er að það sé að tefja önnur mál þá á bara að setja önnur mál fyrst á dagskrá,“ sagði Björn Leví. Mikið svigrúmhafi verið til umræðu og komið til móts við minnihlutann Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, tók upp varnir og vildi að því væri haldið til haga að frumvarpið hafi komið fram síðasta vor en samið um að það færi á dagskrá í haust. Fyrir jól hafi síðan verið samið um að málið kæmi aftur til umræðu í nefndaviku í upphafi árs. Þau hafi boðað framhaldsnefndarálit til að bregðast við gestakomum og ábendingum. „Þetta er mjög skýrt og það er ekkert því til fyrirstöðu að við klárum aðra umræðu svo við getum einhent okkur í það að taka málið aftur inn á milli annarrar og þriðju umræðu og bregðast við því sem fram hefur komið síðan þá. Þá getum við vonandi farið að klára þetta mál fljótlega svo við getum farið að snúa okkur að enn mikilvægari málum er varða umræðu um útlendinga,“ sagði Bryndís Haraldsdóttir. Þingmenn stjórnarandstöðunnar ítrekuðu þá aftur að málið væri vanreifað og stjórnarliðar hafi sjálfir sagt að ræða þyrfti málin betur. Björn Leví sagði stjórnarliðum ekki treystandi til að taka málið eftir aðra umræðu og gera nægilega góðar breytingar á málinu til þess að það uppfylli mannréttindasjónarmið. Að lokum var Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra nóg boðið og sagði þingmennina snúa öllu á hvolf í umræðunni. Málið hafi fengið verulegan tíma auk þess sem komið hafi verið til móts við sjónarmið minni hlutans, sem slái um sig með lýðræðishugtökum. „Þetta sama fólk telur sig þess umkomið að skipa fólki að koma í umræðuna hér á þingi eins og það eigi að lúta fyrirmælum Pírata eða annarra þingflokka um það hvort það tekur þátt í umræðunni. Mér er gjörsamlega misboðið hvernig þeir sem eru ekki í neinu öðru en margra daga málþófi í þinginu þykjast geta talað til annarra þingmanna um það hvernig þingstörfin eigi að fara fram,“ sagði Bjarni Benediktsson. Önnur umræða stendur nú yfir og er viðbúið að málið verði rætt fram á nótt.
Alþingi Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Grasrótin hristir upp í VG fyrir fund um útlendingamál Hópur fólks innan Vinstri grænna segir nýtt frumvarp um útlendinga einkennast af útlendingaandúð. Frumvarpið virðist hafa það að markmiði að neita fleirum um hæli á enn meiri hraða en áður. 27. janúar 2023 19:43 Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. 25. janúar 2023 11:41 Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Grasrótin hristir upp í VG fyrir fund um útlendingamál Hópur fólks innan Vinstri grænna segir nýtt frumvarp um útlendinga einkennast af útlendingaandúð. Frumvarpið virðist hafa það að markmiði að neita fleirum um hæli á enn meiri hraða en áður. 27. janúar 2023 19:43
Segir dómsmálaráðherra bjóða upp á útvatnað ræksni Þingmenn fluttu tæplega hundrað og fimmtíu ræður á um átta klukkustundum um útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Formaður Miðflokksins kallar frumvarpið ræksni málamiðlana milli skynsemishyggju og fullkominnar vitleysu. 25. janúar 2023 11:41
Útlendingafrumvarpið eina þingmálið á dagskrá Alþingi kemur saman á ný í dag og hefst þingfundur klukkan 15. Á dagskrá er óundirbúinn fyrirspurnartími og önnur umræða um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra. 23. janúar 2023 06:54