Færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að vera með þrennu í leik: „Úúúúúúúúúú“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 10:30 Nikola Jokic með boltann í leik með Denver Nuggets. Liðið tapar ekki þegar hann er með þrennu. AP/David Zalubowski Nikola Jokic hefur átt enn eitt frábæra tímabilið með liði Denver Nuggets í NBA deildinni í körfubolta og eftir stórleiki í vikunni þá kom hann tölfræði sinni upp í þrennu að meðaltali í leik. Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage) NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira
Þessi 27 ára gamli serbneski miðherji er einn allra besti sendingamaður deildarinnar og liðsfélagar hans fá hvað eftir annað boltann frá honum í frábærum færum. Jokic, sem hefur verið kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar undanfarin tvö tímabil, er með 25,0 stig, 11,1 frákast og 10,1 stoðsendingu að meðaltali í leik eftir 45 fyrstu leikina. Back-to-back 20/10/15 games for Nikola Jokic 22 PTS 14 REB 16 AST pic.twitter.com/neOKo4zGJ7— NBA (@NBA) February 3, 2023 Hann náði sextándu og sautjándu þrennu sinni á tímabilinu í sigrum á New Orleans Pelicans og Golden State Warriors þar sem miðherjinn útsjónarsami bauð upp á 26 stig, 18 fráköst og 15 stoðsendingar á 38 mínútum á móti Pelíkönunum og svo 22 stig, 14 fráköst og 16 stoðsendingar á 33 mínútum á móti meisturum Golden State. Nuggets liðið hefur unnið alla sautján leikina þar sem hann er með þrennu og liðið er á miklu skriði því hann er búinn að vera með þrennu í átta af síðustu tíu leikjum. Jokic var með 27,1 stig, 13,8 fráköst og 7,9 stoðsendingar í leik í fyrravetur og veturinn á undan var hann með 26,4 stig, 10,8 fráköst og 8,3 stoðsendingar í leik. Bæði árin var hann kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eftir fyrri þrennuleikinn var Serbinn spurður út í þá staðreynd að hann væri með þrennu að meðaltali en bauð upp á frekar fyndin viðbrögð eins og sjá má hér fyrir neðan. Það er ljóst að þú færð ekki Jokic til að gera mikið úr því að hann sé með þrennu að meðaltali. Svarið var fyndið „úúúúúúúúúú“ sem fékk blaðamenn til að skella upp úr. View this post on Instagram A post shared by Basketball Coverage (@basketballcoverage)
NBA Mest lesið Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Sú besta kláraði æfingu fótbrotin og óvissa um leikinn við Ísland Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri Sjá meira