Ferð til Vestmannaeyja - Örsaga um orkuskipti Sævar Helgi Bragason skrifar 3. febrúar 2023 11:30 Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma. En þegar heim var komið rann það loks upp fyrir mér. Ég hafði fengið nasasjón af framtíðinni. Ég ók nefnilega rafbíl í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn flutti rafknúinn Herjólfur okkur farþegana til Vestmannaeyja. Í Vestmanneyjum leigði ég svo Hopp-rafhlaupahjól við landganginn. Fimm mínútum eftir að rafferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bóksafnið. Fyrir fáeinum árum hefði ég losað nærri 50 kg af gróðurhúsalofttegundum á sama ferðalagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin 0 kg af gróðurhúsalofttegundum því allt ferðalagið var knúið hreinni innlendri raforku. Loftið var hreinna og hávaðinn miklu minni. Enginn þurfti að anda að sér sóti og bensíngufum úr rafbílnum eða ferjunni. Það var notalegt að standa úti á dekki í Herjólfi og hlusta á hafið og vindinn en ekki hávær vélahljóð. Sjávarloftið var líka merkilega ferskara en díselbræla gráu fortíðarinnar. Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensínbíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og fargjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildarkostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði fortíðar-ég orðið fórnarlamb eigin leti og tekið bensínbíl með í ferjuna. Fjórfalt ódýrara. Býsna góður sparnaður það. Þriðju orkuskiptin eru hafin. Þvílíkt gæfuspor fyrir lungu okkar, eyru, andrúmsloft og fjárhag. Drífum þetta almennilega af stað. Framtíðin er núna. Höfundur er vísindamiðlari og jarðarbúi sem horfir björtum augum á framtíðina Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Helgi Bragason Vestmannaeyjar Samgöngur Umhverfismál Rafhlaupahjól Vistvænir bílar Mest lesið Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í fyrra var mér boðið að heimsækja bókasafnið í Vestmannaeyjum. Það var yndisleg og skemmtileg heimsókn í alla staði. Vestmannaaeyjar eru enda með fallegustu stöðum landsins. Innsiglingin stórfengleg og bæjarstæðið engu líkt. Þangað er eiginlega alltaf gaman að koma. En þegar heim var komið rann það loks upp fyrir mér. Ég hafði fengið nasasjón af framtíðinni. Ég ók nefnilega rafbíl í Landeyjahöfn. Úr Landeyjahöfn flutti rafknúinn Herjólfur okkur farþegana til Vestmannaeyja. Í Vestmanneyjum leigði ég svo Hopp-rafhlaupahjól við landganginn. Fimm mínútum eftir að rafferjan lagðist að bryggju var ég kominn á bóksafnið. Fyrir fáeinum árum hefði ég losað nærri 50 kg af gróðurhúsalofttegundum á sama ferðalagi, fram og til baka. Í þetta sinn var losunin 0 kg af gróðurhúsalofttegundum því allt ferðalagið var knúið hreinni innlendri raforku. Loftið var hreinna og hávaðinn miklu minni. Enginn þurfti að anda að sér sóti og bensíngufum úr rafbílnum eða ferjunni. Það var notalegt að standa úti á dekki í Herjólfi og hlusta á hafið og vindinn en ekki hávær vélahljóð. Sjávarloftið var líka merkilega ferskara en díselbræla gráu fortíðarinnar. Aksturinn fram og til baka kostaði rétt rúmar 900 kr. Á bensínbíl hefði ferðin kostað mig tíu sinnum meira, rúmar 9000 kr. Hopp-leigan kostaði 300 kr. og fargjaldið í Herjólf 2200 kr. Heildarkostnaður því 3400 kr en ekki 14.500 kr hefði fortíðar-ég orðið fórnarlamb eigin leti og tekið bensínbíl með í ferjuna. Fjórfalt ódýrara. Býsna góður sparnaður það. Þriðju orkuskiptin eru hafin. Þvílíkt gæfuspor fyrir lungu okkar, eyru, andrúmsloft og fjárhag. Drífum þetta almennilega af stað. Framtíðin er núna. Höfundur er vísindamiðlari og jarðarbúi sem horfir björtum augum á framtíðina
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun