Atvinnuflugmenn segja ákvörðun Jóns óforsvaranlega Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2023 11:00 Atvinnuflugmenn gagnrýna ákvörðun Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra harðlega. Vísir/Vilhelm Félag íslenskra atvinnuflugmanna segir ákvörðun dómsmálaráðherra um að hætta rekstri flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, sé óforsvaranleg og ólögleg. Félagið mun mögulega leita atbeina Félagsdóms gerist þess þörf. Á miðvikudaginn var greint frá því að hætta ætti rekstri TF-SIF, segja öllum flugmönnum hennar upp og selja vélina. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir ákvörðunina og hefur formaður fjárlaganefndar boðað til aukafundar vegna sölunnar. Í ályktun sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sendi frá sér í gær segir að ákvörðunin sé óverjanleg með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga og samstarfs íslenska ríkisins við önnur ríki. Ákvörðunin vegi að þjóðaröryggisstefnu Íslands. „Í ljósi þess má vænta að ráðherra hafi heldur ekki upplýst þjóðaröryggisráð um áform sín áður en hann réðist til verka og þannig brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum um þjóðaröryggisráð,“ segir í ályktuninni. Þá kemur fram að Landhelgisgæslan geti ekki uppfyllt skyldur sínar án sérútbúinnar flugvélar. Leitar- og björgunarsvæði Íslands er um 1,9 milljónir ferkílómetra. „Hvorki í lögum um Landhelgisgæsluna né í lögum um loftferðir er að finna heimildir til að framselja skyldur stofnunarinnar um öryggisgæslu og löggæslu á hafinu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, samninga við önnur ríki og ákvæði laga,“ segir í ályktuninni. FÍA útilokar ekki að uppsagnir á flugmönnum vélarinnar fari fyrir Félagsdómi komi til þess. Að mati félagsins eru uppsagnirnar grimm atlaga að starfsmönnum Landhelgisgæslunnar þar sem engin heimild er í fjárlögum fyrir sölunni. Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25 Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 2. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Á miðvikudaginn var greint frá því að hætta ætti rekstri TF-SIF, segja öllum flugmönnum hennar upp og selja vélina. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur verið gagnrýndur fyrir ákvörðunina og hefur formaður fjárlaganefndar boðað til aukafundar vegna sölunnar. Í ályktun sem Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) sendi frá sér í gær segir að ákvörðunin sé óverjanleg með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga og samstarfs íslenska ríkisins við önnur ríki. Ákvörðunin vegi að þjóðaröryggisstefnu Íslands. „Í ljósi þess má vænta að ráðherra hafi heldur ekki upplýst þjóðaröryggisráð um áform sín áður en hann réðist til verka og þannig brugðist skyldum sínum samkvæmt lögum um þjóðaröryggisráð,“ segir í ályktuninni. Þá kemur fram að Landhelgisgæslan geti ekki uppfyllt skyldur sínar án sérútbúinnar flugvélar. Leitar- og björgunarsvæði Íslands er um 1,9 milljónir ferkílómetra. „Hvorki í lögum um Landhelgisgæsluna né í lögum um loftferðir er að finna heimildir til að framselja skyldur stofnunarinnar um öryggisgæslu og löggæslu á hafinu í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands, samninga við önnur ríki og ákvæði laga,“ segir í ályktuninni. FÍA útilokar ekki að uppsagnir á flugmönnum vélarinnar fari fyrir Félagsdómi komi til þess. Að mati félagsins eru uppsagnirnar grimm atlaga að starfsmönnum Landhelgisgæslunnar þar sem engin heimild er í fjárlögum fyrir sölunni.
Landhelgisgæslan Öryggis- og varnarmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37 Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25 Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 2. febrúar 2023 11:33 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hristir hausinn yfir ákvörðun Jóns því vélina megi alls ekki selja Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra á þeim tíma sem flugvélin TF-SIF varð hluti af flota Landhelgisgæslunnar, er hissa á tíðindum af fyrirhugaðri sölu vélarinnar. Hans skoðun er einföld. Vélina megi alls ekki selja. Þá setur hann spurningamerki við að Ísland vilji ekki stolt leggja sitt af mörkum við gæslustörf fyrir Miðjaðarhafi. 2. febrúar 2023 16:37
Dómsmálaráðherra hefur ekki heimild til að selja TF-SIF Engin heimild er í fjárlögum þessa árs til sölu á TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar. Áform dómsmálaráðherra um sölu flugvélarinnar komu formanni fjárlaganefndar á óvart og telur hann nauðsynlegt að nefndin komi saman til að ræða þessi mál strax á morgun. Fjölmargir þingmenn lýstu hneykslan sinni á ákvörðun dómsmálaráðherra á Alþingi í morgun. 2. febrúar 2023 12:25
Í algjöru áfalli og skilja ekkert í fyrirhugaðri sölu Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, segir vísindamenn og viðbragðsaðila í áfalli vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra um að selja TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar. 2. febrúar 2023 11:33