Ekkert meitlað í stein þó að spáin um krabbameinstilfelli sé sláandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. febrúar 2023 21:01 Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, segir Íslendinga eiga eftir að ganga í gegnum öldrun þjóðarinnar líkt og önnur lönd hafa gert. Vísir/Ívar Fannar Eftir tæp tuttugu ár munu um þúsund fleiri greinast með krabbamein samanborið við það sem nú er, ef spár ganga eftir. Framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins segir að heilbrigðiskerfið sé þegar komið að þolmörkum og bregðast verði við með skýrum aðgerðum. Þó staðan sé þung sé enn svigrúm til að bregðast við. Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla. Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Krabbameinstilfellum hefur fjölgað stöðugt síðastliðin ár og heldur sú þróun áfram í framtíðinni ef marka má nýjustu spá Krabbameinsfélagsins sem byggir á gögnum frá gagnagrunni Samtaka norrænna krabbameinsskráa. Gert er ráð fyrir að ríflega 52 prósent aukning verði á fjölda nýrra krabbameinstilfella á Íslandi árið 2040. Árið 2020 voru tilfellin rúmlega átján hundruð en verða tæplega 2800 árið 2040 ef spár ganga eftir. „Fyrst og fremst þá fylgir þetta öldrun þjóðarinnar, og auðvitað mannfjöldaaukningu líka. Við lýsum þessu gjarnan þannig að það er eins og maður standi úti í á og maður er að reyna að komast yfir en straumurinn, hann þyngist stöðugt,“ segir Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins, um ástæðuna fyrir þessari aukningu. Þegar litið er til annarra landa er fyrirsjáanleg fjölgun langmest á Íslandi af hinum Norðurlöndunum, næstmest er hún í Noregi og minnst í Danmörku. Þegar litið er á Evrópu í heild er gert ráð fyrir að meðaltali 21 prósent aukningu þar. Aukningin verður meiri á Íslandi en á Norðurlöndunum. Í Evrópu verður aukningin að meðaltali 21 prósent. Grafík/Sara Rut Halla segir muninn helst skýrast af því að Ísland skeri sig úr þar sem við erum ung þjóð, önnur lönd hafi tekið út sína öldrun ef svo mætti segja. Þá séu íslenskar konur frjósamari en víða annars staðar. Þannig er ekki þannig að krabbamein sé algengara hér. Enn hægt að bregðast við þó staðan sé þung Engu að síður segir hún að um sé að ræða sláandi tölur. Heilbrigðiskerfið sé komið að þolmörkum, sama hvar sé gripið niður, og muni róðurinn aðeins þyngjast með aukningu krabbameinstilfella. „Það er einfaldlega þannig að þetta gerir auðvitað bara þá kröfu að við bregðumst við. Við getum ekki náð þeim, og viðhaldið þeim góða árangri sem er í dag í sambandi við krabbamein nema að grípa til aðgerða,“ segir Halla. Hægt sé að bregðast við með markvissum, samstilltum og vel tímasettum og fjármögnuðum aðgerðum. „Þetta er auðvitað ekki meitlað í stein. Það sem blasir við líka er að það þarf að setja miklu meira afl í forvarnir, það þarf að grípa til aðgerða sem að gera það að verkum að tilfellunum fækki,“ segir Halla og bendir á að heilbrigður lífsstíll geti hjálpað sem og það að meinin séu greind snemma. Góðu fréttirnar eru að enn sé svigrúm. „Þó að staðan sé þung í dag þá er þessi staða sem við erum að lýsa árið 2040. Þannig ef að við raunverulega brettum upp ermarnar og virkilega einbeitum okkur að verkefninu, tökum það alvarlega og bregðumst við, þá getum við gert það. Það er enginn vafi á því,“ segir Halla.
Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira