Verkfall Eflingar fær grænt ljós og Sólveig heldur fast í kjörskrána Atli Ísleifsson skrifar 6. febrúar 2023 14:34 Sólveig Anna var í skýjunum með niðurstöðuna í Félagsdómi. Hún ætlar ekki að afhenda félagatal Eflingar að svo stöddu þrátt fyrir dóm þess efnis í héraði í morgun. Vísir/Vilhelm Félagsdómur fellst ekki á kröfur Samtaka atvinnulífsins að boðað verkfall hjá félagsmönnum Eflingar hafi verið ólögmætt. Verkfallsaðgerðir Eflingar á Íslandshótelum hefjast að óbreyttu á hádegi á morgun. Formaður Eflingar fagnar sigri og ætlar ekki að afhenda sáttasemjara kjörskrá Eflingarfélaga strax. Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sjá meira
Dómur var kveðinn upp í Félagsdómi á þriðja tímanum. Þrír dómarar af fimm í Félagsdómi töldu verkfallsboðun Eflingar lögmæta. Tveir dómaranna skiluðu sératkvæði. Samtök atvinnulífsins töldu að verkfallsaðgerðirnar stæðust ekki lög og að ekki mætti hefja verkfallsaðgerðir fyrr en félagsfólk Eflingar hefði fellt eða samþykkt miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu. Það féllst Félagsdómur ekki á. Ætlar ekki að afhenda kjörskrá Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir ekki koma til greina að bíða með verkföll á meðan hluti málanna verður fyrir dómi. Hún segir þetta mikinn sigur fyrir íslenska verkalýðshreyfingu og sömuleiðis mikinn sigur fyrir sig persónulega. „Við unnum núna. Það eru orð að sönnu,“ segir Sólveig Anna. „Þetta verkfall er löglegt. Aðgerðir hefjast á morgun á hádegi.“ Félagið beið lægri hlut í héraðsdómi í morgun þar sem stéttarfélagið var skikkað til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá sína. Efling kærði þann úrskurð til Landsréttar. „Í ljósi þessarar niðurstöðu þá hlýtur að fara svo að við fáum flýtimeðferð með kæru okkar vegna þess úrskurðar sem kveðinn var upp í héraðsdómi rétt áðan um afhendingu á kjörskrá,“ segir Sólveig Anna. Þangað til verði ekkert afhent. „Meðan við bíðum eftir niðurstöðu æðra dómsvalds þá afhendum við ekki kjörskrána.“ Þá lagði Sólveig Anna áherslu á að um ekki væri aðeins að ræða sigur fyrir Eflingu heldur verkalýðshreyfinguna. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að úrskurður Félagsdóms sé vonbrigði, en bendir á í samtali við fréttastofu að þrír dómarar hafi sagt nei en tveir skilað sératkvæði. Hann segir að stóri dómurinn sé sá sem hafi fallið í morgun. Eðlilegt sé að gera kröfu um að Efling fresti boðuðu verkfalli í ljósi þess að héraðsdómur hafi úrskurðað í morgun að Efling skuli afhenda félagatal sitt sáttasemjara. „Embættismenn hljóta að fara í að ná í félagatalið úr krumlum Eflingar,“ segir Halldór Benjamín. Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í morgun að ríkissáttasemjari ætti að fá afhent félagatal Eflingar til að hægt væri að greiða atkvæði um miðlunartillögu sáttasemjara í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Efling neitaði að afhenda ríkissáttasemjari félagatalið, en fyrir lá að ef niðurstaða yrði á þessa leið myndi Efling áfrýja málinu til Landsréttar.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17 Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37 Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fleiri fréttir Oscar einn af fimmtíu sem fær íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Sjá meira
Ríkissáttasemjari fái félagatalið afhent Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu klukkan 13:15. 6. febrúar 2023 13:17
Í beinni: Dómstólar kveða upp dóma sína í kjaradeilunni Von er á því að bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Félagsdómur komist að niðurstöðu varðandi það annars vegar hvort Efling þurfi að afhenda sáttasemjara félagatal sitt og hins vegar hvort boðað verkfall tæplega þrjú hundruð félagsmanna Eflingar á morgun standist lög. 6. febrúar 2023 12:37