Færa gesti á önnur hótel til að ráða við verkföllin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 7. febrúar 2023 15:28 Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, gerir ráð fyrir að loka þurfi einhverjum hótelana á næstu dögum. Vísir/Arnar Forstjóri Íslandshótela, þar sem Eflingarliðar hafa lagt niður störf, segir að hótelin hafi þurft að færa gesti á önnur hótel. Hann sér ekki fyrir sér að öll sjö hótel Íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu geti verið opin ef verkföllin vara í nokkra daga. „Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð. Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
„Þetta er auðvitað erfið staða sem upp er komin og þetta er flókið verkefni að reyna að halda úti starfsemi á hótelunum. Við höfum þurft að loka veitingastöðum og öðru slíku sem við náum bara ekki að halda opnu. Aðalfókusinn er að reyna að tryggja öryggi gesta þannig að við erum í því núna,“ segir Davíð Torfi Ólafsson, forstjóri Íslandshótela, í samtali við fréttastofu. Þurfi að loka eftir nokkra daga Enn sé auðvitað hluti starfsfólk við vinnu enda ekki allir í Eflingu. Flestallt starfsfólk í móttöku, eldhúsi og þjónustu sé í VR og Matvís. „Svo er auðvitað ákveðið fólk sem má vinna eins og eigendur. Þannig að við erum að reyna að brúa það sem hægt er en þetta er auðvitað erfitt. Við höfum þurft að flytja gesti af hótelunum í stórum stíl og við munum ekki ná að halda mörgum hótelunum opnum í marga daga í verkfalli. Þannig að þetta verður mjög þungt,“ segir Davíð. Verkföll hjá Eflingarliðum á Íslandshótelum hófust klukkan tólf á hádegi og eru ótímabundin. Boðuðu hafa verið verkföll á Berjaya hótelum, Edition hótelinu og svo hjá Olíudreifingu, Skeljungi og Samskipum. Atkvæðagreiðslu um verkfallsboðunina lýkur klukkan 18 í kvöld og má búast við að niðurstaða liggi fyrir fljótlega eftir það. Verði þau verkföll samþykkt hefjast þau klukkan tólf á hádegi 15. febrúar. „Við erum ekki verkfallsbrjótar“ Davíð segir að allar hendur sem megi vinna handtak muni gera það. „Allt okkar fólk var tilbúið að hjálpa til og lagði á sig ákveðna hluti bara til að hafa stöðuna eins góða og hægt er þegar verkfallið skall á í hádeginu,“ segir Davíð. Hann gerir ráð fyrir að samninganefnd Eflingar gangi milli hótelanna á morgun. „Og sjá til þess að farið sé eftir lögum og reglum. Við að sjálfsögðu gerum það. Við erum ekki verkfallsbrjótar.“ Hann voni að miðlunartillaga ríkissáttasemjara verði lögð í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks Eflingar sem fyrst. Hann og aðrir stjórnendur hjá Íslandshótelum hafi samúð með kröfum launafólks. „Að sjálfsögðu gerum við það og við fylgjum bara kjarasamningum. Það erum ekki við sem semjum þessa taxta heldur eru það stéttarfélögin,“ segir Davíð.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52 Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24 Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Sjá meira
Hefur lagt fram aðfararbeiðni hjá sýslumanni til að fá kjörskrána Ríkissáttasemjari segist ekki líta svo á að hann sé vanhæfur um að miðla málum milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu. Efling lýsti í morgun yfir vantrausti á sáttasemjara vegna miðlunartillögunnar se hann hefur sett fram. 7. febrúar 2023 13:52
Segir SA líta svo á að verkafólk eigi hvorki betri laun né líf skilið Starfsmenn Íslandshótela sem hófu verkfall klukkan 12 á hádegi hafa safnast saman í Iðnó á baráttufundi Eflingar. Meðlimur í samninganefnd Eflingar segir Samtök atvinnulífsins ekki vilja ræða málin og líta svo á að félagsmenn Eflingar eigi hvorki betri laun, vinnuaðstöðu né líf skilið. 7. febrúar 2023 13:24
Verkfall er hafið á Íslandshótelum Verkföll eru hafin hjá Eflingarfélögum á Íslandshótelum. Tæplega þrjú hundruð starfsmenn hótelanna lögðu niður störf klukkan tólf á hádegi og hafa þeir safnast saman í Iðnó. 7. febrúar 2023 12:30