Risaskipti í NBA: Durant fer vestur til Phoenix Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2023 07:32 Kevin Durant vildi losna frá Brooklyn Nets og mun leika með Phoenix SUns. Getty Í annað sinn í vikunni hefur stórstjarna yfirgefið Brooklyn Nets því bandarískir fjölmiðlar greina frá því að Kevin Durant sé genginn til liðs við Phoenix Suns. Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla. NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira
Á þriðjudaginn varð ljóst að Kyrie Irving færi frá Nets en hann gekk í raðir Dallas Mavericks. Og nú er stærsta stjarna Brooklyn, Durant, farinn til Phoenix samkvæmt helstu miðlum í Bandaríkjunum. Brooklyn fær stóran pakka í staðinn fyrir Durant en samkvæmt Shams Charania hjá The Athletic fara Mikal Bridges og Cam Johnson til Brooklyn auk þess sem félagið fær fjóra fyrstu umferðar valrétti og frekari uppbót tengda nýliðavali. Brooklyn fær einnig framherjann Jae Crowder en T.J. Warren fer til Phoenix. The Nets are trading Kevin Durant to the Phoenix Suns for a package including Mikal Bridges, Cam Johnson, four first-round picks and additional draft compensation, league sources tell @TheAthletic @Stadium. https://t.co/fJoFHv3i7M— Shams Charania (@ShamsCharania) February 9, 2023 Adrian Wojnarowski hjá ESPN segir að valréttirnir fjórir gildi 2023, 2025, 2027 og 2029, og að árið 2028 geti Phoenix skipt á valréttum. Hann segir jafnframt að Durant hafi ýtt á eftir félagaskiptunum og nýi eigandinn hjá Phoenix, Mat Ishbia, gengið í verkið. Durant, sem er 34 ára, hefur skorað að meðaltali 29,7 stig í 39 leikjum á þessari leiktíð. Samkvæmt Sports Illustrated á hann að fá 200 milljónir Bandaríkjadala á næstu fjórum leiktíðum, vegna samnings sem gildir út tímabilið 2025-26. Durant skilur við Brooklyn í 5. sæti austurdeildarinnar þrátt fyrir 116-112 tap gegn Phoenix í gær, og er liðið með 33 sigra en 22 töp. Durant kom til Brooklyn frá Golden State Warriors árið 2019 og er því mættur aftur í vesturdeildina, þar sem Phoenix er í 4. sæti. Westbrook til Utah og Russell til Lakers ESPN og The Athletic hafa einnig greint frá því að Russell Westbrook fari til Utah Jazz en að félagið fái D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves á nýjan leik, í félagaskiptafléttu sem inniheldur átta leikmenn og þrjú lið. Lakers fá Russell, Malik Beasley og Jarred Vanderbilt en Utah fær Westbrook, Juan Toscano-Anderson og Damian Jones auk fyrstu umferðar valrétt árið 2027 frá Lakers. Minnesota fær svo Mike Conley, Nickeil Alexander-Walker og þrjá 2. umferðar valrétti, árin 2024, 2025 og 2026. Irving, fyrrverandi liðsfélagi Durants, skoraði 24 stig og gaf fimm stoðsendingar í 110-104 sigri Dallas gegn LA Clippers í fyrsta leik sínum fyrir Dallas í nótt. Irving sá til þess að Dallas hafði betur þrátt fyrir fjarveru Luka Doncic sem missti af þriðja leiknum í röð vegna hælmeiðsla.
NBA Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Sjá meira