Ber láglaunafólk ábyrgð á stöðugleikanum? Sandra B. Franks skrifar 10. febrúar 2023 08:30 Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Í þessari viku hófust verkföll á Íslandi. Og í þessari viku hækkuðu vextir, sem eru ekkert annað en verð á peningum. Matarkarfan okkar verður dýrari með hverjum mánuðinum. Verðbólgan er í tæpum 10% en með henni rýrnar virði peninganna okkar. Ísland er samt gott land, en augljóslega ekki fyrir alla. Iðulega getum við státað okkur af því að vera tíunda ríkasta land í heimi! Við búum að mikilvægum mannauð og náttúruauðlindum. Hér er mikil atvinnuþátttaka og nálægð við stórfjölskyldurnar, sem eru í reynd ómetanleg gæði. Í þessari tilveru okkar er hrópandi mótsögn. Á Íslandi býr fólk sem á erfitt með að ná endum saman. Fyrir suma eru hver mánaðarmót erfið því þá eru peningarnir búnir. Fólk stendur frammi fyrir þeim ómöguleika að tryggja börnum sínum sömu tækifæri og jafnaldrar þeirra búa við. Hjá hópi fólks er húsnæðisöryggi fjarlægur veruleiki. Og dæmi eru um að fólk leitar ekki til heilbrigðiskerfisins vegna skorts á peningum. Verkalýðsbarátta er mannréttindabarátta Það er erfitt að tilheyra láglaunahópi á Íslandi. Bakgrunnur og aðstæður fólks er allskonar. Sumir eru ófaglærðir aðrir með formlega menntum, sumir eru ungir að árum og aðrir eru gamlir, sumir eru af erlendu bergi brotinn og aðrir kenna sig við íslenska ættarboga, sumir glíma við örorku og aðrir eru hraustir. Stundum mynda þessir einstaklingar hópa, og í sumum hópum eru jafnvel bara konur, - láglaunakonur. Verkalýðsbarátta snýst fyrst og fremst um bætt kjör. Lífskjör sem gera manni kleift að lifa mannsæmandi lífi. Í grunninn er verkalýðsbarátta mannréttindabarátta. Það eru mannréttindi að geta framfleytt sér og sínum á launum sem fást fyrir fulla vinnu. Fyrir of marga á Íslandi næst það alls ekki, og á það einkum við um konur, láglaunakonur! Með tærnar á Tenerife Ísland, tíunda ríkasta land í heimi! Í hvaða veruleika búum við þegar misskipting ríkidæmisins er með þeim hætti og raun ber vitni. Viðskiptablaðið birti í fyrra fyrirsögnina „Sprenging í arðgreiðslum“ þegar kom að fyrirtækjum í Kauphöllinni. Nýverið birti fjármálaráðuneytið fyrirsögnina: „Hagvöxtur hvergi hærri en hér miðað við helstu samanburðarlönd“. Síðasta haust birti RÚV fyrirsögnina: „Eitt af bestu árum íslensks sjávarútvegs“. Morgunblaðið birti fyrirsögnina: „Bankarnir skila 32,2 milljarða hagnaði“, en sá hagnaður átti einungis við fyrri hluta síðasta árs. Þá birti BHM um daginn: „Mesti hagnaður á öldinni“, varðandi íslensk fyrirtæki. Rétt fyrir jólin birti Kjarninn fyrirsagnirnar: „Ríkasta 0,1 prósentið skuldaði nánast ekkert en átti eignir upp á 330 milljarða“ og „Eigið fé ríkasta prósentsins á Íslandi næstum eitt þúsund milljarðar króna“ Það er ljóst að fyrir suma skín sólin alltaf, þrátt fyrir gular og appelsínugular viðvaranir, asahláku og éljagang. Sumir þreyta þorrann á Íslandi á meðan aðrir viðra tærnar á Tenerife. Í alvöru, er sanngjarnt eða eðlilegt að láglaunafólk beri eitt ábyrgð á stöðugleikanum? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun