„Þessi tilraun mistókst“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 08:01 James Harden, Kevin Durant og Kyrie Irving sköpuðu ekki alveg þær góðu minningar sem vonast var til hjá Brooklyn Nets og eru nú allir farnir. AP Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni. Stærstu tíðindi vikunnar voru vistaskipti Kevins Durant til Phoenix Suns þar sem hann hittir fyrir Chris Paul, Devin Booker og fleiri. „Suns er núna algjörlega meistarakandídat. Ég myndi segja að liðið vanti aðeins meiri breidd og það er spurning hvað væri hægt að gera,“ sagði Kjartan Atli í Sportpakkanum á Stöð 2. Brooklyn Nets fékk stóran pakka í staðinn fyrir Durant sem meðal annars innihélt fjóra fyrstu umferðar valrétti í nýliðavali á næstu árum. Félagið hafði fyrr í þessari viku horft á eftir hinni stórstjörnunni sinni, Kyrie Irving, til Dallas Mavericks. „Fyrir að verða fjórum árum síðan lagði Brooklyn Nets upp í ferðalag. Fékk til sín Kevin Durant og Kyrie Irving. Síðar kom James Harden. Þessir þrír ætluðu sér að mynda ofurlið, sem þeir gerðu í smátíma. Þeir voru ósigrandi í nokkra mánuði, þegar þeir voru allir heilir. En þeir náðu ekki að vinna meira en eina seríu í úrslitakeppninni. Liðið náði aldrei þeim hæðum sem það átti að ná. Bæði Durant og Irving voru orðnir ósáttir, James Harden var farinn. Þannig að þessi tilraun mistókst,“ sagði Kjartan Atli. Kjartan segir að Los Angeles Lakers, með LeBron James í broddi fylkingar, séu eftir viðskipti sín í vikunni orðnir mun álitlegra lið sem geti gert flotta hluti í vor. „Lakers fékk D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves sem er búinn að spila mjög vel á þessari leiktíð. Malik Beasley kom frá Utah Jazz og er frábær skytta, og svo fengu þeir Jarred Vanderbilt sömuleiðis frá Jazz sem er mjög vanmetinn leikmaður, frábær varnarmaður. Þessir þrír með LeBron James og Anthony Davis eru mjög sterkt fimm manna lið. Núna er Lakers-liðið mikið betra en það var í byrjun vikunnar og ég gæti séð fyrir mér LeBron og félaga fara langt í úrslitakeppninni. Þeir eru núna með feykilega sterkt byrjunarlið.“ NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira
Stærstu tíðindi vikunnar voru vistaskipti Kevins Durant til Phoenix Suns þar sem hann hittir fyrir Chris Paul, Devin Booker og fleiri. „Suns er núna algjörlega meistarakandídat. Ég myndi segja að liðið vanti aðeins meiri breidd og það er spurning hvað væri hægt að gera,“ sagði Kjartan Atli í Sportpakkanum á Stöð 2. Brooklyn Nets fékk stóran pakka í staðinn fyrir Durant sem meðal annars innihélt fjóra fyrstu umferðar valrétti í nýliðavali á næstu árum. Félagið hafði fyrr í þessari viku horft á eftir hinni stórstjörnunni sinni, Kyrie Irving, til Dallas Mavericks. „Fyrir að verða fjórum árum síðan lagði Brooklyn Nets upp í ferðalag. Fékk til sín Kevin Durant og Kyrie Irving. Síðar kom James Harden. Þessir þrír ætluðu sér að mynda ofurlið, sem þeir gerðu í smátíma. Þeir voru ósigrandi í nokkra mánuði, þegar þeir voru allir heilir. En þeir náðu ekki að vinna meira en eina seríu í úrslitakeppninni. Liðið náði aldrei þeim hæðum sem það átti að ná. Bæði Durant og Irving voru orðnir ósáttir, James Harden var farinn. Þannig að þessi tilraun mistókst,“ sagði Kjartan Atli. Kjartan segir að Los Angeles Lakers, með LeBron James í broddi fylkingar, séu eftir viðskipti sín í vikunni orðnir mun álitlegra lið sem geti gert flotta hluti í vor. „Lakers fékk D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves sem er búinn að spila mjög vel á þessari leiktíð. Malik Beasley kom frá Utah Jazz og er frábær skytta, og svo fengu þeir Jarred Vanderbilt sömuleiðis frá Jazz sem er mjög vanmetinn leikmaður, frábær varnarmaður. Þessir þrír með LeBron James og Anthony Davis eru mjög sterkt fimm manna lið. Núna er Lakers-liðið mikið betra en það var í byrjun vikunnar og ég gæti séð fyrir mér LeBron og félaga fara langt í úrslitakeppninni. Þeir eru núna með feykilega sterkt byrjunarlið.“
NBA Mest lesið Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Sport Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Saumaskandallinn sem skekur skíðaheiminn Sport Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Íslenski boltinn Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Fótbolti 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Íslenski boltinn Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Enski boltinn Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Körfubolti Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fleiri fréttir Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið Sjá meira