Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2023 11:27 Bjarni gaf sér ekki tíma til að ræða bið mótmælendur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57