Umfjöllun: Hörður - ÍR 30-30 | Harðverjar grátlega nálægt sögulegum sigri gegn ÍR Hjörvar Ólafsson skrifar 12. febrúar 2023 15:36 Hörður og ÍR skildu jöfn á Ísafirði í dag. Vísir/hulda margrét Leikmenn Harðar hófu leikinn mun betur og komust mest sex mörkum yfir, 13-7, um miðjan fyrri hálfleik. ÍR-ingar náðu hins vegar að saxa á forskotið fyrir hálfleik og staðan var 15-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. Vendipunktur varð í leiknum þegar Leó Renaud-David, sem hafði skorað fjögur mörk, var vísað af velli með beinu rauðu spjaldi í upphafi seinni hálfleiks. Leó ýtti við Viktori Sigurðssyni þegar Viktor var í uppstökki og niðurstaðan líklega rétt hjá dómarapari leiksins. ÍR komst svo yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en staðanv ar þá 23-24 fyrir gestina úr Breiðholtinu. Mikil spenna var á lokamínútum leiksins og þegar yfir lauk skiptust liðin á jafnan hlut. Stig gerir mjög lítið fyrir þessi lið en Hörður vermir botnsæti deildarinnar með tvö stig og ÍR er í næstneðsta sæti með sex stig. KA og Grótta eru svo í sætunum fyrir ofan fallsvæðið með 11 stig hvort lið. Dagur Sverrir Kristjánsson, leikmaður ÍR, átti afar góðan leik en hann skoraði 11 mörk. Viktor Sigurðsson kom næstur með sex mörk og Sveinn Brynjar Agnarsson skilaði fimm mörkum á blað. Suguru Hikawa var atkvæðamestur hjá Harðverjum með sex mörk og Mikel Amilibia Aristi kom fast á hæla hans með fimm mörk. Ólafur Rafn Gíslason varði vel í marki ÍR-inga en hann varði 12 skot. Af hverju varð jafntefli niðurstaðan? Hörður fór illa af ráði sínu undir lok leiksins og tapaði boltanum nokkuð oft á klaufalegan hátt og brenndu af upplögðum marktækifærum. Þá var það blóðtaka fyrir Harðverja að missa Leó Renaud-David af velli. Einnig var 5-1 vörn ÍR-inga öflug á lokakafla leiksins. Hverjir sköruðu fram úr? Dagur Sverrir lék á als oddi í þessum leik en auk þess að skora 11 mörk mataði hann samherja sína með góðum sendingum og fiskaði nokkur víti. Suguru Hikawa gerði vel í að taka við keflinu í sóknarleik Harðar þegar Leó Renaud-David naut ekki lengur við. Hvað gerist næst? Hörður sækir Selfoss heim í Set-höllina á sunnudaginn eftir slétta viku. Á sama tíma fær ÍR svo KA í heimsókn í Skógarselið. Olís-deild karla Hörður ÍR
Leikmenn Harðar hófu leikinn mun betur og komust mest sex mörkum yfir, 13-7, um miðjan fyrri hálfleik. ÍR-ingar náðu hins vegar að saxa á forskotið fyrir hálfleik og staðan var 15-13 þegar liðin gengu til búningsherbergja sinna. Vendipunktur varð í leiknum þegar Leó Renaud-David, sem hafði skorað fjögur mörk, var vísað af velli með beinu rauðu spjaldi í upphafi seinni hálfleiks. Leó ýtti við Viktori Sigurðssyni þegar Viktor var í uppstökki og niðurstaðan líklega rétt hjá dómarapari leiksins. ÍR komst svo yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar um það bil 10 mínútur voru eftir af leiknum en staðanv ar þá 23-24 fyrir gestina úr Breiðholtinu. Mikil spenna var á lokamínútum leiksins og þegar yfir lauk skiptust liðin á jafnan hlut. Stig gerir mjög lítið fyrir þessi lið en Hörður vermir botnsæti deildarinnar með tvö stig og ÍR er í næstneðsta sæti með sex stig. KA og Grótta eru svo í sætunum fyrir ofan fallsvæðið með 11 stig hvort lið. Dagur Sverrir Kristjánsson, leikmaður ÍR, átti afar góðan leik en hann skoraði 11 mörk. Viktor Sigurðsson kom næstur með sex mörk og Sveinn Brynjar Agnarsson skilaði fimm mörkum á blað. Suguru Hikawa var atkvæðamestur hjá Harðverjum með sex mörk og Mikel Amilibia Aristi kom fast á hæla hans með fimm mörk. Ólafur Rafn Gíslason varði vel í marki ÍR-inga en hann varði 12 skot. Af hverju varð jafntefli niðurstaðan? Hörður fór illa af ráði sínu undir lok leiksins og tapaði boltanum nokkuð oft á klaufalegan hátt og brenndu af upplögðum marktækifærum. Þá var það blóðtaka fyrir Harðverja að missa Leó Renaud-David af velli. Einnig var 5-1 vörn ÍR-inga öflug á lokakafla leiksins. Hverjir sköruðu fram úr? Dagur Sverrir lék á als oddi í þessum leik en auk þess að skora 11 mörk mataði hann samherja sína með góðum sendingum og fiskaði nokkur víti. Suguru Hikawa gerði vel í að taka við keflinu í sóknarleik Harðar þegar Leó Renaud-David naut ekki lengur við. Hvað gerist næst? Hörður sækir Selfoss heim í Set-höllina á sunnudaginn eftir slétta viku. Á sama tíma fær ÍR svo KA í heimsókn í Skógarselið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti