Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa og á Suðurlandi vegna mikils hvassviðris. Á vefsíðu Isavia er greint frá upplýsingum um komur og brottfarir en þar virðist nær öllu vera aflýst og þá hefur fjölda ferða verið seinkað fram á kvöld.
Icelandair birti einnig tilkynningu um hádegisbil þar sem fram kemur að búið sé að aflýsa öllum flugferðum til Norður Ameríku sem og ferðum aftur heim til Keflavíkur. Þá megi búast við seinkunum til og frá Evrópu.
Vísir fylgist vel með nýjustu vendingum í veðri í vaktinni hér að neðan.