Eru grænmetisolíur eitur? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 09:01 Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Grænmetisolíur hafa verið töluvert áberandi í umræðunni á samfélagsmiðlum að undanförnu og virðist algengt að halda fram skaðsemi þeirra. En eru grænmetisolíur virkilega eitur? Eru þær eins hættulegar og vinsælt hefur verið að halda fram? Eða eru þær mögulega kannski bara hollar fyrir okkur eftir allt saman? Grænmetisolíur eru framleiddar með því að pressa olíu úr fræjum eða plöntum eins og repjufræjum, sólblómafræjum, hörfræjum, sojabaunum og ólívum. Þær innihalda mikilvæga fitu og fituleysanleg vítamín eins og A, D, E og K vítamín og eru þar að auki ríkar af einómettuðum fitusýrum. Til eru tvær nauðsynlegar fitusýrur fyrir mannslíkamann sem eru; α-línólensýra (ALA), betur þekkt sem omega-3 og línólsýra (LA) eða omega-6. Mikilvægasta fæðuuppspretta ALA er úr grænmetisolíum eða nánar tiltekið repjuolíu sem að er fita unnin úr repjufræjum. Þá hafa hörfræolíur og camelina olíur þar að auki hátt innihald af ALA ásamt sojaolíu, hampolíu og valhnetum. Íslenskar næringarráðleggingar byggjast á norrænum næringarráðleggingum og samkvæmt þeim er mælt með inntöku grænmetisolía vegna heilsufarslegs ávinnings þeirra. Þá tengjast repjuolíur og ólívuolíur til að mynda minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum. Hins vegar innihalda pálma og kókosolíur hátt magn mettaðra fitusýra. Að skipta mettuðum fitusýrum að hluta út fyrir fjölómettaðar fitusýrur og einómettaðar fitusýrur (t.d. ólívu- eða repjuolíu) getur verið áhrifarík leið til að lækka styrk LDL-kólesteróls í blóði. Í norrænum næringarráðleggingum er auk þess talað um tengsl á milli fæðumynstra og hættu á langvinnum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og sumum krabbameinum. Mataræði ríkt af grænmeti, baunum, belgjurtum, ávextum og berjum, hnetum og fræjum, heilkorni, fisk, fitusnauðum mjólkurvörum og jurtaolíum tengist minni hættu á flestum langvinnum sjúkdómum samanborið við hefðbundið mataræði af vestrænni gerð. Það er því ljóst að ef grænmetisolíur eru kannaðar nánar benda vísindin til þess að ekki þurfi að óttast þær heldur geta þær þvert á móti stuðlað að bættri heilsu. Höfundur er meistaranemi í næringarfræði.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun