Réttur barna og heimagreiðslur Margrét Pála Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 13:31 Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Réttindi barna Leikskólar Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kæru vinkonur og vinir í sveitarstjórnum landsins. Nú bið ég ykkur í einlægni að standa þétt með börnum og barnafjölskyldum og láta ekki íhaldssama flokkapólitík rugla ykkur í ríminu. Heimagreiðslur eru hárétt skref núna - það er réttur barna að fjölskyldur eigi valkosti um uppeldisaðstæður þeirra eftir að fæðingarorlofi lýkur. Börn eiga rétt á að fá heimsins besta atlæti hvort sem það heima eða heiman og um það snýst málið. Fjölskyldan veitir slíkt atlæti hvort sem það er mamman eða pabbinn eða amman eða afinn eða annað fólk sem barnið er tengt tilfinningalega og gjörþekkir þarfir þeirra. Frábærir dagforeldrar og frábærir leikskólar geta líka gert það ef aðstæður þar eru eins og við viljum. Réttur barnsins skerðir á engan hátt rétt foreldra til að ákvarða um líf sitt. Það er fjárhagsskortur og skökk pólitík sem gerir það og það leyfi ég mér að fullyrða eftir 45 ára starf nálægt barnafjölskyldum og foreldrum ungra barna. Stór hluti þeirra myndi kjósa að hafa barnið lengur í umsjón fjölskyldunnar, bara ef það væri í boði fjárhagslega. Þar með er ekki sagt að mamman myndi endilega vera heima, fjölmargir aðrir eru í nærhópi barnsins sem myndu líka geta lagt hönd á plóginn og því mega greiðslurnar ekki vera einskorðaðar við foreldra. Stór hluti fjölskyldna myndi líka kjósa að treysta dagforeldrum og leikskólum fyrir barninu, þessari dýrmætustu eign á heimilinu. Alvöru heimagreiðslur upp að tveggja ára aldri ættu að taka mið af raunkostnaði við leikskólabarn á þeim aldri sem er núna 470 þús. þegar allt er talið. Það væri æskilegt að greiðslan nálgist lágmarkslaun og að lífeyrisgreiðslur og stéttarfélagsaðild þurfa að valkostur en ekki skylda til að takmarka ekki hverjir geta tekið sér umönnun og uppeldi barnins. Munum svo að heimagreiðslurnar verða að vera tryggar að minnsta kosti til tveggja ára en ekki koma og fara fyrirvaralaust þótt pláss losni, stöðugleiki og fyrirsjáanleiki er það besta fyrir börn og barnfjölskyldur. Heimagreiðslur myndu líka létta mesta þungann af leikskólakerfinu. Vonandi yrði okkur þá loks kleift að skapa þær frábæru gæðaaðstæður sem við kjósum fyrir börn. Hugsum um skortinn á leikskólarýmum og leikskólakennurum, um viðvarandi hörgul og veltu starfsmanna, um mygluðu húsin og um gríðarlegan fjárskort. Við erum nú hálfri öld frá þeim stað þegar konur áttu ekkert val eftir að barn var komið í heiminn. Barátta okkar endaði hins vegar í hinum öfgunum, ekkert val nema senda barn að heiman og fara sjálf í vinnuna, vinnu sem er ekki alltaf vel launuð og spennandi þótt sé sárt að viðurkenna það. Áfram gakk, elsku fólk! Tökum nú næstu hálfa öld í nýjum takti og í liði með börnum. Höfundur er frumkvöðull í uppeldis- og menntamálum.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar