Ómeiddir eftir sprenginguna: Starfsfólki boðin áfallahjálp Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 11:32 Sprengingin var gríðarlega öflug og mikil mildi þykir að engin hafi slasast Vísir/Vilhelm Tveir aðilar sem fluttir voru á bráðamóttöku eftir sprengingu í metankút bifreiðar við Olís í gær eru ekki slasaðir, að sögn framkvæmdastjóra Olís. Hann segist skilja vel að atvikið veki upp viðrögð og áhyggjur hjá eigendum metanbíla. Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.” Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Nú liggur fyrir að sprengingin mikla sem varð á bensínstöð Olís við Álfheima eftir hádegið í gær kom frá bílnum sem stóð við metandælu á stöðinni. Tveir aðilar voru fluttir á bráðamóttöku en ekki fengust neinar upplýsingar í gær um líðan þeirra, annað en að þeir væru ekki taldir í lífshættu. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís, segir að þeir séu ómeiddir. „Við erum búin að heyra í þessum tveimur einstaklingum. Auðvitað var þetta mikið áfall en það er ekki um meiðsli að ræða,“ segir Frosti. Hann segir ljóst að mikil mildi séu að ekki fór verr enda var sprengingin mjög öflug. Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Olís segir að starfsfólki hafi verið boðin áfallahjálp eftir atvikið í gærArnar Halldórsson Íbúar í Langholtshverfinu hafa lýst því sem að um jarðskjálfta hefði verði að ræða þegar hávær sprenging varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú. Samkvæmd heimildum fréttastofu lyftist bíllinn um meter við sprenginguna og ökumaðurinn kastaðist langt í burtu. Málið er til rannsóknar hjá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skilur áhyggjur metanbílaeigenda Frosti segist skilja vel að atvikið veki upp áhyggjur hjá eigendum metanbíla. „En þetta er einagrað tilfelli og þessi sprenging átti sér stað í metankút bifreiðarinnar en ekki dælubúnaðinum sjálfum. Það sem að við myndum leggja áherslu á er að tryggja að þegar bílarnir eru í skoðun hjá skoðunaraðilum að áhersla sé lögð á að skoða þennan búnað sérstaklega. En við erum í raun ekki komin á þann stað að geta gefið upp nákvæmar upplýsingar um orsök sprengingarinnar þar til eftirlitsaðilar ljúka sinni greiningarvinnu. Við munum birta niðurstöður orsakagreiningar um leið og hún liggur fyrir." Ekki hægt að fullyrða að ekki sé um bilun í dælu að ræða Fram kom á vef RÚV í gær að heimildir væru fyrir því að dælan sem um ræðir hefði oft bilað upp á síðkastið. Frosti segir að ekki sé hægt að fullyrða að svo sé ekki fyrr en að óháðir greiningaraðilar hafi lokið sinni vinnu. „En eins og ég segi þá var sprengingin í kút bifreiðarinnar. Þau viðhaldsmál sem hafa verið í gangi gagnvart metandælunni hafa fyrst og fremst snúist að því að halda uppi nægilegum þrýstingi til að dælingar taki ekki of langan tíma. Við erum auðvitað með mjög virkt viðhald og eftirlit í kringum þennan búnað og munum halda því áfram.“ Kútarnir eiga að þola margfalt meiri þrýsting en þrýstinginn frá dælunum svo við teljum að þetta sé fullkomlega öruggt. Hann segir að starfsfólki á bensínstöðvarinnar hafi verið boðin áfallahjálp. „Já, við höfum boðið þeim áfallahjálp og í raun þakkað þeim fyrir sín góðu og faglegu viðbrögð á meðan á þessu stóð. Það sama á við um viðbragðs- og eftirlitsaðila, það unnu allir með skjótum og áreiðanlegum hætti.”
Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira