Erfitt að fara heim frá hamfarasvæðinu í Tyrklandi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. febrúar 2023 23:31 Björn J. Gunnarsson er á meðal þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi og komu heim í dag. Hluti íslenska hópsins er enn úti. Vísir/Arnar Hluti íslenska hópsins sem fór út til Tyrklands til aðstoðar vegna jarðskjálfanna kom heim í dag og fékk höfðingjalegar mótttökur. Hópstjóri segir að það hafi verið erfitt að yfirgefa landið þegar hörmungarnar standa enn yfir en það eigi eftir að koma í ljós hvernig þær hafi áhrif á íslenska hópinn. Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“ Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira
Vatni var sprautað yfir bíl Landsbjargar þegar hann renndi í hlað fyrir utan björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð. Íslenski hópurinn fékk þar góðar móttökur en ættingjar þeirra höfðu safnast saman og mátti sjá innileg faðmlög og börn hlaupa í fangið á foreldrum sínum eftir aðskilnaðinn. Björn J. Gunnarsson er einn þeirra sem sinnti svæðisstjórn í Tyrklandi. Hann segir aðstæður hræðilegar, eymdin sé mikil og skemmdir gríðarlegar en tala látinna er nú kominn upp í 41 þúsund. Hvernig kemur maður andlega út úr svona verkefni, þegar maður verður vitni að svona hræðilegu ástandi? „Það á nú bara eftir að koma í ljós, en við eigum mjög gott samstarf við fagaðila í þessum málum og þessi hópur, það má ekki gleyma því að stjórnendahópurinn okkar er ennþá úti. Þau koma heim í lok vikunnar og þau eru að stýra núna öllum alþjóðabjörgunarsveitum í landinu, yfir 90 sveitum, þannig að það er stórt verkefni í gangi,“ segir Björn. Landsbjörg gaf í samstarfi við utanríkisráðuneytið hluta af búnaði björgunarsveitarinnar til hjálparstarfs í Tyrklandi. Hann segir að verkefnið hefði aldrei getað átt sér stað án samstarfs við utanríkisráðuneytið, Icelandair og Landhelgisgæslunnar. Hvernig er að fara frá svona svæði þegar ástandið er svona hræðilegt? „Það er bara mjög erfitt og þó svo að ákveðið margir klukkutímar hafi verið liðnir, og lífslíkur fara minnkandi í rústunum er fólk enn að finnast lifandi, og það var bara mjög erfitt að koma heim. Það er bara svoleiðis.“
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Björgunarsveitir Íslendingar erlendis Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Fleiri fréttir Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Sjá meira