Ekki Hvammsvirkjun! Hólmfríður Árnadóttir skrifar 15. febrúar 2023 17:00 Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Árnadóttir Orkumál Umhverfismál Vinstri græn Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Sjá meira
Samkvæmt verndarmarkmiðum náttúruverndarlaga á að vernda vatnsfarvegi og landslag sem er sérstætt eða fágætt vegna fagurfræðilegs og/eða menningarlegs gildis. Nú á dögunum fékk Landsvirkjun virkjunarleyfi hjá Orkustofnun vegna Hvammsvirkjunar, sem yrði aflstöð neðarlega í Þjórsá, í byggð á einu fallegasta útivistarsvæði landsins. Ef af virkjun yrði gæti 55 km² svæði orðið að virkjunarmannvirki sem yrði vel sýnilegt og óafturkræft inngrip í náttúrulegt landslags svæðisins. Í stað straumharðrar jökulár með grónum eyjum kæmi 4 km² lón með stíflugörðum og á um 3 km kafla neðan stíflu að Ölmóðsey myndi rennsli í farvegi árinnar verða verulega skert með tilheyrandi áhrifum á lífríkið. Lífríki sem við eigum að vernda umfram allt. Þess utan yrði þessi framkvæmd dýr og afllítill kostur þegar upp er staðið svo hugmyndin er í raun afleit. Þessa ákvörðun verður að endurskoða og þá með tilliti til samfélagslegar áhrifa allra þriggja fyrirhugaðra virkjana í byggð á nærsamfélagið allt en ekki einungis þeirra tveggja, Holtavirkjunar og Urriðafossvirkjunar, sem nú eru í biðflokki. Tíu kærur bárust vegna virkjunarleyfis í Þjórsá og allar krefjast þær þess að ákvörðun um veitingu virkjunarleyfis verði felld úr gildi. Þar er einnig vísað til þess að umhverfismatið sem leyfið er byggt á er yfir tuttugu ára gamalt, þá var annað samfélag hér en er nú og margt breyst náttúrunni í hag. Brot á þátttökurétti almennings er einnig tiltekið sem og að í raun hafi matið gamla verið byggt á annarri framkvæmd og það að gera ekki nýtt mat sé í raun brot á rannsóknarreglu stjórnsýslulaga því ekki sé stuðst við nýjustu og réttustu upplýsingar um fyrirhugaða framkvæmd. Vitað er að framkvæmdir við Hvammsvirkjun raska lífríki Þjórsár gríðarlega og hafa óafturkræf umhverfisáhrif eins og kærur veiðifélaga Þjórsár og Kálfár benda glögglega á. Framkvæmdir myndu vera ógn við laxastofninn í ánni en í Þjórsá lifir einn stærsti laxastofn á Íslandi. Þá er Þjórsá einnig lengst allra íslenskra áa, í henni eru margir fossar hver öðrum fallegri og umhverfi hennar dásamlegt á að líta. Hún rennur að miklu leyti á Þjórsárhrauni hinu mikla sem er stærsta flæðihraun sem runnið hefur í nútíma á jörðinni og telur Landvernd Þjórsá hafa sérstöðu á heimsmælikvarða og þá sérstaklega neðsta hluta hennar sem að mestu er ósnortinn í dag. Þess utan hefur þessi virkjunar hugmynd leikið nærsamfélagið grátt og framganga Landsvirkjunar gagnvart því grafalvarleg eins og lesa má um í greinum Önnu Bjarkar Hjaltadóttur. Við verðum að láta náttúruna njóta vafans og alltaf gæta ítrustu varúðar við óafturkræfar ákvarðanir svo ekki sé minnst á mikilvægi þess að vera viss um nauðsyn þess að auka við raforku áður en samfélögum og náttúru er raskað. Í þingsályktun um vernd og orkunýtingu landssvæða er áréttað að tryggt sé að þar sem finna megi virkjunarkosti verði ákvarðanataka að vera byggð á langtímasjónarmiðum, heildstæðu hagsmunamati með tilliti til verndargildis náttúru, menningarsögulegrar minja og annarra gilda er varðar þjóðarhag, vernd og sjálfbæra þróun. Ég hvet alla hlutaðeigandi til að horfa til samfélagslegrar ábyrgðar og náttúruverndar með því að hverfa frá öllum virkjunarhugmyndum í Þjórsá. Ein virkjun og hvað þá tvær til viðbótar í Þjórsá yrðu mannlegar náttúruhamfarir. Hamfarir sem myndu eyðileggja ána, lífríkið, náttúruna og samfélagið allt um kring. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun