Skaðabætur vegna veikinda sem mengun í Járnblendinu orsakaði Jakob Bjarnar skrifar 18. febrúar 2023 07:01 Jónas Árnason tók eftir því, tveimur árum eftir að hann hóf störf í Járnblendinu, að hann var orðinn óvenju mæðinn. Hann hélt í fyrstu að hann væri bara ekki í nógu góðu formi en skoðun leiddi í ljós að hann var kominn með lungnasjúkdóm sem rekja mátti til vinnuaðstæðna. vísir/vilhelm Jónas Árnason hlaut nýverið bætur vegna veikinda, óafturkræfra lungnaskemmda, sem talið er að megi rekja beint til mengunar og óbærilegra vinnuaðstæðna í Járnblendinu á Grundartanga. Sumarið 2021 sagði Vísir magnaða baráttusögu Barða Halldórssonar en hann veiktist alvarlega eftir að hafa starfað hjá Elkem í Járnblendinu. Í fyrstu var ekkert vitað hvað var að Barða sem var svo veikur að hann gat ekki gengið. Eftir mikla mæðu var Barði greindur með það sem heitir æðabólgur. Nánar tiltekið sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Óalgengt er að ungt og hraust fólk veikist af þessum sjúkdómi og því var farið í að athuga hvort aðstæður á vinnustað hefðu mögulega getað haft áhrif. Við fyrstu álitsgerð lækna vegna málsins í lok árs 2013 kom í ljós að kísilryk hefði verið í verksmiðjunni og að það væri þekkt að útsetning fyrir kísilryki eykur hættu á GPA (Granulomatosis with polyangiitis). Óafturkræfar skemmdir í lungum Í framhaldinu var gerð krafa á Elkem og Sjóvá sem þeirra tryggingafélag, um viðurkenningu á ábyrgð sem var hafnað á árinu 2015. Árið 2016 var sú niðurstaða staðfest af kærunefnd vátryggingamála. Barði hafði sem sagt fullan sigur gegn stórfyrirtækinu eftir mikla baráttu. Jónas starfaði einnig í Járnblendinu og hann segir að þeir Barði hafi veikst á svipuðum tíma. Frá Járnblendinu á Grundartanga. Ljóst er að veruleg mengun fylgir starfseminni sem þarna er.vísir/vilhelm „Já, þarna í kringum 2011. Við vorum saman á báti með þetta en ákveðið var að fara með hans mál fyrst. Þegar búið var að fá niðurstöðu í hans mál fór ég í mat hjá læknum sem mátu það þannig að minn sjúkdóm megi sannarlega rekja til mengunarinnar þar,“ segir Jónas. Sjúkdómurinn sem Jónas hefur mátt stríða við og rakinn er til óviðunandi vinnuaðstæðna, mengunar, er lungnasjúkdómur. Jónas var látinn undirgangast stranga lyfjameðferð en þegar ávinningurinn af henni hætti að skila sér var ljóst að Jónas var kominn með óafturkræfar skemmdir í lungum. Jónas var þá í kringum fertugt. Bætur sem nema 13,5 milljónum króna Jónas segir að þetta hafi lýst sér fyrst og fremst þannig að hann var orðinn afar mæðinn. „Ég starfaði þarna í fjögur ár, á árunum 2009 til 2013. Þetta kom í ljós eftir tvö ár eftir að ég hóf störf þarna,“ segir Jónas sem man ekki nákvæmlega hvenær það liggur fyrir að eitthvað alvarlegt hafi verið að. „Ég var farinn að finna fyrir því þegar ég var að ganga upp stigana að ég var óeðlilega móður. Ég kenndi í fyrstu um lélegu formi en við reglubundna heilsufarsskoðun kemur í ljós að ég þurfi að fara í ítarlegri skoðun og þá kemur þetta í ljós.“ Jónas segist hafa heyrt talað um fleiri sem eiga við veikindi að stríða vegna vinnuaðstæðna á Grundartanga en þó ekkert sem hann geti staðfest.vísir/vilhelm Jónas segist spurður hafa heyrt talað um að fleiri hafi kennt sér meins sem starfað hafa í Járnblendinu en ekkert sem hann hafi staðfest. Lögfræðingur hans hjá Fulltingi setti fram bótakröfu sem sneri að Sjóvá, sem er tryggingafélag Elkem, sem gekkst inn á að greiða bætur sem námu 13,5 milljónum. Var þá litið til fordæmisins sem mál Barða var og er. Fyrirtækið dragi lappirnar þegar úrbóta er þörf „Já, þetta er gegn Sjóvá. Svolítið eins og fyrirtækið sleppi en ég veit svo sem ekki hvort tryggingafyrirtækið geri svo endurkröfu á það. Ég veit ekki hvernig þetta virkar.“ Jónas segir að hann hafi því ekki þurft að draga mál sitt í gegnum dómskerfið til að sækja rétt sinn og megi þar þakka fordæmisgefandi dómi Barða. Jónas segir hafa verið lánsamur með vinnu, hann á nú þriðjungshlut í innréttingafyrirtæki sem heitir Brúnás og getur sinnt starfi sínu án þess að mikið reyni á lungnastarfsemina. Jónas telur að eftirliti með mengunarvörnum megi eflaust sinna betur en það sé ekki megin vandinn heldur að skilvirkni sé slæleg; þegar fyrir liggi að ekki er allt sem skyldi þá þurfi að fylgja því eftir með úrbótum. Þetta snýst um heilsu fólks og í sumum tilfellum er hún óafturkræf. Vinnumarkaður Stóriðja Umhverfismál Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Sumarið 2021 sagði Vísir magnaða baráttusögu Barða Halldórssonar en hann veiktist alvarlega eftir að hafa starfað hjá Elkem í Járnblendinu. Í fyrstu var ekkert vitað hvað var að Barða sem var svo veikur að hann gat ekki gengið. Eftir mikla mæðu var Barði greindur með það sem heitir æðabólgur. Nánar tiltekið sjúkdóminn granulomatosis polyangiitis (GPA), einnig nefndur Wegener's granulomatosis (WG). Óalgengt er að ungt og hraust fólk veikist af þessum sjúkdómi og því var farið í að athuga hvort aðstæður á vinnustað hefðu mögulega getað haft áhrif. Við fyrstu álitsgerð lækna vegna málsins í lok árs 2013 kom í ljós að kísilryk hefði verið í verksmiðjunni og að það væri þekkt að útsetning fyrir kísilryki eykur hættu á GPA (Granulomatosis with polyangiitis). Óafturkræfar skemmdir í lungum Í framhaldinu var gerð krafa á Elkem og Sjóvá sem þeirra tryggingafélag, um viðurkenningu á ábyrgð sem var hafnað á árinu 2015. Árið 2016 var sú niðurstaða staðfest af kærunefnd vátryggingamála. Barði hafði sem sagt fullan sigur gegn stórfyrirtækinu eftir mikla baráttu. Jónas starfaði einnig í Járnblendinu og hann segir að þeir Barði hafi veikst á svipuðum tíma. Frá Járnblendinu á Grundartanga. Ljóst er að veruleg mengun fylgir starfseminni sem þarna er.vísir/vilhelm „Já, þarna í kringum 2011. Við vorum saman á báti með þetta en ákveðið var að fara með hans mál fyrst. Þegar búið var að fá niðurstöðu í hans mál fór ég í mat hjá læknum sem mátu það þannig að minn sjúkdóm megi sannarlega rekja til mengunarinnar þar,“ segir Jónas. Sjúkdómurinn sem Jónas hefur mátt stríða við og rakinn er til óviðunandi vinnuaðstæðna, mengunar, er lungnasjúkdómur. Jónas var látinn undirgangast stranga lyfjameðferð en þegar ávinningurinn af henni hætti að skila sér var ljóst að Jónas var kominn með óafturkræfar skemmdir í lungum. Jónas var þá í kringum fertugt. Bætur sem nema 13,5 milljónum króna Jónas segir að þetta hafi lýst sér fyrst og fremst þannig að hann var orðinn afar mæðinn. „Ég starfaði þarna í fjögur ár, á árunum 2009 til 2013. Þetta kom í ljós eftir tvö ár eftir að ég hóf störf þarna,“ segir Jónas sem man ekki nákvæmlega hvenær það liggur fyrir að eitthvað alvarlegt hafi verið að. „Ég var farinn að finna fyrir því þegar ég var að ganga upp stigana að ég var óeðlilega móður. Ég kenndi í fyrstu um lélegu formi en við reglubundna heilsufarsskoðun kemur í ljós að ég þurfi að fara í ítarlegri skoðun og þá kemur þetta í ljós.“ Jónas segist hafa heyrt talað um fleiri sem eiga við veikindi að stríða vegna vinnuaðstæðna á Grundartanga en þó ekkert sem hann geti staðfest.vísir/vilhelm Jónas segist spurður hafa heyrt talað um að fleiri hafi kennt sér meins sem starfað hafa í Járnblendinu en ekkert sem hann hafi staðfest. Lögfræðingur hans hjá Fulltingi setti fram bótakröfu sem sneri að Sjóvá, sem er tryggingafélag Elkem, sem gekkst inn á að greiða bætur sem námu 13,5 milljónum. Var þá litið til fordæmisins sem mál Barða var og er. Fyrirtækið dragi lappirnar þegar úrbóta er þörf „Já, þetta er gegn Sjóvá. Svolítið eins og fyrirtækið sleppi en ég veit svo sem ekki hvort tryggingafyrirtækið geri svo endurkröfu á það. Ég veit ekki hvernig þetta virkar.“ Jónas segir að hann hafi því ekki þurft að draga mál sitt í gegnum dómskerfið til að sækja rétt sinn og megi þar þakka fordæmisgefandi dómi Barða. Jónas segir hafa verið lánsamur með vinnu, hann á nú þriðjungshlut í innréttingafyrirtæki sem heitir Brúnás og getur sinnt starfi sínu án þess að mikið reyni á lungnastarfsemina. Jónas telur að eftirliti með mengunarvörnum megi eflaust sinna betur en það sé ekki megin vandinn heldur að skilvirkni sé slæleg; þegar fyrir liggi að ekki er allt sem skyldi þá þurfi að fylgja því eftir með úrbótum. Þetta snýst um heilsu fólks og í sumum tilfellum er hún óafturkræf.
Vinnumarkaður Stóriðja Umhverfismál Dómsmál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent