Áður óséð myndefni af Titanic Máni Snær Þorláksson skrifar 16. febrúar 2023 13:10 Til hægri má sjá Alvin, annað af fjarstýrðu farartækjunum sem tók upp myndefnið WHOI/YouTube Woods Hole Oceanographic Institution (WHOI) birti í gær rúmlega 80 mínútna langt myndband af skipsflaki Titanic. Meirihluti myndefnisins, sem tekið var upp árið 1986, hefur aldrei áður komið fyrir sjónir almennings. Þann 15. apríl árið 1912 sökk Titanic eftir að hafa rekist í ísjaka í jómfrúarferð sinni. Rúmum 73 árum síðar, þann 1. september árið 1985, tókst WHOI, ásamt frönsku hafrannsóknarstofnuninni Institut français de recherche pour l’exploitation de la mer að finna flakið á botni Atlantshafsins. Ári síðar tók WHOI svo upp myndefnið sem birt var í gær. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: „Ég þurfti að fá tíma til að hugsa“ Robert Ballard, sem fór fyrir leiðangrinum árið 1985, bjóst ekki við því að fundurinn myndi hafa áhrif á sig. Hann var ekki sérstakur aðdáandi skipsins þar sem herinn átti hug hans allan. En þegar skipsflakið fannst klukkan 2 um nóttina var honum og teyminu hans ljóst að skipið sökk um þetta leyti sólarhringsins í apríl árið 1912. „Við í rauninni hættum því sem við vorum að gera og tókum tækið upp. Ég þurfti að fá tíma til að hugsa og sagði „ég ætla að fara út og ná mér“ og allir eltu mig. Við héldum stutta minningarathöfn fyrir öll þau sem létu lífið,“ segir Ballard um fundinn í samtali við AP. Hann líkti því að vera þarna úti á hafi við það að vera á staðnum þar sem orrustan við Gettysburg fór fram. Fundurinn gerði Cameron agndofa Titanic er í dag eitt þekktasta skip allra tíma. Eflaust ber leikstjórinn James Cameron nokkra ábyrgð á gífurlegri frægð skipsins en óskarsverðlaunakvikmynd hans um það kom út árið 1998. 25 ár eru liðin síðan Leonardo DiCaprio og Kate Winslet heilluðu heimsbyggðina í hlutverkum sínum sem Jack og Rose. Það er einmitt í tilefni þess sem WHOI birtir myndefnið sem tekið var upp árið 1986. Kvikmyndin hefur því verið endurútgefin í 25 ára afmælisútgáfu sem er í betri gæðum og í þrívídd. Sjálfur var Cameron agndofa þegar fjarstýrðu farartækin fundu skipsflakið. „Með því að gefa út þetta myndefni er WHOI að hjálpa til við að segja mikilvægan hluta af sögu sem spannar kynslóðir,“ segir leikstjórinn í yfirlýsingu. Fornminjar Frakkland Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bretland Titanic Tengdar fréttir Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18 Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Þann 15. apríl árið 1912 sökk Titanic eftir að hafa rekist í ísjaka í jómfrúarferð sinni. Rúmum 73 árum síðar, þann 1. september árið 1985, tókst WHOI, ásamt frönsku hafrannsóknarstofnuninni Institut français de recherche pour l’exploitation de la mer að finna flakið á botni Atlantshafsins. Ári síðar tók WHOI svo upp myndefnið sem birt var í gær. Myndbandið sem um ræðir má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: „Ég þurfti að fá tíma til að hugsa“ Robert Ballard, sem fór fyrir leiðangrinum árið 1985, bjóst ekki við því að fundurinn myndi hafa áhrif á sig. Hann var ekki sérstakur aðdáandi skipsins þar sem herinn átti hug hans allan. En þegar skipsflakið fannst klukkan 2 um nóttina var honum og teyminu hans ljóst að skipið sökk um þetta leyti sólarhringsins í apríl árið 1912. „Við í rauninni hættum því sem við vorum að gera og tókum tækið upp. Ég þurfti að fá tíma til að hugsa og sagði „ég ætla að fara út og ná mér“ og allir eltu mig. Við héldum stutta minningarathöfn fyrir öll þau sem létu lífið,“ segir Ballard um fundinn í samtali við AP. Hann líkti því að vera þarna úti á hafi við það að vera á staðnum þar sem orrustan við Gettysburg fór fram. Fundurinn gerði Cameron agndofa Titanic er í dag eitt þekktasta skip allra tíma. Eflaust ber leikstjórinn James Cameron nokkra ábyrgð á gífurlegri frægð skipsins en óskarsverðlaunakvikmynd hans um það kom út árið 1998. 25 ár eru liðin síðan Leonardo DiCaprio og Kate Winslet heilluðu heimsbyggðina í hlutverkum sínum sem Jack og Rose. Það er einmitt í tilefni þess sem WHOI birtir myndefnið sem tekið var upp árið 1986. Kvikmyndin hefur því verið endurútgefin í 25 ára afmælisútgáfu sem er í betri gæðum og í þrívídd. Sjálfur var Cameron agndofa þegar fjarstýrðu farartækin fundu skipsflakið. „Með því að gefa út þetta myndefni er WHOI að hjálpa til við að segja mikilvægan hluta af sögu sem spannar kynslóðir,“ segir leikstjórinn í yfirlýsingu.
Fornminjar Frakkland Bíó og sjónvarp Bandaríkin Bretland Titanic Tengdar fréttir Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02 Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18 Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Titanic leikstjórinn lét endurgera atriðið: „Jack hefði getað lifað af“ Áhorfendur Titanic fylgdust agndofa með atriðinu í sjónum, þegar Rose lá á braki og Jack var í sjónum. En hefði Jack þurft að deyja? 5. febrúar 2023 11:02
Deila um mögulegar líkamsleifar í flaki Titanic Forsvarsmenn fyrirtækis sem vill sækja talstöðvarbúnað Titanic standa nú í málaferlum við bandaríska ríkið sem vill stöðva verkefnið. Lögmenn hins opinbera segja að verkefnið fari gegn sáttmála Bandaríkjanna og Bretlands um að skilgreina flakið sem minnisvarða. Einnig er óttast að verkefnið muni raska líkamsleifum einhverra sem fórust með skipinu. 18. október 2020 23:18
Tíu merkilegar staðreyndir um Titanic Risaskipinu Titanic sökk á Norður-Atlantshafi árið 1912 og liggur skipið á hérumbil fjögurra kílómetra dýpi í dag. 31. janúar 2020 12:30