Landsliðsmaður í handbolta glímir við kulnun Stefán Árni Pálsson skrifar 16. febrúar 2023 19:00 Kristján í leik gegn Grænhöfðaeyjum á HM í Svíþjóð núna í janúar. vísir/vilhelm Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson er kominn í leyfi frá handbolta um óákveðinn tíma. Hann er kominn með sterkt einkenni kulnunar. Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður Franski handboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira
Kristján, sem er landsliðsmaður í handbolta og leikmaður með franska liðinu PAUC, hefur átt erfitt andlega undanfarnar vikur og segir að álagið síðustu mánuði hafi komið aftan að honum. „Ég er búinn að vera upplifa kulnun frá starfi þannig að ég er búinn að vera tala við læknateymið varðandi það og sálfræðing og hef því þurft að taka mér leyfi frá handbolta,“ segir Kristján Örn, sem oftast er kallaður Donni, og heldur áfram. „Eitt af því sem ég náði að gera á þessu ári var að spila fyrir íslenska landsliðið sem var stór punktur í mínu lífi og á mínum ferli og ég held að eftir það hafi ég fengið smá spennufall. Svo kom ég aftur í klúbbinn minn og ákveðin vandamál þar eru að vega svolítið þungt hjá mér. Það besta í stöðunni var að taka mér smá leyfi og sjá hvort þetta batni aðeins.“ Sambandið við þjálfarann skrýtið Kristján segir að fyrir utan handboltanum hafi lífið verið frábært og honum liðið ágætlega. „Ég fer að lyfta sjálfur með lyftingarþjálfaranum og allt það en búinn að taka smá skref frá handboltanum í bili.“ Hann segist upplifa mikinn skilning frá stjórn félagsins í Frakklandi. „En sambandið við þjálfarann er svona á skrýtnum nótum þessa dagana. Hann vill auðvitað að ég spili, ég er lykilleikmaður í liðinu og allt það. En eins og stjórnin hefur útskýrt fyrir mér þá eru þau hundrað prósent á bak við mig í þessu og leyfa mér að taka þann tíma sem ég þarf.“ Einn besti handboltamaður heims, Mikkel Hansen, gaf sjálfur út á dögunum að hann væri kominn í kulnun og er Kristján því ekki sá fyrsti sem upplifir slíkt. „Maður er alltaf í þeirri stöðu að maður þarf að gefa hundrað prósent í allt. Eins og með Mikkel Hansen, þá skil ég hann rosalega vel. Það er eins mikilvægt að hlúa að andlegu hliðinni eins og líkamlegu hliðinni.“ Klippa: Kristján Örn kominn í kulnun og í leyfi frá störfum sem handboltamaður
Franski handboltinn Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder bikarinn, enski boltinn og baráttan í Bestu Sport KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Fleiri fréttir KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Sjá meira