Hvert beinist þín andúð? Björg Sigríður Hermannsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 08:31 Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Sjá meira
Ef marka má nýlega könnun Fjölmiðlanefndar eru góðar líkur á því að þér, lesanda góðum, líki illa við andstæðinga bólusetninga. Í nýlegri skýrslu nefndarinnar kom fram að 58,2% svarenda á Íslandi mislíkar sá hópur mjög. Hins vegar voru hlutfallslega fáir sem sögðust líka mjög illa við hópa sem oft hafa orðið fyrir neikvæðum viðhorfum almennings, s.s. innflytjendur, samkynhneigða og transfólk. Ætli þessar niðurstöður séu til marks um framfarir í íslenskri þjóðarsál, að fordómar og andúð séu á undanhaldi? Mig grunar að það sé því miður ekki raunin. Eftir að farið var að bólusetja við Covid-19 hér um árið var tilhlökkunin áþreifanleg í íslensku samfélagi. Margir bundu miklar vonir við að ein eða tvær bólusetningar myndu binda langþráðan endi á faraldurinn og að eðlilegt líf gæti þá loksins tekið við. Ótti hafði verið mikill meðal fólks og yfirvöld og fjölmiðlar höfðu tekið þátt í að minna fólk ítrekað á hættuna af Covid-19 og mikilvægi þess að ganga í takt. Það er því að mörgu leyti skiljanlegt að einhverjum hafi þótt erfitt að melta að til væri fólk sem ekki vildi þiggja þessa lyfjagjöf. Jafnframt hefur sennilega verið auðvelt að álykta að fólk sem ekki vildi Covid-19 bólusetningu væri annað hvort vitleysingar eða skeytingarlaust um eigin heilsu og annarra. Það er ekki erfitt að láta sér mislíka við þá sem maður hefur sett í slíkan flokk. Það truflar mig ekki að fólk hafi skoðanir hvert á öðru og mislíki við þá sem haga sér á annan hátt en þeim sjálfum þykir rétt. Hins vegar fannst mér vont að sjá hversu tilbúið fólk virtist vera að samþykkja og jafnvel taka undir hugmyndir um skerðingu réttinda þeirra sem ekki vildu bólusetningu – eða jafnvel útskúfun úr samfélaginu. Vel þekkt fólk tók þátt í að kynda undir slíkum hugmyndum (t.d. Sigmundur Ernir og Kári Stefáns) og margir viðruðu svipaðar skoðanir á samfélagsmiðlum við ágætar undirtektir að því er virtist. Ég leyfi mér að efast um að meirihluta Íslendinga þætti í lagi að tala á slíkan hátt um nokkurn annan hóp fólks. En kannski er það einmitt þannig sem andúðin og fordómarnir virka. Við sýnum þeim andúð sem við annað hvort óttumst eða höfum vandlætingu á og við réttlætum fyrir sjálfum okkur hegðun sem okkur þætti gjörsamlega ólíðanleg ef hún beindist að öðrum minnihlutahópum. Þetta er einn af okkar mannlegu brestum og við eigum þetta öll á hættu ef við erum ekki meðvituð um þessa tilhneigingu innra með okkur sjálfum. Ég trúi því að við getum gert betur sem samfélag. Það þýðir lítið að berjast gegn fordómum og andúð gegn hópum sem við styðjum, ef við viljum ekki líta í eigin barm og koma skikkanlega fram við þá sem okkur mislíkar. Höfundur er sálfræðingur.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun