„Maður þarf að þora að fá höggin“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 18. febrúar 2023 18:30 Andri Snær var svekktur eftir leikinn í dag. Vísir/Getty Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var svekktur eftir þriggja marka tap á móti Stjörnunni í Olís deild kvenna í handbolta. KA/Þór átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en náðu að komast á lagi í seinni en það dugði ekki til. Lokatölur 19-16. „Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“ Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
„Ég er súr. Ég er súr með það hvernig við spiluðum sóknina í fyrri hálfleik. Við skorum sex mörk sem var dapurt. Við áttum að gera mun betur þar, sem er svekkjandi þar sem að vörnin var í raun og veru frábær allan leikinn. Mér fannst við vera með góðan þéttleika og góða markvörslu frá Mateu. Við áttum að gera betur, við förum með fimm vítaköst og maður er svekktur þegar við förum illa með svona mörg færi.“ KA/Þór spiluðu ragan sóknarleik í fyrri hálfleik og skoruðu einungis sex mörk. „Í fyrri hálfleik vorum við ekki að fara nógu vel inn í okkar árásir. Við vorum hikandi og í raun og veru með hægt tempó. Það sem við gerðum síðustu tuttugu var að þora að hlaupa aðeins, við vorum með mun meiri áræðni. Við hefðum átt að fá heilsteyptari leik.“ Þær mættu töluvert ákveðnari í seinni hálfleikinn og náðu að minnka muninn hægt og rólega. „Við vorum með ákveðnar breytingar en fyrst og fremst snérist þetta um það að við þurftum hugafarsbreytingu. Eins og ég segi aftur, Stjarnan er með frábært lið og ótrúlega líkamlega sterkar. Maður þarf að hafa hugrekki til að spila sókn á móti þessari vörn. Þær eru grjótharðar og maður þarf að þora að fá höggin, þetta snýst svolítið mikið um það.“ Andri vonar að liðið endurheimti mikilvæga leikmenn úr meiðslum fyrir næsta leik. „Við verðum fyrst og fremst að eiga góða æfingaviku. Við eigum Selfoss næst og við vonandi endurheimtum einhverja leikmenn úr meiðslum og verðum klárar í slaginn.“
Olís-deild kvenna Þór Akureyri KA Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fleiri fréttir „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - KA/Þór 19-16 | Stjarnan ekki í vandræðum með vængbrotna Akureyringa Stjarnan tók á móti KA/Þór í Olís-deild kvenna í dag. Leikurinn fór hægt af stað og var varnarleikur beggja liða í aðalhlutverki. Það var lítið skorað á fyrstu mínútunum en leiddu Stjörnukonur með fimm mörkum, 11-6 í hálfleik. KA/Þór mætti betur í seinni hálfleik en tókst ekki að koma sér almennilega inn í leikinn og vann Stjarnan með þremur mörkum, 19-16. 18. febrúar 2023 17:45