Karius snýr aftur í úrslitum deildarbikarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 10:02 Karius á æfingu með Newcastle. Serena Taylor/Getty Images Loris Karius, þýski markvörðurinn sem upplifði martröð allra markvarða í úrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar Liverpool beið lægri hlut gegn Real Madríd árið 2018, mun standa í marki Newcastle United þegar liðið mætir Manchester United í úrslitum enska deildarbikarsins. Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira
Newcastle og Man United mætast á Wembley þann 26. febrúar næstkomandi. Það er komin drykklöng stund síðan annað hvort þessara liða lyfti bikar og eftirvæntingin því mikil. Það er hins vegar ljóst að Nick Pope, aðalmarkvörður Newcastle, mun missa af leiknum. Pope fékk rautt spjald í 2-0 tapi Newcastle gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á laugardag eftir að hafa handleikið knöttinn utan vítateigs. Spjaldið þýðir að Pope fer í þriggja leikja bann og missir meðal annars af úrslitaleiknum. Martin Dúbravka, varamarkvörður Newcastle, gegn Liverpool má ekki spila úrslitaleikinn þar sem hann lék með Man United – á láni – í keppninni fyrr á þessari leiktíð. Þar sem Karl Darlow er á láni hjá Hull, frá Newcastle, mun það falla í skaut hins 29 ára gamla Karius að verja mark Newcastle á Wembley. Nick Pope: suspended for the League Cup final Backup Martin Dubravka: cup-tied after appearing for Manchester United in the competition Third string: Lloris Karius pic.twitter.com/EWBZxGd6Ru— B/R Football (@brfootball) February 18, 2023 Sá á ekki góðar minningar af úrslitaleikjum en vorið 2018 lék hann með Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þar gerði hann sig sekan um tvö skelfileg mistök og Liverpool tapaði leiknum. Skömmu síðar festi félagið kaup á Alisson og Karius var lánaður til Tyrklands. Þar var hann í tvö ár áður en hann fór til Union Berlín í heimalandinu og svo Newcastle á síðasta ári. Hann hefur ekki enn leikið fyrir félagið en nú er ljóst að hann mun allavega spila einn leik á þessari leiktíð. Stuðningsfólk Newcastle krossar eflaust fingur að sá leikur fari betur fyrir Karius heldur en síðasti úrslitaleikur sem hann lék fyrir enskt félag.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Sjá meira