Dramatískur sigur PSG sem missti tvo menn af velli vegna meiðsla Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. febrúar 2023 14:00 Skoraði tvö í dag. EPA-EFE/MOHAMMED BADRA Frakklandsmeistarar París Saint-Germain virtust hafa hent frá sér tveggja marka forystu gegn Lille í frönsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 4-3 sigri PSG sem missti bæði Nuno Mendes og Neymar af velli vegna meiðsla. Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira
Heimamenn töpuðu á dögunum naumlega fyrir Bayern München fyrir í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þá kom Mbappé inn af bekknum þar sem hann var að jafna sig af meiðslum en hann byrjaði leik dagsins og átti eftir að koma mikið við sögu. The only way to stop Kylian Mbappé pic.twitter.com/0ZHj6kIXwc— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Á 11. mínútu fékk Mbappé boltann frá Neymar og lék sér að varnarmönnum Lille áður en hann kom PSG 1-0 yfir. Mbappé back after injury and doing what he does best That cheeky nutmeg pic.twitter.com/UQZ7pAI8A0— Football on BT Sport (@btsportfootball) February 19, 2023 Aðeins sex mínútum síðar kom Neymar heimaliðinu 2-0 yfir og virtist sem sigurinn væri einfaldlega í höfn. Bafode Diakite minnkaði hins vegar muninn skömmu síðar og staðan 2-1 þegar Nuno Mendes, vinstri bakvörður PSG, þurfti að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Í upphafi síðari hálfleik missti PSG aftur mann af velli vegna meiðsla. Að þessu sinni var það Neymar en hann var borinn af velli. Neymar is stretchered off of PSG's game against Lille with an ankle injury the second leg of their Champions League tie with Bayern Munich is on March 8 pic.twitter.com/uimu68CjZX— B/R Football (@brfootball) February 19, 2023 Ekki löngu eftir það var staðan orðin 2-2 en Marco Veratti fékk dæmda á sig vítaspyrnu sem Jonathan David skoraði örugglega úr. Gestirnir komust svo yfir á 69. mínútu þegar Jonathan Bamba skoraði eftir góða sendingu Angel Gomes, önnur stoðsending hans í leiknum. Mbappé var þó ekki á þeim buxunum að tapa leiknum og jafnaði metin á 87. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem Lionel Messi tryggði PSG vægast sagt dramatískan sigur með glæsilegu marki úr aukaspyrnu. Um er að ræða 699. mark hans fyrir félagslið á ferlinum. Lokatölur á Parc des Princes-vellinum í París 4-3 heimamönnum í vil. PSG er nú á toppi deildarinnar með 57 stig, átta meira en Marseille sem kemur þar á eftir með leik til góða.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Sjá meira