VOR í lofti - orkuskipti og rafeldsneyti Auður Nanna Baldvinsdóttir og Ómar Freyr Sigurbjörnsson skrifa 20. febrúar 2023 11:00 Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti. Orkuskiptin framundan munu minnka slíkar truflanir á orkuöryggi landsmanna, en hægt er að sjá fyrir sér fjölbreytta flóru af innlendum framleiðendum af kolefnislausu eldsneyti dafna hér innan fárra ára, sem geta mætt þörfum landsmanna án þess að skaða loftslagið, og jafnvel í heimasveit. Árlega eru flutt inn rúmlega milljón tonn af olíu til þess að knýja áfram mikilvæga hluta hagkerfisins. Þessi innflutta olía kostar íslenskt hagkerfi um 100 milljarða króna árlega í erlendum gjaldeyri. Sú tala verður enn hærri í ár vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Íslensk stjórnvöld hafa það á stefnu sinni að Ísland verði laust við olíu árið 2040. Að ná því markmiði er ekki aðeins mikilvægt fyrir umhverfi, loftslag og efnahag heldur einnig til að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Það dugar skammt að setja háleit markmið, vita þarf hvernig er hægt að ná þeim og vinna að því markvisst. Raforka og rafeldsneyti eru nærtækustu kostirnir til að ná fram fullum orkuskiptum á Íslandi á komandi árum. Bein rafvæðing á bílaflota landsmanna tók kipp í kjölfar stuðnings sem fólst í niðurfellingu á opinberum gjöldum. Bílar og smærri farartæki ná þó aðeins yfir um 7% af heildar olíunotkun Íslands. Mikill meirihluti olíunotkunar er tilkominn vegna flugvéla, skipa og stærri atvinnutækja. Þar sem bein rafvæðing er ekki fýsilegur kostur mun verða þörf á rafeldsneyti. Loftslagsmarkmiðin munu einfaldlega ekki nást án þess. Hagrænir hvatar eru því nauðsynlegir á mun stærri skala ef árangur á að nást í orkuskiptum. Rafeldsneyti er tiltölulega nýtt hugtak í umræðunni og því ekki eins vel þekkt og olía. Líkt og jarðefnaeldsneyti er rafeldsneyti til í ólíkum gerðum sem henta til ólíkra nota. Þetta eru til að mynda vetni, ammoníak, metanól og sjálfbært þotueldsneyti (e. Sustainable Aviation Fuel, SAF). Hliðstætt því að bensín og díselolía eru unnin úr hráolíu, þá eru ólíkar gerðir rafeldsneytis unnar úr vetni með því að hvarfa því við nitur,úr andrúmsloftinu, eða koltvísýring, úr útblæstri eða andrúmsloftinu. Vetnið fæst með því að rafgreina vatn. Þrátt fyrir að rafeldsneyti sé nýlegt hugtak þá hafa Íslendingar verið frumkvöðlar á þessu sviði í áratugi. Framleiðsla á vetni með rafgreiningu hefur átt sér stað nær samfellt hér á landi í tæpa sjö áratugi eða allt frá því Áburðarverksmiðjan í Gufunesi tók til starfa árið 1955. Fyrsta áfyllingarstöðin í heiminum sem seldi vetni í smásölu tók til starfa á Grjóthálsi árið 2003. Sömuleiðis var heimsins fyrsta framleiðsla og sala á fljótandi rafeldsneyti hér á Íslandi, þegar framleiðsla CRI á metanóli hófst í Svartsengi árið 2012. Það má ef til vill segja að við höfum verið á undan okkar samtíð. Staðan er þó að breytast hratt og eru vetnis- og rafeldsneytisverkefni á fleygiferð í löndunum í kringum okkur. Vetnis- og rafeldsneytissamtökin, VOR, eru hópur 8 fjölbreyttra fyrirtækja að þróa mismunandi lausnir fyrir ólíka notendahópa sem hafa ekki valkost um beina rafvæðingu í orkuskiptavegferð sinni. VOR var stofnað fyrir tveimur árum, innan vébanda Samtaka iðnaðarins, en samanlögð reynsla stjórnenda fyrirtækjanna spannar áratugi. Skortur á raforku og grænum hvötum stendur þessum nýja, sjálfbæra iðnaði hins vegar fyrir þrifum hér á landi. Ef raforka fæst ekki í innlenda framleiðslu á rafeldsneyti, verða rafeldsneytisverkefni ekki að veruleika, og þá verðum við áfram háð innflutningi á eldsneyti þótt olíunni verði skipt út. Rafeldsneytisframleiðendur geta verið sveigjanlegur orkunotandi og stutt vel við bætta nýtingu í núverandi raforkukerfi sem og aukna raforkuframleiðslu úr sveiflukenndum orkugjöfum eins og vindorku. Áframhaldandi aðgerðarleysi mun verða Íslandi dýrkeypt. Á fjárlögum þessa árs eru 800 milljónir áætlaðar til kaupa á losunarheimildum vegna skuldbindinga Íslands í Kyoto bókuninni. Skuldbindinga sem ekki tókst að uppfylla. Ef ný og bindandi markmið um minni losun á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda nást ekki getur það leitt til milljarða kostnaðar vegna kaupa á losunarheimildum innan fárra ára. Hvort og þá hversu mikið ræðst af því hvernig til tekst í orkuskiptunum og hver staða á mörkuðum með losunarheimildir verður í framtíðinni. Ef við drögum lærdóm af orkuskiptum 20. aldar þá skila slíkar fjárfestingar sér margfalt í bættu umhverfi, efnahag og orkuöryggi. Tæknin til framleiðslu og notkun á rafeldsneyti er til staðar og engin ástæða til að draga það lengur og hefjast handa við orkuskiptin úr olíu í græna orku á öllum sviðum. Auður Nanna Baldvinsdóttir er formaður Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna (VOR) og forstjóri Iðunn H2 og Ómar Freyr Sigurbjörnsson er markaðsstjóri Carbon Recycling International (CRI). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Að öllu jöfnu er aðgengi að orku og eldsneyti eitthvað sem flestir hér á landi taka sem sjálfsögðum hlut. Þessa dagana erum við þó að finna fyrir því á eigin skinni að svo er ekki endilega raunin. Ísland er viðkvæmt fyrir truflunum á framboði og flutningi á eldsneyti. Orkuskiptin framundan munu minnka slíkar truflanir á orkuöryggi landsmanna, en hægt er að sjá fyrir sér fjölbreytta flóru af innlendum framleiðendum af kolefnislausu eldsneyti dafna hér innan fárra ára, sem geta mætt þörfum landsmanna án þess að skaða loftslagið, og jafnvel í heimasveit. Árlega eru flutt inn rúmlega milljón tonn af olíu til þess að knýja áfram mikilvæga hluta hagkerfisins. Þessi innflutta olía kostar íslenskt hagkerfi um 100 milljarða króna árlega í erlendum gjaldeyri. Sú tala verður enn hærri í ár vegna hækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu. Íslensk stjórnvöld hafa það á stefnu sinni að Ísland verði laust við olíu árið 2040. Að ná því markmiði er ekki aðeins mikilvægt fyrir umhverfi, loftslag og efnahag heldur einnig til að tryggja orkuöryggi þjóðarinnar. Það dugar skammt að setja háleit markmið, vita þarf hvernig er hægt að ná þeim og vinna að því markvisst. Raforka og rafeldsneyti eru nærtækustu kostirnir til að ná fram fullum orkuskiptum á Íslandi á komandi árum. Bein rafvæðing á bílaflota landsmanna tók kipp í kjölfar stuðnings sem fólst í niðurfellingu á opinberum gjöldum. Bílar og smærri farartæki ná þó aðeins yfir um 7% af heildar olíunotkun Íslands. Mikill meirihluti olíunotkunar er tilkominn vegna flugvéla, skipa og stærri atvinnutækja. Þar sem bein rafvæðing er ekki fýsilegur kostur mun verða þörf á rafeldsneyti. Loftslagsmarkmiðin munu einfaldlega ekki nást án þess. Hagrænir hvatar eru því nauðsynlegir á mun stærri skala ef árangur á að nást í orkuskiptum. Rafeldsneyti er tiltölulega nýtt hugtak í umræðunni og því ekki eins vel þekkt og olía. Líkt og jarðefnaeldsneyti er rafeldsneyti til í ólíkum gerðum sem henta til ólíkra nota. Þetta eru til að mynda vetni, ammoníak, metanól og sjálfbært þotueldsneyti (e. Sustainable Aviation Fuel, SAF). Hliðstætt því að bensín og díselolía eru unnin úr hráolíu, þá eru ólíkar gerðir rafeldsneytis unnar úr vetni með því að hvarfa því við nitur,úr andrúmsloftinu, eða koltvísýring, úr útblæstri eða andrúmsloftinu. Vetnið fæst með því að rafgreina vatn. Þrátt fyrir að rafeldsneyti sé nýlegt hugtak þá hafa Íslendingar verið frumkvöðlar á þessu sviði í áratugi. Framleiðsla á vetni með rafgreiningu hefur átt sér stað nær samfellt hér á landi í tæpa sjö áratugi eða allt frá því Áburðarverksmiðjan í Gufunesi tók til starfa árið 1955. Fyrsta áfyllingarstöðin í heiminum sem seldi vetni í smásölu tók til starfa á Grjóthálsi árið 2003. Sömuleiðis var heimsins fyrsta framleiðsla og sala á fljótandi rafeldsneyti hér á Íslandi, þegar framleiðsla CRI á metanóli hófst í Svartsengi árið 2012. Það má ef til vill segja að við höfum verið á undan okkar samtíð. Staðan er þó að breytast hratt og eru vetnis- og rafeldsneytisverkefni á fleygiferð í löndunum í kringum okkur. Vetnis- og rafeldsneytissamtökin, VOR, eru hópur 8 fjölbreyttra fyrirtækja að þróa mismunandi lausnir fyrir ólíka notendahópa sem hafa ekki valkost um beina rafvæðingu í orkuskiptavegferð sinni. VOR var stofnað fyrir tveimur árum, innan vébanda Samtaka iðnaðarins, en samanlögð reynsla stjórnenda fyrirtækjanna spannar áratugi. Skortur á raforku og grænum hvötum stendur þessum nýja, sjálfbæra iðnaði hins vegar fyrir þrifum hér á landi. Ef raforka fæst ekki í innlenda framleiðslu á rafeldsneyti, verða rafeldsneytisverkefni ekki að veruleika, og þá verðum við áfram háð innflutningi á eldsneyti þótt olíunni verði skipt út. Rafeldsneytisframleiðendur geta verið sveigjanlegur orkunotandi og stutt vel við bætta nýtingu í núverandi raforkukerfi sem og aukna raforkuframleiðslu úr sveiflukenndum orkugjöfum eins og vindorku. Áframhaldandi aðgerðarleysi mun verða Íslandi dýrkeypt. Á fjárlögum þessa árs eru 800 milljónir áætlaðar til kaupa á losunarheimildum vegna skuldbindinga Íslands í Kyoto bókuninni. Skuldbindinga sem ekki tókst að uppfylla. Ef ný og bindandi markmið um minni losun á beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda nást ekki getur það leitt til milljarða kostnaðar vegna kaupa á losunarheimildum innan fárra ára. Hvort og þá hversu mikið ræðst af því hvernig til tekst í orkuskiptunum og hver staða á mörkuðum með losunarheimildir verður í framtíðinni. Ef við drögum lærdóm af orkuskiptum 20. aldar þá skila slíkar fjárfestingar sér margfalt í bættu umhverfi, efnahag og orkuöryggi. Tæknin til framleiðslu og notkun á rafeldsneyti er til staðar og engin ástæða til að draga það lengur og hefjast handa við orkuskiptin úr olíu í græna orku á öllum sviðum. Auður Nanna Baldvinsdóttir er formaður Vetnis- og rafeldsneytissamtakanna (VOR) og forstjóri Iðunn H2 og Ómar Freyr Sigurbjörnsson er markaðsstjóri Carbon Recycling International (CRI).
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun