Efling og SA: Lítið bar í milli Stefán Ólafsson skrifar 20. febrúar 2023 14:30 Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að nýr sáttasemjari kom að kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) hófust alvöru viðræður milli aðilanna í fyrsta sinn á miðvikudag í síðustu viku. Í góðri trú féllst samninganefnd Eflingar síðan á að fresta verkfallsaðgerðum á fimmtudagskvöld til miðnættis á sunnudag (19. feb.) til að greiða fyrir jákvæðum samningaviðræðum. Einlægur samningsvilji og jákvæð leit að lausnum var leiðarljós Eflingarfólks í viðræðunum. Efling tók mörg skref til að nálgast SA. Viðræðurnar snérust um að aðlaga launatöflu Eflingar að sérstökum aðstæðum verkafólks á höfuðborgarsvæðinu og að gera það innan skekkjumarka kostnaðar SGS-samningsins. Aðilar voru sammála um að SGS-samningurinn væri ódýrari fyrir fyrirtækin ef hann væri heimfærður óbreyttur á félagsmenn Eflingar á höfuðborgarsvæðinu. Efling ætti því inni einhverja umframhækkun svo félagsmenn Eflingar fengju álíka ábata af samningnum og verkafólk sem starfar undir SGS-samningnum, án þess þó að heildarkostnaður fyrirtækja yrði meiri. Ólík sjónarmið voru þó um aðferðir við mat á kostnaði og hversu mikið það svigrúm væri. Í reynd gengu viðræðurnar vel á fimmtudag og föstudag og báðir aðilar voru lausnamiðaðir og þokuðust saman. Gerð höfðu verið drög að breyttri launatöflu til að koma til móts við ólíka samsetningu Eflingarfélaga samanborið við SGS-félögin á landsbyggðinni og að dreifa launahækkunum með öðrum hætti en gert var í SGS-samningnum. Við lok föstudags mátti ætla að greið leið væri að því að brúa það bil sem þá var milli aðila hvað útfærslu launatöflu snerti. Samninganefnd Eflingar hafði lýst sig viljuga til að koma til móts við SA varðandi aðrar breytingar á kjarasamningi sem SA óskuðu eftir í skiptum. SA forystan snéri við blaðinu Það kom samningafólki Eflingar því mjög á óvart á laugardeginum að gangur viðræðna þyngdist, þó áfram væri unnið með hugmyndir um ívilnandi breytingar á kjarasamningi til að vega á móti breytingum á launatöflu. Á sunnudagsmorgun var síðan ljóst að SA-fólk hafði snúið við blaðinu og vildi ekki halda áfram á þeirri leið sem þó hafði skilað aðilunum á þann stað að frekar lítið bar í milli. Ekki hjálpaði til að SA gengu á bak loforðs um að viðræður myndu fara fram við fulltrúa Samskips og olíudreifingarfyrirtækja meðan á frestun verkfalls stæði. Síðan þegar sáttasemjari óskaði eftir yfirliti hvors aðila um sig um lokastöðu viðræðna seinni part sunnudags þá dró forysta SA skyndilega upp óþekkjanlega mynd af afstöðu sinni þar sem áður umræddar málamiðlanir af þeirra hálfu höfðu gufað upp – rétt eins og markmiðið væri að ýkja hversu mikið bil væri milli aðilanna. Þetta var með miklum ólíkindum. Einnig virðist sem að SA-forystan hafi verið andvíg því að settur sáttasemjari legði fram miðlunartillögu sem risi undir því að vera einhvers konar millivegur milli aðilanna. Gjáin sem brúa þurfti þá var vel innan þess ramma sem miðlunartillögur geta tekið á með farsælum hætti. Í framhaldinu hefur forysta SA gripið til fordæmalausra hótana um beitingu verkbanns á nærri 21.000 Eflingarfélaga sem myndi lama atvinnulíf á höfuðborgarsvæðinu samstundis á þriðjudag í næstu viku. Erfitt er að sjá hverju slík framvinda ætti að skila öðru en að magna upp áhrif deilunnar, langt umfram þau áhrif sem verkföll afmarkaðra hópa geta haft, og skapa glundroða í samfélaginu. Þetta nýja skref forystu SA er væntanlega hugsað sem leið til að þvinga stjórnvöld til að setja lögbann á verkföll verkafólks, sem ekki hefur verið gert í áratugi. Tilefnið er vægast sagt langsótt í ljósi þess sem á milli bar í deilunni á föstudag og laugardag. Full ástæða er því til að efast um að SA-fólk hafi haft alvöru samningsvilja að þessu sinni. En Efling sýndi mikinn samningsvilja í verki – á marga vegu. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu-stéttarfélagi.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun