Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 15:31 Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Starfsemi Lindarhvols Alþingi Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það á alltaf að vera markmið stjórnvalda að fjölmiðlar og almenningur getið fengið upplýsingar um starfsemi stjórnvalda. Þetta á sérstaklega við um upplýsingar um hvernig stjórnvöld fara með fjármuni og eignir ríkisins - eignir almennings. Umræðan um Lindarhvol snýst einmitt um þetta. Þegar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vill að spurningin í þessu máli sé hvers vegna fólk og fjölmiðlar eigi að fá aðgang að upplýsingum - er öllu snúið á hvolf. Upplýsingagjöf er meginreglan og það þarf að rökstyðja þegar vikið er frá þessari reglu. Fjármálaráðherra spyr hins vegar hvers vegna undantekningin er ekki reglan. Að leynd sé meginreglan. Sigurður Þórðarson fyrrverandi settur ríkisendurskoðandi sem vann greinargerð um Lindarhvol - sem varðar meðferð og ráðstöfun opinberra eigna og fjármuna - furðar sig á því hvers vegna greinargerðin sem hann skilaði Alþingi árið 2018 sé enn ekki aðgengileg almenningi. Hann veltir fyrir sér tilgangi Alþingis sem sýnir þennan mótþróa gagnvart fremur einföldum hlut. En Alþingi er hér í sömu stöðu og fjölmiðlar og almenningur. Forseti Alþingis hefur nefnilega tekið að sér það vafasama hlutverk að skammta þingmönnum upplýsingar. Það er ótrúleg staða þegar forseti Alþingis meinar þingmönnum að fá upplýsingar í hendur. Upplýsingar sem hann tók við fyrir hönd allra þingmanna. Þessi ákvörðun hans er óskiljanleg, enda stendur hann einn í forsætisnefnd um þá afstöðu. Afstaða Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í þessu máli er líka sérstök, vegna þess að hann vill leynd umfram gagnsæi. Það er mjög sérstakt vegna þess að hann er í mótsögn við sjálfan sig. Fjármálaráðherra tók nefnilega sjálfur ákvörðun um að birta lista yfir kaupendur í lokuðu útboði í Íslandsbankasölunni á síðasta ári. Það gerði hann meira segja þvert á lögfræðiálit. Hann taldi einfaldlega að almenningur ætti rétt á þeim upplýsingum og að ekki væri hægt að rökstyðja leynd um hverjir fengu að kaupa. Það var rétt ákvörðun hjá honum. Almenningur hafði hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar og fékk þær þess vegna. Um söluna í gegnum Lindarhvol hefur fjármálaráðherra lögfræðiálit sem segir að rétt sé að veita almenningi upplýsingar. Þrátt fyrir það hefur fjármálaráðherra hins vegar opinberlega tekið skrýtinn slag þar sem hann spyr hvers vegna eigi að birta þessa greinargerð. Það sé búið að birta aðra skýrslu og það megi bara vera ein skýrsla. En málið snýst auðvitað ekki um fjölda skýrslna, fólki í landinu er vel treystandi fyrir fleiri en einni skýrslu. Og getur kannski bara lesið báðar. Heimurinn ferst ekki við það. Og þá hlýtur spurningin til hans að vera: Hvers vegna vill fjármálaráðherra ekki að almenningur fái að lesa gagnrýni um það hvernig farið var með fjármuni almennings? Hvaða hagsmuni er hann að verja þar?Ég hef lagt fram fyrirspurn á Alþingi um það hvers vegna önnur lögmál gilda varðandi sölu ríkiseigna í gegnum Lindarhvol en í Íslandsbankasölunni. Þegar reynt er að gera einfalda sögu flókna fer hugurinn ósjálfrátt á þann stað að hér hefur einhver vondan málstað að verja. Af hverju er verið að tala um aukaatriði í stað aðalatriða? Stóra spurningin í þessu máli er hins vegar bara ein: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun