Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 22:40 Rylee og Megan áttu dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Aðsend Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp. Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira
Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp.
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum Lífið Fleiri fréttir Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Sjá meira