Óvænt endurkoma Tuchel til Parísar í kortunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. febrúar 2023 17:00 Thomas Tuchel stýrði PSG frá 2018 til 2020. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Thomas Tuchel gæti óvænt tekið við París Saint-Germain á nýjan leik en hann var rekinn frá liðinu í desember 2020. Núverandi þjálfari, Christophe Galtier, fær til 8. mars til að bjarga starfi sínu. Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Það er fátt öruggt í heimi fótboltans en þessa dagana er alltaf hægt að reikna með drama í París. Liðið er sem stendur með fimm stiga forskot á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar en féll úr leik í franska bikarnum á dögunum. Þá tapaði það 0-1 á heimavelli í fyrri leik einvígisins gegn Bayern München í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Var það þriðja tap liðsins í röð, í öllum keppnum. Liðið virtist vera að tapa fjórða leiknum í röð en tókst að landa sigri á Lille með tveimur mörkum í blálokin. Í þeim leik mætti Luis Campos, íþróttastjóri félagsins, niður á hliðarlínuna. Það benti sterklega til þess að dagar Galtier væru taldir. Zinedine Zidane hefur verið nefndur sem líklegur eftirmaður en hann mun ekki taka við franska landsliðinu í bráð eins og hann vildi þar sem Didier Deschamps skrifaði nýverið undir nýjan samning. - Incredible scenes in Paris as the technical director Luis Campos has left the stands and is currently shouting to his own players from the sideline, with the manager behind him. pic.twitter.com/SOmSRvmNNK— (@TheEuropeanLad) February 19, 2023 Annar sem hefur verið nefndur til sögunnar sem arftaki Galtier er téður Tuchel en hinn 49 ára gamli Þjóðverji var rekinn á jóladag árið 2020. Hann hafði unnið frönsku úrvalsdeildina tvívegis sem þjálfari liðsins, franska deildarbikarinn og franska bikarinn ásamt því að koma liðinu alla leið í úrslit Meistaradeildar Evrópu. Eftir að hann var rekinn frá PSG tók hann við Chelsea og gerði liðið að Evrópumeisturum. Hann var svo rekinn þaðan fyrr á þessu tímabili. Talið er að Tuchel sé ekki æstur í að taka við PSG á nýjan leik eftir meðhöndlun félagsins á honum. Munurinn nú er sá að skipt hefur verið um íþróttastjóra. Tuchel og Leonardo, þáverandi íþróttastjóra félagsins, lenti saman fyrir þremur árum en í dag er Leonardo horfinn á braut og Campos tekinn við. PSG are linked with a SHOCK move for former boss Thomas Tuchel https://t.co/aFp4M0vIzP— MailOnline Sport (@MailSport) February 21, 2023 Hvort Tuchel taki starfinu eða ekki virðist styttast í að PSG skipti um þjálfara enn á ný. Í raun má bóka að það gerist fari svo að Bayern slái liðið út úr Meistaradeild Evrópu.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira