„Þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 13:20 Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Vísir/Margrét Saltkjöt er með því óhollara sem hægt er að borða. Þetta segir næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. Fólk sem glímir við háan blóðþrýsting er ráðlagt að nálgast saltkjöt og baunir, hinn þjóðlega rétt, af mikilli hófsemd. Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna. Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Saltkjöt og baunir eru fyrir marga órjúfanlegur hluti af febrúar en rétturinn getur verið varasamur, sérstaklega í miklu magni. Anna Ragna Fossberg Jóhönnudóttir er næringarfræðingur og doktor í heilbrigðisvísindum. „Saltkjöt, þetta er með því óhollara sem þú getur látið inn fyrir þínar varir. Þar með er ég ekki að segja að við getum ekki flestöll leyft okkur að borða saltkjöt einu sinni á ári. Þetta er hefð og allt það en það er margt í saltkjöti sem er varasamt. Þetta er til dæmis rautt kjöt og mikil neysla á rauðu kjöti hefur fylgni við krabbamein í ristli. Í saltkjöti er saltpétur (kalíum nítrat) og það er saltpéturinn sem gerir kjötið bleikt á litinn; bæði saltkjöt og reykt kjöt verður bleikt á litinn út af saltpétrinum og saltpéturinn hefur ennþá sterkari fylgni við krabbamein og sérstaklega í maga.“ Sjálft saltið sé heldur ekki alltaf skaðlaust. „Það er mikið salt í saltkjöti og salt er natríumjónir, natríumjónir safnast upp í blóðinu og eru mjög nauðsynleg í vissu magni en mikið af natríum í æðunum og utanfrumuvökva, það dregur vatn út í æðarnar úr frumunum og þá hækkar blóðþrýstingurinn og fyrir þá sem eru með háþrýsting eða einhvern veikleika í hjarta- og æðakerfi þá er varasamt að borða mikið salt. Eins og ég sagði áðan þá þarf ekki að gera neitt til að borða saltkjöt einu sinni á ári en fyrir þá sem eru með þessa veikleika í hjarta- og æðakerfi og með háþrýsting þá getur ein stór máltíð af saltkjöti verið varasöm.“ En eru til ráðleggingar fyrir þau sem eru með háþrýsting sem ætla samt að gæða sér á saltkjöti? „Já, það er auðvitað gott að drekka vel af vatni með þegar maður borðar mikið salt en ég myndi líka bara setja minna af kjöti í súpuna, þannig að súpan verði ekki eins sölt og borða meira af súpunni og grænmetinu heldur en kjötinu og reyna að takmarka fjölda kjötbitanna sem lenda ofan í maga,“ segir Anna Ragna.
Sprengidagur Heilsa Matur Menning Tengdar fréttir Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01 Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Sjá meira
Verkaði 2,5 tonn af saltkjöti sem fólk hámaði í sig Gestir Múlakaffis hámuðu í sig saltkjöt og baunir í tilefni sprengidags. Yfirkokkurinn verkaði tvö og álft tonn af saltkjöti og sögðu gestir vel þess virði að vakna á morgun með bjúg eftir saltneyslunna. 1. mars 2022 21:01
Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Hár blóðþrýstingur og saltkjöt fara illa saman og hjartveikir ættu ekki að láta þennan þjóðlega rétt eftir sér. 28. febrúar 2017 11:33