Stiven nýliði í fyrsta hópnum eftir að Guðmundur hætti Sindri Sverrisson skrifar 23. febrúar 2023 11:28 Stiven Tobar Valencia er í fyrsta sinn í A-landsliðinu, fyrir leikina við Tékka. vísir/Diego Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, sem stýra íslenska karlalandsliðinu í handbolta til bráðabirgða eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar, hafa valið landsliðshóp fyrir komandi leiki við Tékka. Valsarinn Stiven Tobar Valencia fær sitt fyrsta tækifæri í landsliðinu. Ísland mætir Tékklandi ytra 8. mars og svo heima í Laugardalshöll 12. mars. Leikirnir eru í undankeppni EM 2024 þar sem liðin eru í riðli með Eistlandi og Ísrael en Ísland vann bæði þessi lið í haust. Reikna má með að leikirnir við Tékka snúist um að ná efsta sæti riðilsins en 2-3 lið komast upp úr hverjum riðli og því yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar verði með á EM í Þýskalandi í janúar. Raunar er þegar búið að raða Íslandi í ákveðinn riðil á mótinu, og búið að ákveða að Íslendingar spili í München og mögulega Köln. Auk þess að hafa misst aðalþjálfara sinn þarf íslenska liðið að spjara sig án síns besta leikmanns, Ómars Inga Magnússonar, í leikjunum við Tékka því hann glímir við meiðsli. Önnur örvhent skytta, Kristján Örn Kristjánsson, er sömuleiðis ekki í hópnum enda verið að glíma við kulnun. Kristján kom inn í hópinn gegn Ísrael og Eistlandi í október vegna meiðsla Ómars. Í þetta sinn er Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, með og þeir Viggó Kristjánasson deila hægri skyttustöðunni. Stiven kemur inn í hópinn í stað Hákons Daða Styrmissonar og veitir Bjarka Má Elíssyni samkeppni um stöðu vinstri hornamanns. Ólafur Guðmundsson er ekki í hópnum en hann hefur verið frá keppni eftir að hafa meiðst á HM í janúar en fyrirliðinn Aron Pálmarsson, sem einnig meiddist undir lok HM, hefur spilað með liði sínu Álaborg síðan þá og er í hópnum. Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars: - Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Stiven Tobar Valencia, Val - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Elvar Örn Jónsson, Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Viggó Kristjánsson, Leipzig Teitur Örn Einarsson, Flensburg - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01 „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Ísland mætir Tékklandi ytra 8. mars og svo heima í Laugardalshöll 12. mars. Leikirnir eru í undankeppni EM 2024 þar sem liðin eru í riðli með Eistlandi og Ísrael en Ísland vann bæði þessi lið í haust. Reikna má með að leikirnir við Tékka snúist um að ná efsta sæti riðilsins en 2-3 lið komast upp úr hverjum riðli og því yfirgnæfandi líkur á að Íslendingar verði með á EM í Þýskalandi í janúar. Raunar er þegar búið að raða Íslandi í ákveðinn riðil á mótinu, og búið að ákveða að Íslendingar spili í München og mögulega Köln. Auk þess að hafa misst aðalþjálfara sinn þarf íslenska liðið að spjara sig án síns besta leikmanns, Ómars Inga Magnússonar, í leikjunum við Tékka því hann glímir við meiðsli. Önnur örvhent skytta, Kristján Örn Kristjánsson, er sömuleiðis ekki í hópnum enda verið að glíma við kulnun. Kristján kom inn í hópinn gegn Ísrael og Eistlandi í október vegna meiðsla Ómars. Í þetta sinn er Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson, leikmaður Flensburg, með og þeir Viggó Kristjánasson deila hægri skyttustöðunni. Stiven kemur inn í hópinn í stað Hákons Daða Styrmissonar og veitir Bjarka Má Elíssyni samkeppni um stöðu vinstri hornamanns. Ólafur Guðmundsson er ekki í hópnum en hann hefur verið frá keppni eftir að hafa meiðst á HM í janúar en fyrirliðinn Aron Pálmarsson, sem einnig meiddist undir lok HM, hefur spilað með liði sínu Álaborg síðan þá og er í hópnum. Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars: - Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Stiven Tobar Valencia, Val - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Elvar Örn Jónsson, Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Viggó Kristjánsson, Leipzig Teitur Örn Einarsson, Flensburg - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen
Landsliðshópur Íslands gegn Tékkum 8. og 12. mars: - Markverðir: Björgvin Páll Gústavsson, Val Viktor Gísli Hallgrímsson, HBC Nantes - Vinstra hornamenn: Bjarki Már Elísson, Telekom Veszprém Stiven Tobar Valencia, Val - Vinstri skyttur: Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold Elvar Ásgeirsson, Ribe Esbjerg - Leikstjórnendur: Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg Elvar Örn Jónsson, Melsungen Janus Daði Smárason, Kolstad - Hægri skyttur: Viggó Kristjánsson, Leipzig Teitur Örn Einarsson, Flensburg - Hægri hornamenn: Sigvaldi Björn Guðjónsson, Kolstad Óðinn Þór Ríkharðsson, Katteden Schaffhausen - Línumenn og varnarmenn: Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01 „Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00 „Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01 „Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00 Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
Hver tekur við landsliðinu? Forráðamenn HSÍ standa nú frammi fyrir því krefjandi verkefni að finna nýjan þjálfara fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta. En hverjir eru líklegustu kandídatarnir? 23. febrúar 2023 09:01
„Landsliðsþjálfari Íslands í handbolta á að vera í fullu starfi“ Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik í gær. Guðjón Guðmundsson var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hann fór yfir stöðuna sem upp er komin. 22. febrúar 2023 21:00
„Persónulega mjög erfitt fyrir mig“ Gunnar Magnússon segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar er til hans hafi verið leitað og mun því stýra landsliði Íslands í næstu fjórum leikjum. Hann hefur ekki áhuga á því að verða næsti landsliðsþjálfari. 22. febrúar 2023 19:01
„Skemmd epli innan klefans“ hafi leitt til brotthvarfs Guðmundar Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson telur að stjórn HSÍ hafi ekki ætlað sér að reka Guðmund Guðmundsson úr starfi landsliðsþjálfara en að þrýstingur frá leikmönnum hafi leitt til brotthvarfs hans. 22. febrúar 2023 12:00
Guðmundur hættur með landsliðið Guðmundur Guðmundsson er hættur sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta staðfesti HSÍ í fréttatilkynningu í dag. Þar segir að um sameiginlega ákvörðun beggja aðila sé að ræða. Aðeins hálfur mánuður er í næstu landsleiki. 21. febrúar 2023 16:15