Samkeppnishæft Ísland – Hvernig búum við þeim tekjulágu gott líf til framtíðar? Guðjón Sigurbjartsson skrifar 23. febrúar 2023 13:00 Það gengur illa fyrir þau lægst launuðu að semja um „laun sem hægt er að lifa af“. Vandinn er sá að ef lægstu launin hækka nægjanlega, myndu öll laun í landinu óhjákvæmilega hækka meira en orðið er og afleiðingin yrði óðaverðbólga en ekki kaupmáttaraukning. Til að stórbæta lífskjör í landinu þarf að auka það sem er til skiptanna með því að efla þjóðarframleiðsluna og lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar. Sem betur fer eykst þjóðarframleiðslan jafnt og þétt en það er því miður ekki raunhæft að það dugi til. Ekki er heldur raunhæft að skipta mikið jafnar en gert er, þó þar megi vissulega bæta nokkuð um. Það sem mestu mun skila fyrir þau tekjulægstu er að lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar eins og nágrannaþjóðirnar í Evrópu hafa gert. Það er eina raunhæfa leiðin til að bæta hag þeirra tekjulægstu svo um munar. Hér eru helstu leiðir til þess útskýrðar. 1. Lækkun matarkostnaðar Með því að fella niður tolla á matvælum frá Evrópu, eins og þjóðir Evrópu hafa gert sín á milli, lækka mánaðarleg matarútgjöld á fullvaxna manneskju um það bil um 15.000 krónur. Það þýðir að matarútgjöld 4 manna fjölskyldu myndu lækka um nálægt 50.000 kr á mánuði. Á móti niðurfellingu tolla þyrfti að auka grunnstuðning við bændur og breyta landbúnaðarstefnunni þannig að bændur geti framleitt það sem þeir hafa áhuga á og telja sér hag í. Fyrirmyndin er vel þekkt í Evrópu. Á sama tíma og við fellum niður tolla og kvóta á matvæli frá Evrópu myndi Evrópa fella niður tolla á matvæli frá okkur, þar á meðal á unnum sjávarafurðum. Það myndi auka verðmæti okkar matvælaframleiðslu og bæta þannig hag hinna dreifðu byggða. 2. Lækkan húsnæðiskostnaðar Lífeyrissjóðir hafa meira en nægt fjármagn til að kosta stöðuga byggingu íbúðarhúsnæðis óháð efnahagssveiflum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur árlega þörf vera um 4.500 íbúðir næsta áratug. Lífeyrissjóðir gætu fjármagnað stóran hluta húsbygginganna með tilteknum skilyrðum sem gagnast íbúðakaupendum. Íbúðir myndu safnast á lager í efnahagslægðum og seljast þegar úr rætist sem yrði sveiflujafnandi. Með réttri útfærslu myndi þetta bæta framlegð byggingariðnaðarins og lækka kostnaðarverð íbúða um jafnvel 15%. Um leið myndi draga yrði úr verðþenslu vegna skorts á íbúðahúsnæði því nægar íbúðir væru til á lager á uppgangstímum. Svo myndi lægra íbúðaverð óbeint stuðla að lækkun húsaleigu. Lauslega áætlað gæti þetta bætt hag meðalheimilis um allavega 50.000 kr á mánuði. 3. Lækkun vaxta Með því að taka upp Evruna í stað krónunnar myndu sveiflur í efnahagslífinu minnka og vaxtagjöld lækka. Við það myndi hagur skuldara batna og hingað kæmu fleiri góð fyrirtæki, jafnvel bankar, sem myndi bæta hag þjóðarinnar með ýmsum hætti. Seðlabankinn áætlaði fyrir nokkrum árum að upptaka Evru myndi bæta hag landsmanna um nokkur prósent. Ýmsir hafa nefnt 300 milljarða kr á ári, sem líklegan ávinning, sem gerir tæpa 1 milljón kr á mann á ári. Sem dæmi myndi 2% vaxtalækkun þýða um 50.000 kr sparnað á mánuði fyrir heimili sem skuldar 30 milljónir kr og fyrir unga fólkið sem skuldar jafnvel upp undir 100 milljónir kr. myndi sparnaðurinn hlaupa á hundruðum þúsunda og telja verulega í heimilisbókhaldinu. 4. Lækkun ferðakostnaðar Með öflugum almenningssamgöngum á borð við Borgarlínu verður raunhæft fyrir mörg heimili að fækka um einn bíl og jafnvel að sleppa því að eiga bíl. Kostnaður við rekstur bifreiðar er ekki undir 50.000 kr á mánuði, sem myndi þá sparast. Samandregið Að sjálfsögðu eru þær upphæðir sem hér eru nefndar lauslegt mat. Nokkuð ljóst er samt að þær gefa réttar vísbendingar og gætu allt eins verið of lágar. Með ofangreindu myndu útgjöld dæmigerðrar 4 manna fjölskyldu á Íslandi lækka varlega áætlað um 200.000 kr á mánuði og fyrir fjölmarga mun meira. Til að hafa fyrir þeim útgjöldum þarf um 300.000 kr á mánuði fyrir skatta. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæðir en þær launahækkanir sem þau lægst launuðu hafa verið að fara fram á. Þessar kostnaðarlækkanir myndu lækka verðlag en ekki auka verðbólgu, sem þýðir minni hækkun verðtryggðra lána en ella. Þá myndu tekjur þjóðarinnar aukast, ekki síst hinna dreifðu byggða, því fleira ferðafólk myndi koma hingað og ferðast um landið ef verðlag lækkar. Einnig kæmu hingað fleiri góð erlend fyrirtæki. Þeim myndi fylgja betra framboð vöru og þjónustu og einhver hækkun meðallauna auk spennandi atvinnumöguleika fyrir ungt og vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu. Það myndi auðvelda sumar breytinganna að ganga í Evrópusambandið og því fylgja líka fleiri kostir, en látum það liggja milli hluta. Spurningin er bara hversu lengi við getum frestað því að bæta hag hinna lægst launuðu og okkar allra, ekki hvort við gerum það. Það er nefnilega óhjákvæmilegt í opnum heimi. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það gengur illa fyrir þau lægst launuðu að semja um „laun sem hægt er að lifa af“. Vandinn er sá að ef lægstu launin hækka nægjanlega, myndu öll laun í landinu óhjákvæmilega hækka meira en orðið er og afleiðingin yrði óðaverðbólga en ekki kaupmáttaraukning. Til að stórbæta lífskjör í landinu þarf að auka það sem er til skiptanna með því að efla þjóðarframleiðsluna og lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar. Sem betur fer eykst þjóðarframleiðslan jafnt og þétt en það er því miður ekki raunhæft að það dugi til. Ekki er heldur raunhæft að skipta mikið jafnar en gert er, þó þar megi vissulega bæta nokkuð um. Það sem mestu mun skila fyrir þau tekjulægstu er að lækka tilkostnað við lífsnauðsynjar eins og nágrannaþjóðirnar í Evrópu hafa gert. Það er eina raunhæfa leiðin til að bæta hag þeirra tekjulægstu svo um munar. Hér eru helstu leiðir til þess útskýrðar. 1. Lækkun matarkostnaðar Með því að fella niður tolla á matvælum frá Evrópu, eins og þjóðir Evrópu hafa gert sín á milli, lækka mánaðarleg matarútgjöld á fullvaxna manneskju um það bil um 15.000 krónur. Það þýðir að matarútgjöld 4 manna fjölskyldu myndu lækka um nálægt 50.000 kr á mánuði. Á móti niðurfellingu tolla þyrfti að auka grunnstuðning við bændur og breyta landbúnaðarstefnunni þannig að bændur geti framleitt það sem þeir hafa áhuga á og telja sér hag í. Fyrirmyndin er vel þekkt í Evrópu. Á sama tíma og við fellum niður tolla og kvóta á matvæli frá Evrópu myndi Evrópa fella niður tolla á matvæli frá okkur, þar á meðal á unnum sjávarafurðum. Það myndi auka verðmæti okkar matvælaframleiðslu og bæta þannig hag hinna dreifðu byggða. 2. Lækkan húsnæðiskostnaðar Lífeyrissjóðir hafa meira en nægt fjármagn til að kosta stöðuga byggingu íbúðarhúsnæðis óháð efnahagssveiflum. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun metur árlega þörf vera um 4.500 íbúðir næsta áratug. Lífeyrissjóðir gætu fjármagnað stóran hluta húsbygginganna með tilteknum skilyrðum sem gagnast íbúðakaupendum. Íbúðir myndu safnast á lager í efnahagslægðum og seljast þegar úr rætist sem yrði sveiflujafnandi. Með réttri útfærslu myndi þetta bæta framlegð byggingariðnaðarins og lækka kostnaðarverð íbúða um jafnvel 15%. Um leið myndi draga yrði úr verðþenslu vegna skorts á íbúðahúsnæði því nægar íbúðir væru til á lager á uppgangstímum. Svo myndi lægra íbúðaverð óbeint stuðla að lækkun húsaleigu. Lauslega áætlað gæti þetta bætt hag meðalheimilis um allavega 50.000 kr á mánuði. 3. Lækkun vaxta Með því að taka upp Evruna í stað krónunnar myndu sveiflur í efnahagslífinu minnka og vaxtagjöld lækka. Við það myndi hagur skuldara batna og hingað kæmu fleiri góð fyrirtæki, jafnvel bankar, sem myndi bæta hag þjóðarinnar með ýmsum hætti. Seðlabankinn áætlaði fyrir nokkrum árum að upptaka Evru myndi bæta hag landsmanna um nokkur prósent. Ýmsir hafa nefnt 300 milljarða kr á ári, sem líklegan ávinning, sem gerir tæpa 1 milljón kr á mann á ári. Sem dæmi myndi 2% vaxtalækkun þýða um 50.000 kr sparnað á mánuði fyrir heimili sem skuldar 30 milljónir kr og fyrir unga fólkið sem skuldar jafnvel upp undir 100 milljónir kr. myndi sparnaðurinn hlaupa á hundruðum þúsunda og telja verulega í heimilisbókhaldinu. 4. Lækkun ferðakostnaðar Með öflugum almenningssamgöngum á borð við Borgarlínu verður raunhæft fyrir mörg heimili að fækka um einn bíl og jafnvel að sleppa því að eiga bíl. Kostnaður við rekstur bifreiðar er ekki undir 50.000 kr á mánuði, sem myndi þá sparast. Samandregið Að sjálfsögðu eru þær upphæðir sem hér eru nefndar lauslegt mat. Nokkuð ljóst er samt að þær gefa réttar vísbendingar og gætu allt eins verið of lágar. Með ofangreindu myndu útgjöld dæmigerðrar 4 manna fjölskyldu á Íslandi lækka varlega áætlað um 200.000 kr á mánuði og fyrir fjölmarga mun meira. Til að hafa fyrir þeim útgjöldum þarf um 300.000 kr á mánuði fyrir skatta. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæðir en þær launahækkanir sem þau lægst launuðu hafa verið að fara fram á. Þessar kostnaðarlækkanir myndu lækka verðlag en ekki auka verðbólgu, sem þýðir minni hækkun verðtryggðra lána en ella. Þá myndu tekjur þjóðarinnar aukast, ekki síst hinna dreifðu byggða, því fleira ferðafólk myndi koma hingað og ferðast um landið ef verðlag lækkar. Einnig kæmu hingað fleiri góð erlend fyrirtæki. Þeim myndi fylgja betra framboð vöru og þjónustu og einhver hækkun meðallauna auk spennandi atvinnumöguleika fyrir ungt og vel menntað fólk með fjölbreytta reynslu. Það myndi auðvelda sumar breytinganna að ganga í Evrópusambandið og því fylgja líka fleiri kostir, en látum það liggja milli hluta. Spurningin er bara hversu lengi við getum frestað því að bæta hag hinna lægst launuðu og okkar allra, ekki hvort við gerum það. Það er nefnilega óhjákvæmilegt í opnum heimi. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun