Bjöguð heimsmynd Pútíns Finnur Th. Eiríksson skrifar 24. febrúar 2023 07:00 Í dag er ár liðið frá innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu. Tæplega nítján þúsund almennra borgara hafa fallið.Yfir átta milljón flóttamanna eru á vergangi í Evrópu og heimili margra þeirra eru rústir einar.Breið samstaða Vesturlanda með Úkraínu er aðdáunarverð. Það er brýn nauðsyn að svara neyðarkalli úkraínsku þjóðarinnar. Engu að síður hefur ekki tekist að sannfæra alla um nauðsyn þess. Það vekur furðu mína að sjá Vesturlandabúa sem taka upp hanskann fyrir Pútín. Umræddir aðilar virðast hafa heldur lítið álit á eigin heimshluta og kvarta gjarnan undan vestrænni siðferðishnignun og skorti á tjáningarfrelsi. Vissulega eru Vesturlönd langt frá því að vera fullkomin. En hallist maður á sveif með Pútín hefur maður farið úr öskunni í eldinn. Það verður seint sagt að Pútín sé siðvandur málsvari tjáningarfrelsisins. Hann hefur stungið blaðamönnum í fangelsi, staðið fyrir ofsóknum gegn minnihlutahópum, látið eitra fyrir pólitískum andstæðingum sínum og bannað stjórnmálasamtök þeirra. Andvestrænar hugmyndir Völd Pútíns eru afar mikil og auðvitað mun hann ekki afsala sér þeim sjálfviljugur. Af þeim sökum lítur hann á lýðræðishefð Vesturlanda sem mikla ógn. Hann á einnig fjölda samlanda sem hafa horn í síðu Vesturlanda. Í Rússlandi hefur myndast frjór jarðvegur fyrir hugmyndir sem hafa skýr tengsl við rússneska yfirburðahyggju. Þar má til dæmis nefna undarlega kenningu þess efnis að rússneska sé í raun upprunalegt tungumál mannkyns. Önnur kenning af sama meiði er jafnvel enn undarlegri. Helsti talsmaður hennar er stærðfræðingurinn Anatoly Fomenko. Inntak kenningarinnar er að vestrænir sagnfræðingar hafi í meginatriðum skáldað mannkynssöguna. Fomenko heldur því fram að saga mannkyns hafi að mestu leyti átt sér stað í Rússlandi og grannríkjum þess. Auk þess fullyrðir hann að mannkynssagan nái einungis eitt þúsund ár aftur í tímann, heppilega um það leyti sem Rússar birtast fyrst í sagnfræðiheimildum. Ég endurtek: Samkvæmt kenningu Fomenkos átti öll mannkynssagan sér stað á einungis þúsund árum! Það þarf vart að taka fram að kenning Fomenkos byggir á falsvísindalegum rökum. Niðurstaðan er fyrir fram gefin og Fomenko notar rangtúlkuð, fölsuð og afbökuð sönnunargögn henni til stuðnings. Það er vissulega ómögulegt að fullyrða nokkuð um fjölda þeirra sem trúa þessari kenningu en eitt er víst, bækur Fomenkos hafa selst í milljónum eintaka. Að lokum má nefna eina kenningu til viðbótar sem endurspeglar rússneska yfirburðahyggju. Pútín og flokksbræður hans eru þeirrar skoðunar að Rússar séu „þríein þjóð“. Nánar tiltekið, að Úkraínumenn og Belarúsar séu ekki raunverulegar þjóðir, heldur nokkurs konar viðhengi við rússnesku þjóðina. Hugmyndin felur í sér skýra höfnun á sjálfsákvörðunarrétti Úkraínumanna og Belarúsa. Það er því lítil furða að Úkraínumenn hafi snúið baki við Pútín og stuðningsmönnum hans. Afnasistavæðing Pútín hefur ítrekað haft orð á því að markmið hans sé að „afnasistavæða“ Úkraínu. Þessi orðræða hefur raunar verið helsta átylla hans fyrir innrásarstríðinu. Þótt uppgangur nýnasisma í Evrópu sé vissulega áhyggjuefni kemur gagnrýni Pútíns úr hörðustu átt. Líkt og áður kom fram aðhyllist hann rússneska yfirburðahyggju. Hann hefur auk þess náin tengsl við hina alræmdu Wagner-herdeild (nefnd í höfuðið á eftirlætistónskáldi Hitlers) og hefur miklar mætur á þekktum öfgasinnuðum Gyðingahatara. Auðvitað er nýnasismi vandamál sem þarf að takast á við en væri þá ekki tilvalið að afnasistavæða Rússland áður en lengra er haldið? Lokaorð Nú gæti einhver sagt að það sé engin nýlunda að einræðisherra viðri ógeðfelldar skoðanir og taki siðlausar ákvarðanir. En Pútín hefur gengið lengra en nokkur einræðisherra í langan tíma. Hann hefur í raun gert Rússland útlægt í samfélagi þjóða. Tvö atriði ráða þar mestu. Í fyrsta lagi hefur Pútín innlimað yfirráðasvæði fullvalda ríkis. Í öðru lagi hefur hann hótað að beita kjarnavopnum. Ef alþjóðasamfélagið kæmi Pútín upp með þessa hegðun gæfi það stórhættulegt fordæmi. Það myndi greiða leiðina fyrir Kína, Íran og önnur alræðisríki að gera innrás í eigin grannríki. Með öryggi heimsbyggðarinnar að leiðarljósi er því algjört forgangsatriði að setja Pútín stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag er ár liðið frá innrás Vladimírs Pútíns í Úkraínu. Tæplega nítján þúsund almennra borgara hafa fallið.Yfir átta milljón flóttamanna eru á vergangi í Evrópu og heimili margra þeirra eru rústir einar.Breið samstaða Vesturlanda með Úkraínu er aðdáunarverð. Það er brýn nauðsyn að svara neyðarkalli úkraínsku þjóðarinnar. Engu að síður hefur ekki tekist að sannfæra alla um nauðsyn þess. Það vekur furðu mína að sjá Vesturlandabúa sem taka upp hanskann fyrir Pútín. Umræddir aðilar virðast hafa heldur lítið álit á eigin heimshluta og kvarta gjarnan undan vestrænni siðferðishnignun og skorti á tjáningarfrelsi. Vissulega eru Vesturlönd langt frá því að vera fullkomin. En hallist maður á sveif með Pútín hefur maður farið úr öskunni í eldinn. Það verður seint sagt að Pútín sé siðvandur málsvari tjáningarfrelsisins. Hann hefur stungið blaðamönnum í fangelsi, staðið fyrir ofsóknum gegn minnihlutahópum, látið eitra fyrir pólitískum andstæðingum sínum og bannað stjórnmálasamtök þeirra. Andvestrænar hugmyndir Völd Pútíns eru afar mikil og auðvitað mun hann ekki afsala sér þeim sjálfviljugur. Af þeim sökum lítur hann á lýðræðishefð Vesturlanda sem mikla ógn. Hann á einnig fjölda samlanda sem hafa horn í síðu Vesturlanda. Í Rússlandi hefur myndast frjór jarðvegur fyrir hugmyndir sem hafa skýr tengsl við rússneska yfirburðahyggju. Þar má til dæmis nefna undarlega kenningu þess efnis að rússneska sé í raun upprunalegt tungumál mannkyns. Önnur kenning af sama meiði er jafnvel enn undarlegri. Helsti talsmaður hennar er stærðfræðingurinn Anatoly Fomenko. Inntak kenningarinnar er að vestrænir sagnfræðingar hafi í meginatriðum skáldað mannkynssöguna. Fomenko heldur því fram að saga mannkyns hafi að mestu leyti átt sér stað í Rússlandi og grannríkjum þess. Auk þess fullyrðir hann að mannkynssagan nái einungis eitt þúsund ár aftur í tímann, heppilega um það leyti sem Rússar birtast fyrst í sagnfræðiheimildum. Ég endurtek: Samkvæmt kenningu Fomenkos átti öll mannkynssagan sér stað á einungis þúsund árum! Það þarf vart að taka fram að kenning Fomenkos byggir á falsvísindalegum rökum. Niðurstaðan er fyrir fram gefin og Fomenko notar rangtúlkuð, fölsuð og afbökuð sönnunargögn henni til stuðnings. Það er vissulega ómögulegt að fullyrða nokkuð um fjölda þeirra sem trúa þessari kenningu en eitt er víst, bækur Fomenkos hafa selst í milljónum eintaka. Að lokum má nefna eina kenningu til viðbótar sem endurspeglar rússneska yfirburðahyggju. Pútín og flokksbræður hans eru þeirrar skoðunar að Rússar séu „þríein þjóð“. Nánar tiltekið, að Úkraínumenn og Belarúsar séu ekki raunverulegar þjóðir, heldur nokkurs konar viðhengi við rússnesku þjóðina. Hugmyndin felur í sér skýra höfnun á sjálfsákvörðunarrétti Úkraínumanna og Belarúsa. Það er því lítil furða að Úkraínumenn hafi snúið baki við Pútín og stuðningsmönnum hans. Afnasistavæðing Pútín hefur ítrekað haft orð á því að markmið hans sé að „afnasistavæða“ Úkraínu. Þessi orðræða hefur raunar verið helsta átylla hans fyrir innrásarstríðinu. Þótt uppgangur nýnasisma í Evrópu sé vissulega áhyggjuefni kemur gagnrýni Pútíns úr hörðustu átt. Líkt og áður kom fram aðhyllist hann rússneska yfirburðahyggju. Hann hefur auk þess náin tengsl við hina alræmdu Wagner-herdeild (nefnd í höfuðið á eftirlætistónskáldi Hitlers) og hefur miklar mætur á þekktum öfgasinnuðum Gyðingahatara. Auðvitað er nýnasismi vandamál sem þarf að takast á við en væri þá ekki tilvalið að afnasistavæða Rússland áður en lengra er haldið? Lokaorð Nú gæti einhver sagt að það sé engin nýlunda að einræðisherra viðri ógeðfelldar skoðanir og taki siðlausar ákvarðanir. En Pútín hefur gengið lengra en nokkur einræðisherra í langan tíma. Hann hefur í raun gert Rússland útlægt í samfélagi þjóða. Tvö atriði ráða þar mestu. Í fyrsta lagi hefur Pútín innlimað yfirráðasvæði fullvalda ríkis. Í öðru lagi hefur hann hótað að beita kjarnavopnum. Ef alþjóðasamfélagið kæmi Pútín upp með þessa hegðun gæfi það stórhættulegt fordæmi. Það myndi greiða leiðina fyrir Kína, Íran og önnur alræðisríki að gera innrás í eigin grannríki. Með öryggi heimsbyggðarinnar að leiðarljósi er því algjört forgangsatriði að setja Pútín stólinn fyrir dyrnar. Höfundur er áhugamaður um alþjóðamál.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun