Bróður Hákonar blöskrar valið: „Valsmafían farin að stjórna öllu“ Sindri Sverrisson skrifar 24. febrúar 2023 12:00 Hákon Daði Styrmisson fagnar hér fyrir miðju sigri gegn Suður-Kóreu á HM í janúar, ásamt félögum sínum í landsliðinu. Hann hlaut ekki náð fyrir augum Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar sem nú stýra landsliðinu tímabundið. VÍSIR/VILHELM Handboltamaðurinn Andri Heimir Friðriksson gagnrýnir það að Valsmaðurinn Stiven Tobar Valencia skyldi vera valinn í landsliðið í gær á meðan að Ísland eigi hornamenn í mun sterkari deildum en Olís-deildinni. Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen. Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira
Andri Heimir, sem varð meðal annars tvisvar sinnum Íslandsmeistari með ÍBV, segir á Twitter að fjölmiðlar og „Valsmafía“ hafi haft áhrif á valið á landsliðshópnum sem kynntur var í gær, fyrir komandi leiki við Tékka. „Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp sé að kalla Stiven inn og er Valsmafían farin að stjórna öllu hér í íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur,“ skrifar Andri Heimir meðal annars. Mjög eðlilegt að eina breytingin á landsliðshóp er að kallaStiven inn oger Valsmafían farinn stjórna öllu hér í Íslenskum handbolta. Hann er búinn að vera góður en við eigum nokkra menn sem eru að spila í mikið betri deildum. Við skulum ekki taka mark á því en til hamingju Valur— Andri Heimir Friðriksson (@andriheimir) February 23, 2023 Stiven var valinn í landsliðið í fyrsta sinn í gær fyrir komandi leiki við Tékka í undankeppni EM, 8. og 12. mars, eftir að hafa spilað afar vel með Val í vetur í Olís-deildinni og Evrópudeildinni, þar sem Valsmenn hafa tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum. Stiven tekur þar með sæti Hákonar Daða Styrmissonar, bróður Andra Heimis, sem annar tveggja rétthentra hornamanna í landsliðinu en hinn er Bjarki Már Elísson. Hákon og Bjarki fóru á HM í janúar en Hákon spilaði þó aðeins 51 mínútu á mótinu og skoraði eitt mark. Gunnar Magnússon og Ágúst Jóhannsson, fyrrverandi aðstoðarmenn Guðmundar Guðmundssonar, stýra íslenska landsliðinu gegn Tékkum eftir óvænt brotthvarf Guðmundar í vikunni. Það kom því í þeirra hlut að velja landsliðið og var valið á Stiven það eina sem segja má að hafi ekki verið í samræmi við valið á HM-hópnum. Hákon, Orri og Oddur á síðustu stórmótum Hákon Daði leikur undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach í efstu deild Þýskalands, bestu landsdeild Evrópu, líkt og annar Eyjamaður, Elliði Snær Viðarsson. Hákon hefur skorað 53 mörk í átján deildarleikjum í vetur, þar af tólf af vítalínunni, og hefur nýtt 66% skota sinna. Annar vinstri hornamaður sem ekki var valinn að þessu sinni er Orri Freyr Þorkelsson sem leikur með Elverum í norsku úrvalsdeildinni. Orri var í EM-hópnum fyrir rúmu ári síðan. Hann hefur skorað 32 mörk í 16 deildarleikjum fyrir Elverum sem er í næstefsta sæti deildarinnar, og auk þess 23 mörk í Meistaradeild Evrópu, nú síðast tvö mörk í 31-24 tapi gegn Álaborg á miðvikudagskvöld. Þá er vinstri hornamaðurinn Oddur Gretarsson, sem var í HM-hópnum í Egyptalandi fyrir tveimur árum, einn markahæsti leikmaður þýsku B-deildarinnar með 131 mark í 22 leikjum í vetur fyrir Balingen.
Landslið karla í handbolta HM 2023 í handbolta Mest lesið Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Fótbolti Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Enski boltinn Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Íslenski boltinn „Fólk veit ekki hvað maður gengur í gegnum heima hjá sér“ Fótbolti „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Valur - Keflavík | Hörkuleikur á Hlíðarenda Körfubolti Fleiri fréttir Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding | Alvöru slagur á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Sjá meira