Brúnni lokað og bræður læstir inni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 19:10 Stöpullinn fór undan brúnni í vatnavöxtum fyrr í febrúar en skaðinn kom ekki í ljós fyrr en í dag. Nú er umferð um brúna talin hættuleg. Eggert Norðdahl Íbúar á Hólmi við Suðurlandsveg komast hvorki lönd né strönd nema á „35 tommu breyttum jeppum“ eftir að brúnni yfir Hólmsá hjá Geithálsi var lokað í dag. Íbúi kveðst hafa gert yfirvöldum viðvart og hefur áhyggjur af matarbirgðum og sjúkraflutningi. Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar. Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Eggert Norðdahl, sem býr á Hólmi ásamt bróður sínum, segir í samtali við fréttastofu að gert hafi verið við brúna fyrir rúmum tveimur árum síðan. Viðgerðin hafi ekki verið betri en svo að stöpull hafi losnað undan, vegna vatnselgs fyrr í febrúar. Hólmsá breiddi úr sér yfir vegslóða austan Rauðhóla fyrr í febrúarmánuði.Vísir/Egill „Það var enginn frágangur úr stöplinum niður í jörðina þannig að einn lítill jaki núna þegar áin ruddi sig 13. til 14. febrúar, þá virðist hafa lent jaki á einum stöplinum. Ég sé það bara á ummerkjunum á því hvernig festingarnar við brúarbitanna eru. Frágangurinn á þessu er bara þannig að stöpullinn er bara laus, um leið og hann fær á sig einn jaka þá er hann bara farinn.“ Hann segir að fyrri viðgerð, árið 2020, hafi tekið marga mánuði. Þá hafi verið hægt að nota gamlan veg við Suðurlandsveg, svokallaða Vetrarbraut, sem er óuppbyggður vegur lagður á öðrum áratug tuttugustu aldar. Eggert segist hafa miklar áhyggjur af birgðaflutningum og aðkomu sjúkrabíla.STÖÐ 2/ARNAR „Akkúrat á þessum tíma árs þá er hann bara ófær vegna drullu. Í dag hafa fjórhjóladrifnir bílar verið að keyra hann með þeim skilaboðum að þetta sé ófært vegna smábíla. Ég er búinn að tilkynna þetta og ef það kemur eitthvað upp þá þyrfti bara að kalla á björgunarsveitir á breyttum jeppum,“ segir Eggert. Eggert segir að starfsmaður á vegum þjónustumiðstöðvarinnar Jafnasels hafi lokað brúnni fyrr í dag. Enginn íbúa hafi verið látinn vita. „Vetrarvegurinn er fær fyrir 35 tommu breytta jeppa, en ég er bara á lítilli Toyota 1997 módel sem er ekkert í standi til að fara í einhverja drullu. Ég fór í búðina áður en þeir lokuðu brúnni. Ég kemst ekki neitt, ekki einu sinni út að skemmta mér eða neitt,“ segir Eggert Norðdahl. Fjallað var um flóð á vatnasviði Elliðaánna í kvöldfréttum Stöðvar 2 í febrúar.
Veður Reykjavík Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Ár flæða yfir bakka sína á vatnasviði Elliðaánna Miklir vatnavextir hafa verið í dag á öllu vestanverðu landinu og ár víða flætt yfir bakka sína. Á Vestfjörðum lokaðist aðalgatan á Tálknafirði, í Borgarfirði eru vegir víða umflotnir og í Reykjavík eru flóð á vatnasviði Elliðaánna. 13. febrúar 2023 22:11