Læknar tækju aldrei þátt í rannsóknum á föngum Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 09:09 Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir ekki hægt að mæla með notkun sílósíbíns við geðröskunum út frá núverandi þekkingu á efninu. Vísir/Getty/samsett Formaður Geðlæknafélags Íslands fullyrðir að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi samþykkti aldrei að taka þátt í rannsóknum á áhrifum hugvíkkandi efna á fanga vegna siðferðislegra sjónarmiða. Umræðan um efnin sé komin út á villigötur. Mikla athygli vakti þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hélt því fram að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefði viðrað hugmyndir um að gera tilraunir á föngum með svokölluð hugvíkkandi efni í vikunni. Jón sagðist síðan hafa rætt málið við Pál Winkel, fangelsismálastjóra, en það væri þó ekki á hans eigin forræði að ráðast í slíkar rannsóknir. Slík efni gætu mögulega hjálpað föngum með geðræn vandamál sem hafa lokið afplánun. Páll sagði að ekki yrði ráðist í slíkar rannsóknir án samþykkis allra aðila. Hann væri opinn fyrir hugmyndinni. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir umræðuna um hugvíkkandi efni, sérstaklega efnið sílósíbín, komnar út á villigötur. Þó að rannsóknir bendi til þess að efnið gæti mægulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og þunglyndis þá sé ekki hægt að mæla með notkun þess við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algerum undantekningartilvikum út frá núverandi þekkingu. „Til að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðislegra sjónarmiða – og vonandi enginn,“ skrifar Karl Reynir í aðsendir grein á Vísi í dag. Veikt fólk uppáhaldsviðskiptavinir snákaolíusölumanna Hávær umræða hefur verið um sílósíbín og hugvíkkandi efni hér á landi á undanförnum mánuðum og ráðstefnur meðal annars verið haldnar um málefnið. Karl Reynir varar við því að fólk fari ekki fram úr sér. Sölumenn snákaolíu séu víða og uppáhaldsviðskiptavinir þeirra séu veikt fólk. Hann og margir aðrir fylgist með rannsóknum sem nú eru gerðar á hugvíkkandi efnum með eftirvæntingu. Enn sé mikil óvissa um niðurstöður þeirra. Vandasamt sé að gera rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum. Margt geti látið efnið virðast hjálplegt þegar það sé það ef til vill ekki í raun og veru. Því þurfi margar og stórar rannsóknir á virkni þess. „Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við,“ segir hann. Ekki læknismeðferð að innbyrða sveppi í sumarbústað Eitt sé að nota hugvíkkandi efni til að komast í vímu og annað að nota þau í meðferðarlegum tilgangi. Þannig sé rítalín notað við athyglisbresti og gagnist mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra. Lyfið sé aftur á móti einnig misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. „Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð,“ skrifar hann. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verði hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það sé þó alls ekki víst. „Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós,“ skrifar Karl Reynir. Heilbrigðismál Fangelsismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Mikla athygli vakti þegar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hélt því fram að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefði viðrað hugmyndir um að gera tilraunir á föngum með svokölluð hugvíkkandi efni í vikunni. Jón sagðist síðan hafa rætt málið við Pál Winkel, fangelsismálastjóra, en það væri þó ekki á hans eigin forræði að ráðast í slíkar rannsóknir. Slík efni gætu mögulega hjálpað föngum með geðræn vandamál sem hafa lokið afplánun. Páll sagði að ekki yrði ráðist í slíkar rannsóknir án samþykkis allra aðila. Hann væri opinn fyrir hugmyndinni. Karl Reynir Einarsson, formaður Geðlæknafélags Íslands, segir umræðuna um hugvíkkandi efni, sérstaklega efnið sílósíbín, komnar út á villigötur. Þó að rannsóknir bendi til þess að efnið gæti mægulega verið gagnlegt í meðferð sumra geðraskana eins og þunglyndis þá sé ekki hægt að mæla með notkun þess við geðröskunum nema í rannsóknarskyni eða mögulega í algerum undantekningartilvikum út frá núverandi þekkingu. „Til að taka af allan vafa þá fullyrði ég að yfirgnæfandi meirihluti geðlækna á Íslandi myndi aldrei samþykkja að taka þátt í slíkum rannsóknum vegna siðferðislegra sjónarmiða – og vonandi enginn,“ skrifar Karl Reynir í aðsendir grein á Vísi í dag. Veikt fólk uppáhaldsviðskiptavinir snákaolíusölumanna Hávær umræða hefur verið um sílósíbín og hugvíkkandi efni hér á landi á undanförnum mánuðum og ráðstefnur meðal annars verið haldnar um málefnið. Karl Reynir varar við því að fólk fari ekki fram úr sér. Sölumenn snákaolíu séu víða og uppáhaldsviðskiptavinir þeirra séu veikt fólk. Hann og margir aðrir fylgist með rannsóknum sem nú eru gerðar á hugvíkkandi efnum með eftirvæntingu. Enn sé mikil óvissa um niðurstöður þeirra. Vandasamt sé að gera rannsóknir á sílósíbini hjá veikum einstaklingum. Margt geti látið efnið virðast hjálplegt þegar það sé það ef til vill ekki í raun og veru. Því þurfi margar og stórar rannsóknir á virkni þess. „Kemur bakslag eða verður þetta raunverulega meðferð sem hægt verður að bjóða upp á í völdum tilfellum? Það veit enginn í dag. Mér finnst líklegt að þessar rannsóknir muni leiða til einhverra nýjunga. Vonandi er það ekki óskhyggja. Afar ólíklegt verður þó að telja að þær leiði til þeirrar byltingar í geðlækningum eins og sumir binda vonir við,“ segir hann. Ekki læknismeðferð að innbyrða sveppi í sumarbústað Eitt sé að nota hugvíkkandi efni til að komast í vímu og annað að nota þau í meðferðarlegum tilgangi. Þannig sé rítalín notað við athyglisbresti og gagnist mörgum, jafnvel umbreytt lífi þeirra. Lyfið sé aftur á móti einnig misnotað, oft með hörmulegum afleiðingum. „Það að fara upp í sumarbústað og innbyrða sveppi með vinum sínum er ekki læknisfræðileg meðferð,“ skrifar hann. Það að fara til heilbrigðisstarfsmanns þar sem sílósíbín er notað í meðferð ásamt samtalsmeðferð verði hins vegar hugsanlega viðurkennt úrræði í framtíðinni í vel völdum tilfellum. Það sé þó alls ekki víst. „Mörg lyf og meðferðir hafa um tíðina virst gagnlegar í upphafi rannsókna en síðan reynst ekki vera það. Tíminn einn mun leiða þetta í ljós,“ skrifar Karl Reynir.
Heilbrigðismál Fangelsismál Hugvíkkandi efni Geðheilbrigði Tengdar fréttir Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Vill vita hvort Jón hafi í alvöru haft uppi hugmyndir um tilraunir á föngum Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra þar sem hann vill fá að vita fyrir víst hvort ráðherra hafi í raun viðrað þá hugmynd að gerðar yrðu tilraunir með hugvíkkandi efni á föngum. 22. febrúar 2023 16:02
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent