Kings unnu í næststigahæsta leik allra tíma Smári Jökull Jónsson skrifar 25. febrúar 2023 09:30 Malik Monk er hér nýbúinn að troða í leiknum í nótt en Kawhi Leonard hjá LA Clippers horfir á. Vísir/Getty Leikur Sacramento Kings og Los Angeles Clippers í NBA-deildinni í nótt fer í sögubækurnar sem næststigahæsti leikur allra tíma. Leikurinn í Los Angeles í nótt var tvíframlengdur og alls voru skoruð 351 stig í leiknum. Sacramento Kings höfðu betur að lokum, unnu 176-175 í leik þar sem liðin skiptust tólf sinnum á forystunni og í tólf skipti var jafnt. Tveir leikmenn Kings skoruðu meira en fjörtíu stig í leiknum, Malik Monk skoraði 45 stig og De´Aron Fox skoraði 42. Þá skoruðu fimm aðrir leikmenn liðsins yfir tíu stig. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 44 stig og Paul George 34. GAME OF THE YEAR CONTENDER.Re-live every WILD moment from down the stretch of the 2nd highest scoring game in NBA history Kings outlast the Clippers in 2OT, 176-175. pic.twitter.com/MiU7A8lViT— NBA (@NBA) February 25, 2023 Eins og áður segir er þetta næststigahæsti leikur allra tíma í NBA-deildinni. Metið yfir flest stig í leik er frá desember 1983 þegar Detroit Pistons vann Denver Nuggets 186-184. Giannis Antetokounmpo fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta þegar Milwaukee Bucks vann 128-99 sigur á Miami Heat. Grikkinn ógurlegi meiddist á hné en hann er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmennina í deildinni og annar á listanum yfir fráköst. 13 straight for the Bucks. Close battles in the West.Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/YZZs7x4LZf— NBA (@NBA) February 25, 2023 LaMelo Ball skoraði 32 stig og tók 10 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 121-113 sigur á Minnesota Timberwolves. Þá vann Phoenix Suns góðan níu stiga sigur á Oklaholma City Thunder, lokatölur þar 124-115. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix í leiknum en Kevin Durant lék ekki með Suns. Washington Wizards - New York Knicks 109-115Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 136-119Chicago Bulls - Brooklyn Nets 131-87Golden State Warriors - Houston Rockets 116-101 NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Leikurinn í Los Angeles í nótt var tvíframlengdur og alls voru skoruð 351 stig í leiknum. Sacramento Kings höfðu betur að lokum, unnu 176-175 í leik þar sem liðin skiptust tólf sinnum á forystunni og í tólf skipti var jafnt. Tveir leikmenn Kings skoruðu meira en fjörtíu stig í leiknum, Malik Monk skoraði 45 stig og De´Aron Fox skoraði 42. Þá skoruðu fimm aðrir leikmenn liðsins yfir tíu stig. Hjá Clippers skoraði Kawhi Leonard 44 stig og Paul George 34. GAME OF THE YEAR CONTENDER.Re-live every WILD moment from down the stretch of the 2nd highest scoring game in NBA history Kings outlast the Clippers in 2OT, 176-175. pic.twitter.com/MiU7A8lViT— NBA (@NBA) February 25, 2023 Eins og áður segir er þetta næststigahæsti leikur allra tíma í NBA-deildinni. Metið yfir flest stig í leik er frá desember 1983 þegar Detroit Pistons vann Denver Nuggets 186-184. Giannis Antetokounmpo fór meiddur af velli í fyrsta leikhluta þegar Milwaukee Bucks vann 128-99 sigur á Miami Heat. Grikkinn ógurlegi meiddist á hné en hann er í þriðja sæti yfir stigahæstu leikmennina í deildinni og annar á listanum yfir fráköst. 13 straight for the Bucks. Close battles in the West.Updated standings are here https://t.co/6FlAlihMep pic.twitter.com/YZZs7x4LZf— NBA (@NBA) February 25, 2023 LaMelo Ball skoraði 32 stig og tók 10 fráköst þegar Charlotte Hornets vann 121-113 sigur á Minnesota Timberwolves. Þá vann Phoenix Suns góðan níu stiga sigur á Oklaholma City Thunder, lokatölur þar 124-115. Devin Booker skoraði 25 stig fyrir Phoenix í leiknum en Kevin Durant lék ekki með Suns. Washington Wizards - New York Knicks 109-115Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 136-119Chicago Bulls - Brooklyn Nets 131-87Golden State Warriors - Houston Rockets 116-101
Washington Wizards - New York Knicks 109-115Atlanta Hawks - Cleveland Cavaliers 136-119Chicago Bulls - Brooklyn Nets 131-87Golden State Warriors - Houston Rockets 116-101
NBA Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira