598 Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 27. febrúar 2023 16:00 Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar við undirrituðum skammtímasamning í desember síðastliðinn tóku einhverjir eftir að ég gaf ekki kost á mér í myndatöku með viðsemjendum okkar eftir undirritun samninga. Svo vel tóku sumir eftir að þeim þykir þetta athæfi mitt teljast til verstu synda í formannstíð minni. En af hverju var mér ekki að skapi að standa brosandi á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að hafa setið sólarhringum saman, svefnlaus, í að reyna að ná ásættanlegri niðurstöðu miðað við aðstæður sem þá voru uppi? Af hverju hafði ég ekki geð í mér að standa með falskt bros innan um hæstánægð Samtök atvinnurekenda með niðurstöðuna? Ástæðan fyrir því var einföld. Ég gerði kröfu um og vildi setja sem skilyrði að SA tæki virkari þátt en áður hefur þekkst í því að halda hér verðstöðugleika og gera það með þeim hætti að stjórnvöld og samtök atvinnulífsins hefðu af því raunverulegan hag að halda aftur af verðlagshækkunum og hækkun opinberra gjalda. Hugmyndin fólst í því að þegar samningur tekur gildi, en þá var vísitala neysluverðs í 560,9, myndi hann losna ef vísitalan færi í 598. En 598 var töluvert yfir þeim væntingum og markmiðum sem við settum okkur með gerð skammtímasamnings sem rennur út í janúar 2024. Það er nú ljóst að atvinnulífið og stjórnvöld höfðu allt aðrar væntingar í huga en við. Væntingar um að hækka verðlag og græða enn meira, og stjórnvöld álögur á almenning til að hlífa breiðustu bökunum enn frekar. Það gerðist sem ég óttaðist mest. Að fyrirtækin og hið opinbera færu að demba á launafólk verðlagshækkunum og hærri gjöldum, ef það hefði engar raunverulegar afleiðingar í för með sér. Ég trúði því alls ekki að fagurgalar atvinnulífsins og stjórnvöld væru raunverulega í okkar liði og hafði ég fulla ástæðu, og reynslu, að loforðin eru einskis virði þegar á reynir. Það reyndist vera rétt mat. Ég trúði því að ef SA og stjórnvöld ættu á hættu að samningar við verkalýðshreyfinguna yrðu lausir miklu fyrr, væru meiri líkur á því að þau héldu aftur af verðlagshækkunum út samningstímann og væru því nauðbeygð til samfélagsábyrgðar og lágmarks virðingar gagnvart almenningi í landinu. Hagstofan gaf út nýja vísitölu fyrir febrúar og er niðurstaðan sláandi. Hún stendur nú í 577,3 og samkvæmt mínum útreikningum hefðu samningar losnað í Ágúst næstkomandi, ekki janúar 2024, ef þróunin heldur áfram sem horfir. Verðbólga mælist nú 10,2% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009 þegar hún mældist 10,8%. Helstu áhrifaþættir á verðbólguna síðan kjarasamningar voru undirritaðir eru gjaldskrárhækkanir hins opinbera, verðlagshækkanir fyrirtækja og stýrivaxtahækkanir Seðlabankans. Skal einhvern undra að ég hafi haft takmarkað geð í að standa með tilgerðarlegt bros á mynd með Samtökum atvinnulífsins eftir að þau höfnuðu alfarið að taka raunverulega þátt í að verja hér lífskjör? Höfnuðu að sýna viljan í verki og standa með fólkinu í landinu! Höfum þessa tölu í huga 598. Höfum 598 í huga ef þið heyrið gagnrýni á það að ég hafi neitað að sitja fyrir á mynd eftir undirritun síðustu kjarasamninga, brosandi með vöfflurjóma út á kinnar. Höfundur er formaður VR.
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun