Messi og Putellas valin best Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2023 23:01 Þessi þekkja fátt annað en að lyfta verðlaunagripum. Marcio Machado//Getty Images Lionel Messi og Alexia Putellas voru í kvöld valin bestu leikmenn ársins 2022 af Alþjóða knattspyrnusambandinu FIFA. Verðlaunaafhendingin fór fram í París. Var fjöldinn allur af verðlaunum veittur í kvöld. Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Fótbolti FIFA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og heimsmeistari með Argentínu, var valinn bestur í karlaflokki. Er þetta í annað sinn sem Messi hlýtur verðlaunin. Hann varð Frakklandsmeistari með PSG síðasta vor og svo heimsmeistari undir lok síðasta árs. Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var valin best í kvennaflokki. Er þetta einnig í annað sinn sem hún hlýtur verðlaunin. Það vekur athygli að hin 29 ára Putellas spilaði aðeins helming ársins 2022 þar sem hún sleit krossband í hné áður en leikar hófust á Evrópumóti kvenna sem fram fór í Englandi síðasta sumar. Putellas átti stóran þátt í frábæru gengi Börsunga sem enduðu með fullt hús stiga í spænsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, urðu bikarmeistarar en lutu í gras fyrir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Hún hefur ekki enn spilað á yfirstandandi leiktíð. Önnur verðlaun voru eftirfarandi: Besti markvörður [karla]: Emiliano Martinez, Argentína og Aston Villa Besti markvörður [kvenna]: Mary Earps, England og Manchester United Þjálfari ársins [karla]: Lionel Scaloni, Argentína Þjálfari ársins [kvenna]: Sarina Wiegman, England Puskas-verðlaunin: Marcin Oleksy Háttvísisverðlaun FIFA: Luka Lochoshvili Stuðningsfólk ársins: Argentína Marcin Oleksy wins the FIFA Puskas Award for this incredible goal... #TheBest @AmpFutbolPolskapic.twitter.com/wwDYPgLmpW— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) February 27, 2023 Þá voru lið ársins valin og sjá má þau hér að neðan. Athygli vakti að markverðir ársins voru ekki í liðum ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. The 2022 FIFA FIFPRO Men's #World11: @ThibautCourtois Joao Cancelo @VirgilvDijk @AchrafHakimi @Casemiro @KevinDeBruyne @LukaModric10 @Benzema @ErlingHaaland @KMbappe Lionel MessiChosen by the players, for the players.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/2ubkx98Hrh— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 The 2022 FIFA FIFPRO Women's #World11: @TianeEndler @LucyBronze @MapiLeon16 @WRenard @LeahCWilliamson Lena Oberdorf @AlexiaPutellas @Keira_Walsh @SamKerr1 @BMeado9 @AlexMorgan13Chosen by the players, for the players.@FIFAWWC | #TheBest pic.twitter.com/hwsPtOLgG1— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023 Athygli vakti að Acharf Hakimi, bakvörður Marokkó og París Saint-Germain, var á verðlaunaafhendingunni en fyrr í kvöld bárust fréttir þess efnis að kona í París hefði kært hann fyrir nauðgun. Greatness.#World11 | #TheBest pic.twitter.com/ykPwwv67qr— FIFPRO (@FIFPRO) February 27, 2023
Fótbolti FIFA Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Fleiri fréttir Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn